„Hann verður ekki reiður út í mig, við erum vinir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2023 15:31 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Arnar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli á morgun í undankeppni EM 2024. Þar var hann spurður út í samkomulag við fyrrum aðstoðarmann sinn, Jon Dahl Tomasson. Tomasson var aðstoðarmaður Åge Hareide þegar sá síðarnefndi þjálfaði danska landsliðið frá 2016 til 2019. Sá fyrrnefndi er í dag þjálfari Blackburn Rovers í B-deildinni á Englandi hvar landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er leikmaður. Arnór hefur byrjað afar vel hjá Blackburn.Getty Arnór hefur glímt við meiðsli og fór seint af stað með Blackburn í vetur en hefur leikið frábærlega og skorað fjögur mörk í fimm leikjum. Tomasson óttast hins vegar um heilsu hans og er ekki parsáttur við að Arnór taki þátt í leikjunum við Lúxemborg og Liechtenstein sem fram undan eru. Tomasson sagði í viðtali á dögunum að hann hefði gert samkomulag við Hareide um að Arnór myndi aðeins taka þátt í öðrum leiknum. Hareide vísaði því á bug á blaðamannafundi dagsins. „Jon telur að það sé samkomulag, ég leyfði honum að trúa því,“ sagði Hareide brosandi. „Arnór er okkar eign í þessum glugga og hann [Tomasson] veit það. Þegar Jon Dahl vann með mér í Danmörku vildum við nýta alla leikmenn. Hann veit hvernig þetta virkar.“ Klippa: Åge Hareide um samskiptin við Jon Dahl Tomasson „Ég skil að hann hafi áhyggjur enda Arnór verið meiddur um hríð og Jon Dahl sagði mér að hann hefði spilað honum of mikið sín megin vegna meiðsla annarra leikmanna [hjá Blackburn],“ sagði Hareide enn fremur. Hareide var þá spurður hvort hann tæki sénsinn á því að Tomasson yrði honum reiður með því að ofnota Arnór. „Hann verður ekki reiður út í mig, við erum vinir,“ sagði Hareide og hló. Leikur Íslands og Lúxemborgar fer fram klukkan 19:00. á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vísir fylgir landsliðinu vel eftir fram að leik, á meðan hann fer fram og að honum loknum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Tomasson var aðstoðarmaður Åge Hareide þegar sá síðarnefndi þjálfaði danska landsliðið frá 2016 til 2019. Sá fyrrnefndi er í dag þjálfari Blackburn Rovers í B-deildinni á Englandi hvar landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er leikmaður. Arnór hefur byrjað afar vel hjá Blackburn.Getty Arnór hefur glímt við meiðsli og fór seint af stað með Blackburn í vetur en hefur leikið frábærlega og skorað fjögur mörk í fimm leikjum. Tomasson óttast hins vegar um heilsu hans og er ekki parsáttur við að Arnór taki þátt í leikjunum við Lúxemborg og Liechtenstein sem fram undan eru. Tomasson sagði í viðtali á dögunum að hann hefði gert samkomulag við Hareide um að Arnór myndi aðeins taka þátt í öðrum leiknum. Hareide vísaði því á bug á blaðamannafundi dagsins. „Jon telur að það sé samkomulag, ég leyfði honum að trúa því,“ sagði Hareide brosandi. „Arnór er okkar eign í þessum glugga og hann [Tomasson] veit það. Þegar Jon Dahl vann með mér í Danmörku vildum við nýta alla leikmenn. Hann veit hvernig þetta virkar.“ Klippa: Åge Hareide um samskiptin við Jon Dahl Tomasson „Ég skil að hann hafi áhyggjur enda Arnór verið meiddur um hríð og Jon Dahl sagði mér að hann hefði spilað honum of mikið sín megin vegna meiðsla annarra leikmanna [hjá Blackburn],“ sagði Hareide enn fremur. Hareide var þá spurður hvort hann tæki sénsinn á því að Tomasson yrði honum reiður með því að ofnota Arnór. „Hann verður ekki reiður út í mig, við erum vinir,“ sagði Hareide og hló. Leikur Íslands og Lúxemborgar fer fram klukkan 19:00. á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vísir fylgir landsliðinu vel eftir fram að leik, á meðan hann fer fram og að honum loknum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira