Einhleypan: „Mjög mikill sökker fyrir vondu raunveruleikasjónvarpi“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. október 2023 20:00 Úlfar Viktor Tónlistarmaðurinn og förðunarfræðingurinn Úlfar Viktor Björnsson er forvitinn Grafarvogsbúi sem segist elska tónlist, tísku og trönuber. Úlfar er mörgum kunnugur eftir þátttöku hans í Söngvakeppni sjónvarpsins í febrúar á þessu ári þar sem hann flutti lagið Betri maður. Að sögn Úlfars fór boltinn að rúlla eftir keppninni og hefur hann því ekki slegið slöku við í tónlistinni síðan. Aldur? 30 ára. Starf? Ég starfa í gleraugnaversluninni Sjáðu á Hverfisgötu, sminka í leikgervadeildinni í Borgarleikhúsinu og tónlistast svo þess á milli. Áhugamál? Aftur, tónlist, tíska og trönuber, helst í kokteilum. Mér finnst líka æði að ferðast, prófa mig áfram í náttúrulaugum, hlusta á góð podcöst, nördast í húðvörum (mikill húðvöruperri). Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég er yfirleitt bara kallaður Úlfar. Úlli hjá sumum en aðallega þá fólki sem stendur mér næst. En kýs helst bara Úlfar. Aldur í anda? Sumum finnst ég vera með tónlistarsmekk á við sjötuga manneskju. Ég elska gamla íslenska dægurlagatónlist og hlusta reglulega á Villa Vill og hljómsveit Ingimars Eydals svo eitthvað sé nefnt. En ég hlusta alveg líka á nýja tónlist og myndi segja að ég væri nokkuð móðins hvað tísku varðar. Svo ég held ég stemmi alveg nokkuð vel við kannski u.þb. fertuga manneskju. Menntun? Ég er með BSc í sálfræði og diplóma í förðunarfræði og tónlistartækninni CVT (complete vocal technique). Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Örugglega, Skipulagt kaos, því ég er ADHD pési og stormsveipur meira og minna allt í kringum mig en flest blessast ágætlega. Guilty pleasure kvikmynd? Örugglega Friends With Benefits, hef horft á hana oftar en ég get talið. Hnyttin, skemmtileg og svo hef ég líka alltaf verið með lúmskt girl crush á Milu Kunis. Úlfar Viktor Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég var skotinn í fullt af frægu fólki þegar ég var yngri. Jónsi Í svörtum fötum kemur sterkur inn, Viggi í Írafár fannst mér ofboðslega flottur, Chad Michael Murray þegar hann var í One Tree Hill, ég var líka smá skotinn í Frankie Muniz í Malcolm in the Middle sem er smá vandræðalegt því hann var bara nákvæmlega ekkert spes þegar ég skoða myndir af honum í dag. Svo var ég líka mjög skotinn í Adam Brody í The O.C. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Almennt ekki, nei. Ekki í daglegu tali. Ef ég geri það þá er ég yfirleitt að vísa í litla Úlfar sem var ekki kominn út úr skápnum, vissi ekkert hver hann væri og var í raun bara í algjörri kleinu með sjálfan sig. Mér finnst sá tími svo fjarstæðukenndur að það verður mér mjög eðlislægt að tala um þann tíma í þriðju persónu. Ég tengi ekkert við litla Úlfar í dag, en ég skil hann og er stoltur af honum og ákvörðunum hans. Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Já, það kemur fyrir og það fer í raun bara eftir hvað ég hef verið að hlusta á þann daginn og hvaða lag ég er með á heilanum þá stundina. Ekkert spesífískt lag eða tónlistarmaður sem ég tek sérstaklega. Nema oft er það Unbreak My Heart með Toni Braxton, það hljómar rosalega dramatískt svona í sturtunni. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Mjög beige svar, en bara Instagram því ég nota það langmest af öllum forritum. Það hefur samt sína kosti og galla og örugglega fleiri galla ef út í það er farið. Það hefur gert það að verkum að ég get haft samband reglulega við fjölskylduna mína sem ég á í Argentínu, séð hvað þau eru að gera. Þar er líka gomma af hæfileikaríku fólki úr öllum áttum sem gaman er að fylgjast með og svo getur maður komið sínu á framfæri á flottu platformi sem fólk sækist í. Það er náttúrlega æði sérstaklega fyrir upprennandi listamenn. En svo er ótrúlega auðvelt að detta í þann pytt að fara að bera sig saman við líf annarra og það hefur tvímælalaust áhrif á geðheilsuna, þessi miðill er líka algjört breeding ground fyrir neteinelti og þannig viðbjóð. Svo er þetta líka einfaldlega bara tímaþjófur. Þannig þótt þetta sé uppáhalds forritið mitt þá vel ég oft tíma þar sem ég fjarlægi mig alveg frá honum og ég finn þegar ég þarf á því að halda. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Þú verður að spyrja þá. Get ekki svarað fyrir vini mína. En ég vona að ég sé góður, traustur og áreiðanlegur vinur sem er til staðar, hlustar og gefur ráð (og/eða þegir og bara hlustar þegar við á). Það er allavega vinur sem ég vil vera og þannig fólki vil ég laða að mér líka og finnst mér hafa tekist með ágætum! Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Ég er mjög næmur á fólk og finn mjög fljótt ef það er tengt tilfinningum sínum eða ekki. Ég er ofboðslega hrifinn af fólki sem er gætt þeim eiginleikum að vera hreinskilið um tilfinningar sínar og lætur mann ekki alltaf þurfa að lesa á milli línanna. Heiðarleiki, góður húmor og að vera fylginn sjálfum sér er eitthvað sem mér þykir ofboðslega aðlaðandi eiginleikar í fari fólks. En óheillandi? Ónærgætni, dónaskapur, hroki. Mér finnst líka fátt meira óheillandi en menn sem koma illa fram við mæður sínar eða eru vondir eða ókurteisir við þjónustufólk. Bezzerwizzeraháttur (finn ekki gott íslenskt orð yfir það) er líka ekkert eðilega óheillandi og óþolandi, menn sem halda að þeir viti allt betur en allir aðrir en eru svo augljóslega með allt lóðrétt. Stemmir allt frá einhverju óöryggi. Ef þú værir dýr hvaða dýr værir þú þá? Ég væri örugglega eðla því ég sækist mikið í skugga í sólarlöndum og get mjög takmarkað of mikinn hita og sól. Ég er mjög kassalaga þegar kemur að notkun sólarvarna og þar finnst mér aldrei góð vísa of oft kveðin. Ég get sleppt því að maka á mig rakakremum og serumi ef ég set ekki á mig sólarvörn. Það er hægt að rekja 80 til 90% af öldrunarmerkjum húðarinnar beint til sólargeisla og það eina sem við getum gert til þess að verja okkur er að nota sólarvörn. Þessar heimildir eru fengnar frá World Health Organization. Og já, líka hér á Íslandi og þrátt fyrir að það sé skýjað (80% af geislum ná í gegnum skýin). Og nei, þú kemur ekki í veg fyrir sólbruna þótt þú borðir hreina fæðu eða jóðlir á þig nautafitu (raunverulegt thing í dag) - það mun ekki verja þig frá húðkrabbameini eða ótímabærri öldrun húðarinnar. Fróðleiksmoli dagsins frá mér sem enginn bað um, gjörið svo vel! Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég myndi velja elsku besta Leslie Jordan, blessuð sé minning þann mikla meistara. George Michael væri góður gestur og hina mögnuðu og áhrifamiklu Audre Lorde. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst langskemmtilegast að vera faraldsfæti um allan heim og skoða mismunandi menningu og borða góðan mat. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mæta á fund sem hefði auðveldlega getið verið tölvupóstur eða ein klausa á Messenger. Það þarf ekki að bóka fundi fyrir alla skapaða hluti. Ertu A eða B týpa? Ég er mjög mikil næturugla og fæ oft mesta innblásturinn til þess að gera eitthvað skapandi á kvöldin og á nóttunni. Ég held það hafi líka eitthvað með ADHD greininguna mína að gera, því á þeim tímum er ekkert utanaðkomandi áreiti sem nær að trufla mig. En svo aftur á móti þarf ég líka að afla tekna sem ég geri á daginn og samfélagið er auðvitað byggt mjög mikið í kringum A týpuna og ég hef reynt að laga mig einhvernveginn að henni. Hvernig viltu eggin þín? Mér finnst egg almennt ekkert spes en ef ég borða þau væri það egg benedikt (e. poached egg) á grófu ristuðu brauði með lárperu, semsagt linsoðin. Hvernig viltu kaffið þitt? Svart og vel sterkt. Strangheiðarlegi iðnaðarbollinn er yfirleitt langbesti bollinn. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ef ég fer út á lífið, sem gerist mjög sjaldan, eru það yfirleitt Röntgen eða Pedersen sem verða fyrir valinu. Gott heimapartý með vel völdnum er yfirleitt langbest. Ertu með einhvern bucket lista? Já, það er allskonar á honum. Mig langar t.d. að fara í reisu um Asíu, halda á slöngu (hræðilegasta sem ég get hugsað mér, en langar að sigrast á óttanum), búa til fallega vínylplötu, fara á tónleika með Adele og Bruno Mars, svo eitthvað sé nefnt. Mennta mig meira í því sem ég hef brennandi áhuga á eins og tónlist, húðvörum og sálfræðinni. Og svo auðvitað að finna þann eina rétta til þess að fara í öll þessi spennandi ævintýri með, væri alltaf góður plús. Draumastefnumótið? Pikknikk á fallegri strönd með teppi og góðan mat, kveikja á báli, horfa á sólsetrið, spjalla og hlæja langt fram eftir nóttu og drekka gott vín með. Hljómar eins og uppskrift að hinu fullkomna stefnumóti fyrir mér. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já, alveg fullt. Ég var t.d. 28 ára gamall þegar ég fattaði að í laginu, Ég hlakka svo til, syngur Svala um að fuglarnir, flugu hjá í snatri, en þá hafði ég alltaf sungið, þeir flugu hjá Íslandi. Í laginu hennar Selenu Gomez, Good For You, syngur hún líka um að hún sé, 14 carat, en ég mun aldrei geta afheyrt það að hún sé að prumpa gulrótum og því forðast ég eftir bestu getu að hlusta á þetta lag. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Ég horfði á Bachelor in Paradise. Mjög mikill sökker fyrir vondu raunveruleikasjónvarpi. Því verra og asnalegra sem það er, því betra. Hvaða bók lastu síðast? Ég er alveg glataður í að gefa mér tíma til þess að lesa bækur. En síðasta bókin sem ég las var, Vanþakkláti Flóttamaðurinn, eftir Dinu Nayeri. Virkilega góð og áhrifamikil lesning sem ég held að allir ættu gott af því að lesa. Hvað er ást? Ást er þegar tveir einstaklingar taka hvor öðrum nákvæmlega eins og þeir eru þrátt fyrir fortíð eða það sem fólk myndi kalla „galla.” Gagnkvæm virðing, traust, stuðningur og djúpur skilningur. View this post on Instagram A post shared by U lfar Bjo rnsson (@ulfarviktor) Einhleypan Ástin og lífið Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Kristín Ruth, ein með öllu Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Úlfar er mörgum kunnugur eftir þátttöku hans í Söngvakeppni sjónvarpsins í febrúar á þessu ári þar sem hann flutti lagið Betri maður. Að sögn Úlfars fór boltinn að rúlla eftir keppninni og hefur hann því ekki slegið slöku við í tónlistinni síðan. Aldur? 30 ára. Starf? Ég starfa í gleraugnaversluninni Sjáðu á Hverfisgötu, sminka í leikgervadeildinni í Borgarleikhúsinu og tónlistast svo þess á milli. Áhugamál? Aftur, tónlist, tíska og trönuber, helst í kokteilum. Mér finnst líka æði að ferðast, prófa mig áfram í náttúrulaugum, hlusta á góð podcöst, nördast í húðvörum (mikill húðvöruperri). Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég er yfirleitt bara kallaður Úlfar. Úlli hjá sumum en aðallega þá fólki sem stendur mér næst. En kýs helst bara Úlfar. Aldur í anda? Sumum finnst ég vera með tónlistarsmekk á við sjötuga manneskju. Ég elska gamla íslenska dægurlagatónlist og hlusta reglulega á Villa Vill og hljómsveit Ingimars Eydals svo eitthvað sé nefnt. En ég hlusta alveg líka á nýja tónlist og myndi segja að ég væri nokkuð móðins hvað tísku varðar. Svo ég held ég stemmi alveg nokkuð vel við kannski u.þb. fertuga manneskju. Menntun? Ég er með BSc í sálfræði og diplóma í förðunarfræði og tónlistartækninni CVT (complete vocal technique). Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Örugglega, Skipulagt kaos, því ég er ADHD pési og stormsveipur meira og minna allt í kringum mig en flest blessast ágætlega. Guilty pleasure kvikmynd? Örugglega Friends With Benefits, hef horft á hana oftar en ég get talið. Hnyttin, skemmtileg og svo hef ég líka alltaf verið með lúmskt girl crush á Milu Kunis. Úlfar Viktor Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég var skotinn í fullt af frægu fólki þegar ég var yngri. Jónsi Í svörtum fötum kemur sterkur inn, Viggi í Írafár fannst mér ofboðslega flottur, Chad Michael Murray þegar hann var í One Tree Hill, ég var líka smá skotinn í Frankie Muniz í Malcolm in the Middle sem er smá vandræðalegt því hann var bara nákvæmlega ekkert spes þegar ég skoða myndir af honum í dag. Svo var ég líka mjög skotinn í Adam Brody í The O.C. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Almennt ekki, nei. Ekki í daglegu tali. Ef ég geri það þá er ég yfirleitt að vísa í litla Úlfar sem var ekki kominn út úr skápnum, vissi ekkert hver hann væri og var í raun bara í algjörri kleinu með sjálfan sig. Mér finnst sá tími svo fjarstæðukenndur að það verður mér mjög eðlislægt að tala um þann tíma í þriðju persónu. Ég tengi ekkert við litla Úlfar í dag, en ég skil hann og er stoltur af honum og ákvörðunum hans. Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Já, það kemur fyrir og það fer í raun bara eftir hvað ég hef verið að hlusta á þann daginn og hvaða lag ég er með á heilanum þá stundina. Ekkert spesífískt lag eða tónlistarmaður sem ég tek sérstaklega. Nema oft er það Unbreak My Heart með Toni Braxton, það hljómar rosalega dramatískt svona í sturtunni. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Mjög beige svar, en bara Instagram því ég nota það langmest af öllum forritum. Það hefur samt sína kosti og galla og örugglega fleiri galla ef út í það er farið. Það hefur gert það að verkum að ég get haft samband reglulega við fjölskylduna mína sem ég á í Argentínu, séð hvað þau eru að gera. Þar er líka gomma af hæfileikaríku fólki úr öllum áttum sem gaman er að fylgjast með og svo getur maður komið sínu á framfæri á flottu platformi sem fólk sækist í. Það er náttúrlega æði sérstaklega fyrir upprennandi listamenn. En svo er ótrúlega auðvelt að detta í þann pytt að fara að bera sig saman við líf annarra og það hefur tvímælalaust áhrif á geðheilsuna, þessi miðill er líka algjört breeding ground fyrir neteinelti og þannig viðbjóð. Svo er þetta líka einfaldlega bara tímaþjófur. Þannig þótt þetta sé uppáhalds forritið mitt þá vel ég oft tíma þar sem ég fjarlægi mig alveg frá honum og ég finn þegar ég þarf á því að halda. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Þú verður að spyrja þá. Get ekki svarað fyrir vini mína. En ég vona að ég sé góður, traustur og áreiðanlegur vinur sem er til staðar, hlustar og gefur ráð (og/eða þegir og bara hlustar þegar við á). Það er allavega vinur sem ég vil vera og þannig fólki vil ég laða að mér líka og finnst mér hafa tekist með ágætum! Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Ég er mjög næmur á fólk og finn mjög fljótt ef það er tengt tilfinningum sínum eða ekki. Ég er ofboðslega hrifinn af fólki sem er gætt þeim eiginleikum að vera hreinskilið um tilfinningar sínar og lætur mann ekki alltaf þurfa að lesa á milli línanna. Heiðarleiki, góður húmor og að vera fylginn sjálfum sér er eitthvað sem mér þykir ofboðslega aðlaðandi eiginleikar í fari fólks. En óheillandi? Ónærgætni, dónaskapur, hroki. Mér finnst líka fátt meira óheillandi en menn sem koma illa fram við mæður sínar eða eru vondir eða ókurteisir við þjónustufólk. Bezzerwizzeraháttur (finn ekki gott íslenskt orð yfir það) er líka ekkert eðilega óheillandi og óþolandi, menn sem halda að þeir viti allt betur en allir aðrir en eru svo augljóslega með allt lóðrétt. Stemmir allt frá einhverju óöryggi. Ef þú værir dýr hvaða dýr værir þú þá? Ég væri örugglega eðla því ég sækist mikið í skugga í sólarlöndum og get mjög takmarkað of mikinn hita og sól. Ég er mjög kassalaga þegar kemur að notkun sólarvarna og þar finnst mér aldrei góð vísa of oft kveðin. Ég get sleppt því að maka á mig rakakremum og serumi ef ég set ekki á mig sólarvörn. Það er hægt að rekja 80 til 90% af öldrunarmerkjum húðarinnar beint til sólargeisla og það eina sem við getum gert til þess að verja okkur er að nota sólarvörn. Þessar heimildir eru fengnar frá World Health Organization. Og já, líka hér á Íslandi og þrátt fyrir að það sé skýjað (80% af geislum ná í gegnum skýin). Og nei, þú kemur ekki í veg fyrir sólbruna þótt þú borðir hreina fæðu eða jóðlir á þig nautafitu (raunverulegt thing í dag) - það mun ekki verja þig frá húðkrabbameini eða ótímabærri öldrun húðarinnar. Fróðleiksmoli dagsins frá mér sem enginn bað um, gjörið svo vel! Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég myndi velja elsku besta Leslie Jordan, blessuð sé minning þann mikla meistara. George Michael væri góður gestur og hina mögnuðu og áhrifamiklu Audre Lorde. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst langskemmtilegast að vera faraldsfæti um allan heim og skoða mismunandi menningu og borða góðan mat. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mæta á fund sem hefði auðveldlega getið verið tölvupóstur eða ein klausa á Messenger. Það þarf ekki að bóka fundi fyrir alla skapaða hluti. Ertu A eða B týpa? Ég er mjög mikil næturugla og fæ oft mesta innblásturinn til þess að gera eitthvað skapandi á kvöldin og á nóttunni. Ég held það hafi líka eitthvað með ADHD greininguna mína að gera, því á þeim tímum er ekkert utanaðkomandi áreiti sem nær að trufla mig. En svo aftur á móti þarf ég líka að afla tekna sem ég geri á daginn og samfélagið er auðvitað byggt mjög mikið í kringum A týpuna og ég hef reynt að laga mig einhvernveginn að henni. Hvernig viltu eggin þín? Mér finnst egg almennt ekkert spes en ef ég borða þau væri það egg benedikt (e. poached egg) á grófu ristuðu brauði með lárperu, semsagt linsoðin. Hvernig viltu kaffið þitt? Svart og vel sterkt. Strangheiðarlegi iðnaðarbollinn er yfirleitt langbesti bollinn. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ef ég fer út á lífið, sem gerist mjög sjaldan, eru það yfirleitt Röntgen eða Pedersen sem verða fyrir valinu. Gott heimapartý með vel völdnum er yfirleitt langbest. Ertu með einhvern bucket lista? Já, það er allskonar á honum. Mig langar t.d. að fara í reisu um Asíu, halda á slöngu (hræðilegasta sem ég get hugsað mér, en langar að sigrast á óttanum), búa til fallega vínylplötu, fara á tónleika með Adele og Bruno Mars, svo eitthvað sé nefnt. Mennta mig meira í því sem ég hef brennandi áhuga á eins og tónlist, húðvörum og sálfræðinni. Og svo auðvitað að finna þann eina rétta til þess að fara í öll þessi spennandi ævintýri með, væri alltaf góður plús. Draumastefnumótið? Pikknikk á fallegri strönd með teppi og góðan mat, kveikja á báli, horfa á sólsetrið, spjalla og hlæja langt fram eftir nóttu og drekka gott vín með. Hljómar eins og uppskrift að hinu fullkomna stefnumóti fyrir mér. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já, alveg fullt. Ég var t.d. 28 ára gamall þegar ég fattaði að í laginu, Ég hlakka svo til, syngur Svala um að fuglarnir, flugu hjá í snatri, en þá hafði ég alltaf sungið, þeir flugu hjá Íslandi. Í laginu hennar Selenu Gomez, Good For You, syngur hún líka um að hún sé, 14 carat, en ég mun aldrei geta afheyrt það að hún sé að prumpa gulrótum og því forðast ég eftir bestu getu að hlusta á þetta lag. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Ég horfði á Bachelor in Paradise. Mjög mikill sökker fyrir vondu raunveruleikasjónvarpi. Því verra og asnalegra sem það er, því betra. Hvaða bók lastu síðast? Ég er alveg glataður í að gefa mér tíma til þess að lesa bækur. En síðasta bókin sem ég las var, Vanþakkláti Flóttamaðurinn, eftir Dinu Nayeri. Virkilega góð og áhrifamikil lesning sem ég held að allir ættu gott af því að lesa. Hvað er ást? Ást er þegar tveir einstaklingar taka hvor öðrum nákvæmlega eins og þeir eru þrátt fyrir fortíð eða það sem fólk myndi kalla „galla.” Gagnkvæm virðing, traust, stuðningur og djúpur skilningur. View this post on Instagram A post shared by U lfar Bjo rnsson (@ulfarviktor)
Einhleypan Ástin og lífið Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Kristín Ruth, ein með öllu Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira