Aðdáendur geta ekki beðið í ljósi nýjustu stórfrétta frá UFC Aron Guðmundsson skrifar 12. október 2023 09:00 Það er ansi bitastætt bardagakvöld framundan hjá UFC í Abu Dhabi Vísir/Samsett mynd Það mætti með sanni segja að síðustu tveir sólarhringar hafi verið ansi viðburðaríkir hjá UFC sem hefur með skömmu millibili þurft að gera ansi drastískar breytingar á einu af, ef ekki stærsta bardagakvöldi ársins. Þær breytingar sem hafa þó verið gerðar á tveimur af aðalbardögum kvöldsins eru að falla ansi vel í kramið. UFC 294 bardagakvöldið mun fara fram í Abu Dhabi þann 21. október næstkomandi. Aðalbardagi kvöldsins var af því tagi að hann fékk aðdáendur UFC til að slefa. Þar átti Islam Makhachev, ríkjandi meistari léttvigtar deildarinnar að mæta hinum reynslumikla Charles Oliveira í bardaga sem hefði verið annar bardaginn á milli þessara kappa. Makhachev vann þann fyrri með uppgjafartaki í annarri lotu í október í fyrra. Charles Oliveira og Islam Mackhachev muni ekki mætast á nyVísir/Getty Hins vegar bárust af því fréttir núna í vikunni að Oliveira myndi ekki geta mætt til leiks í Abu Dhabi. Hann hafði fengið slæman skurð á æfingu, fyrir ofan aðra augabrúnina. Meiðsli sem halda honum frá keppni. Skipuleggjendur UFC þurftu því að hafa hraðar hendur, finna nýjan andstæðing fyrir Islam. Andstæðing sem væri til í að hoppa inn í átthyrninginn með einum af helstu hörkutólum UFC og það með afar skömmum fyrir vara. Sá maður er fundinn og allt í einu er aðalbardagi kvöldsins orðinn miklu stærri en hann var með viðureign Makhachev við Oliveira. Ástralinn Alexander Volkanovski, ríkjandi meistari fjaðurvigtar deildarinnar, skorast ekki undan svona áskorun og fær hann í bardaganum við Makhachev tækifæri til þess að hefna fyrir tapið í síðasta bardaga kappanna. Volkanovski og Islam hafa áður mæst í bardagabúrinuVísir/Getty Sá fimm lotu bardagi fór alla leið í dómaraúrskurð þar sem Makhachev var dæmdur sigur. En með þessu var ekki öll sagan sögð. Fleiri stórar vendingar áttu eftir að eiga sér stað varðandi UFC 294 Annar af stærstu bardögum kvöldsins átti að vera bardagi hins ósigraða Khamzat Chimaev, sem komið hefur eins og stormsveipur inn í UFC, við Brasilíumanninn Paulo Costa. Khamzat er einn af mest spennandi bardagamönnum UFC um þessar mundir og í Paulo Costa hefði hann mætt afar verðugum andstæðingi sem hefur aðeins tapað tveimur bardögum á sínum ferli í UFC. Hins vegar meiddist Paulo Costa, líkt og Charles Oliveira, í aðdraganda bardagans. Costa virðist hafa fengið afar slæma sýkingu í olnboga. Hann var lagður inn á sjúkrahús og undirgekkst þar skurðaðgerð. Paulo Costa verður fjarri góðu gamni á UFC 294Vísir/Getty Nígeríska martröðin reynir að slökkva í Khamzat Hann mun því ekki geta tekið þátt á UFC 294 og leit UFC að nýjum andstæðingi fyrir Khamzat skilaði niðurstöðu sem æsir upp í aðdáendum. Nígeríska martröðin Kamaru Usman, fyrrum meistari veltivigtardeildarinnar ætlar að taka skrefið inn í átthyrninginn og mæta Khamzat. Kamaru Usman var eitt sinn veltivigtar meistariVísir/Getty Usman var á sínum tíma á fimmtán bardaga sigurgöngu, hafði varið meistarabelti veltivigtar deildarinnar oft og mörgum sinnum en hefur nú í tvígang tapað titilbardaga við Bretann Leon Edwards. Þessi fyrrum meistari er að fara mæta stórri áskorun í búrinu í Khamzat Chimaev en aðdáendur UFC geta ekki beðið eftir bardagakvöldinu. Khamzat Chimaev er maðurinn sem stelur öllum fyrirsögnum í tengslum við UFC Vísir/Getty MMA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
UFC 294 bardagakvöldið mun fara fram í Abu Dhabi þann 21. október næstkomandi. Aðalbardagi kvöldsins var af því tagi að hann fékk aðdáendur UFC til að slefa. Þar átti Islam Makhachev, ríkjandi meistari léttvigtar deildarinnar að mæta hinum reynslumikla Charles Oliveira í bardaga sem hefði verið annar bardaginn á milli þessara kappa. Makhachev vann þann fyrri með uppgjafartaki í annarri lotu í október í fyrra. Charles Oliveira og Islam Mackhachev muni ekki mætast á nyVísir/Getty Hins vegar bárust af því fréttir núna í vikunni að Oliveira myndi ekki geta mætt til leiks í Abu Dhabi. Hann hafði fengið slæman skurð á æfingu, fyrir ofan aðra augabrúnina. Meiðsli sem halda honum frá keppni. Skipuleggjendur UFC þurftu því að hafa hraðar hendur, finna nýjan andstæðing fyrir Islam. Andstæðing sem væri til í að hoppa inn í átthyrninginn með einum af helstu hörkutólum UFC og það með afar skömmum fyrir vara. Sá maður er fundinn og allt í einu er aðalbardagi kvöldsins orðinn miklu stærri en hann var með viðureign Makhachev við Oliveira. Ástralinn Alexander Volkanovski, ríkjandi meistari fjaðurvigtar deildarinnar, skorast ekki undan svona áskorun og fær hann í bardaganum við Makhachev tækifæri til þess að hefna fyrir tapið í síðasta bardaga kappanna. Volkanovski og Islam hafa áður mæst í bardagabúrinuVísir/Getty Sá fimm lotu bardagi fór alla leið í dómaraúrskurð þar sem Makhachev var dæmdur sigur. En með þessu var ekki öll sagan sögð. Fleiri stórar vendingar áttu eftir að eiga sér stað varðandi UFC 294 Annar af stærstu bardögum kvöldsins átti að vera bardagi hins ósigraða Khamzat Chimaev, sem komið hefur eins og stormsveipur inn í UFC, við Brasilíumanninn Paulo Costa. Khamzat er einn af mest spennandi bardagamönnum UFC um þessar mundir og í Paulo Costa hefði hann mætt afar verðugum andstæðingi sem hefur aðeins tapað tveimur bardögum á sínum ferli í UFC. Hins vegar meiddist Paulo Costa, líkt og Charles Oliveira, í aðdraganda bardagans. Costa virðist hafa fengið afar slæma sýkingu í olnboga. Hann var lagður inn á sjúkrahús og undirgekkst þar skurðaðgerð. Paulo Costa verður fjarri góðu gamni á UFC 294Vísir/Getty Nígeríska martröðin reynir að slökkva í Khamzat Hann mun því ekki geta tekið þátt á UFC 294 og leit UFC að nýjum andstæðingi fyrir Khamzat skilaði niðurstöðu sem æsir upp í aðdáendum. Nígeríska martröðin Kamaru Usman, fyrrum meistari veltivigtardeildarinnar ætlar að taka skrefið inn í átthyrninginn og mæta Khamzat. Kamaru Usman var eitt sinn veltivigtar meistariVísir/Getty Usman var á sínum tíma á fimmtán bardaga sigurgöngu, hafði varið meistarabelti veltivigtar deildarinnar oft og mörgum sinnum en hefur nú í tvígang tapað titilbardaga við Bretann Leon Edwards. Þessi fyrrum meistari er að fara mæta stórri áskorun í búrinu í Khamzat Chimaev en aðdáendur UFC geta ekki beðið eftir bardagakvöldinu. Khamzat Chimaev er maðurinn sem stelur öllum fyrirsögnum í tengslum við UFC Vísir/Getty
MMA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira