Aðdáendur geta ekki beðið í ljósi nýjustu stórfrétta frá UFC Aron Guðmundsson skrifar 12. október 2023 09:00 Það er ansi bitastætt bardagakvöld framundan hjá UFC í Abu Dhabi Vísir/Samsett mynd Það mætti með sanni segja að síðustu tveir sólarhringar hafi verið ansi viðburðaríkir hjá UFC sem hefur með skömmu millibili þurft að gera ansi drastískar breytingar á einu af, ef ekki stærsta bardagakvöldi ársins. Þær breytingar sem hafa þó verið gerðar á tveimur af aðalbardögum kvöldsins eru að falla ansi vel í kramið. UFC 294 bardagakvöldið mun fara fram í Abu Dhabi þann 21. október næstkomandi. Aðalbardagi kvöldsins var af því tagi að hann fékk aðdáendur UFC til að slefa. Þar átti Islam Makhachev, ríkjandi meistari léttvigtar deildarinnar að mæta hinum reynslumikla Charles Oliveira í bardaga sem hefði verið annar bardaginn á milli þessara kappa. Makhachev vann þann fyrri með uppgjafartaki í annarri lotu í október í fyrra. Charles Oliveira og Islam Mackhachev muni ekki mætast á nyVísir/Getty Hins vegar bárust af því fréttir núna í vikunni að Oliveira myndi ekki geta mætt til leiks í Abu Dhabi. Hann hafði fengið slæman skurð á æfingu, fyrir ofan aðra augabrúnina. Meiðsli sem halda honum frá keppni. Skipuleggjendur UFC þurftu því að hafa hraðar hendur, finna nýjan andstæðing fyrir Islam. Andstæðing sem væri til í að hoppa inn í átthyrninginn með einum af helstu hörkutólum UFC og það með afar skömmum fyrir vara. Sá maður er fundinn og allt í einu er aðalbardagi kvöldsins orðinn miklu stærri en hann var með viðureign Makhachev við Oliveira. Ástralinn Alexander Volkanovski, ríkjandi meistari fjaðurvigtar deildarinnar, skorast ekki undan svona áskorun og fær hann í bardaganum við Makhachev tækifæri til þess að hefna fyrir tapið í síðasta bardaga kappanna. Volkanovski og Islam hafa áður mæst í bardagabúrinuVísir/Getty Sá fimm lotu bardagi fór alla leið í dómaraúrskurð þar sem Makhachev var dæmdur sigur. En með þessu var ekki öll sagan sögð. Fleiri stórar vendingar áttu eftir að eiga sér stað varðandi UFC 294 Annar af stærstu bardögum kvöldsins átti að vera bardagi hins ósigraða Khamzat Chimaev, sem komið hefur eins og stormsveipur inn í UFC, við Brasilíumanninn Paulo Costa. Khamzat er einn af mest spennandi bardagamönnum UFC um þessar mundir og í Paulo Costa hefði hann mætt afar verðugum andstæðingi sem hefur aðeins tapað tveimur bardögum á sínum ferli í UFC. Hins vegar meiddist Paulo Costa, líkt og Charles Oliveira, í aðdraganda bardagans. Costa virðist hafa fengið afar slæma sýkingu í olnboga. Hann var lagður inn á sjúkrahús og undirgekkst þar skurðaðgerð. Paulo Costa verður fjarri góðu gamni á UFC 294Vísir/Getty Nígeríska martröðin reynir að slökkva í Khamzat Hann mun því ekki geta tekið þátt á UFC 294 og leit UFC að nýjum andstæðingi fyrir Khamzat skilaði niðurstöðu sem æsir upp í aðdáendum. Nígeríska martröðin Kamaru Usman, fyrrum meistari veltivigtardeildarinnar ætlar að taka skrefið inn í átthyrninginn og mæta Khamzat. Kamaru Usman var eitt sinn veltivigtar meistariVísir/Getty Usman var á sínum tíma á fimmtán bardaga sigurgöngu, hafði varið meistarabelti veltivigtar deildarinnar oft og mörgum sinnum en hefur nú í tvígang tapað titilbardaga við Bretann Leon Edwards. Þessi fyrrum meistari er að fara mæta stórri áskorun í búrinu í Khamzat Chimaev en aðdáendur UFC geta ekki beðið eftir bardagakvöldinu. Khamzat Chimaev er maðurinn sem stelur öllum fyrirsögnum í tengslum við UFC Vísir/Getty MMA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Sjá meira
UFC 294 bardagakvöldið mun fara fram í Abu Dhabi þann 21. október næstkomandi. Aðalbardagi kvöldsins var af því tagi að hann fékk aðdáendur UFC til að slefa. Þar átti Islam Makhachev, ríkjandi meistari léttvigtar deildarinnar að mæta hinum reynslumikla Charles Oliveira í bardaga sem hefði verið annar bardaginn á milli þessara kappa. Makhachev vann þann fyrri með uppgjafartaki í annarri lotu í október í fyrra. Charles Oliveira og Islam Mackhachev muni ekki mætast á nyVísir/Getty Hins vegar bárust af því fréttir núna í vikunni að Oliveira myndi ekki geta mætt til leiks í Abu Dhabi. Hann hafði fengið slæman skurð á æfingu, fyrir ofan aðra augabrúnina. Meiðsli sem halda honum frá keppni. Skipuleggjendur UFC þurftu því að hafa hraðar hendur, finna nýjan andstæðing fyrir Islam. Andstæðing sem væri til í að hoppa inn í átthyrninginn með einum af helstu hörkutólum UFC og það með afar skömmum fyrir vara. Sá maður er fundinn og allt í einu er aðalbardagi kvöldsins orðinn miklu stærri en hann var með viðureign Makhachev við Oliveira. Ástralinn Alexander Volkanovski, ríkjandi meistari fjaðurvigtar deildarinnar, skorast ekki undan svona áskorun og fær hann í bardaganum við Makhachev tækifæri til þess að hefna fyrir tapið í síðasta bardaga kappanna. Volkanovski og Islam hafa áður mæst í bardagabúrinuVísir/Getty Sá fimm lotu bardagi fór alla leið í dómaraúrskurð þar sem Makhachev var dæmdur sigur. En með þessu var ekki öll sagan sögð. Fleiri stórar vendingar áttu eftir að eiga sér stað varðandi UFC 294 Annar af stærstu bardögum kvöldsins átti að vera bardagi hins ósigraða Khamzat Chimaev, sem komið hefur eins og stormsveipur inn í UFC, við Brasilíumanninn Paulo Costa. Khamzat er einn af mest spennandi bardagamönnum UFC um þessar mundir og í Paulo Costa hefði hann mætt afar verðugum andstæðingi sem hefur aðeins tapað tveimur bardögum á sínum ferli í UFC. Hins vegar meiddist Paulo Costa, líkt og Charles Oliveira, í aðdraganda bardagans. Costa virðist hafa fengið afar slæma sýkingu í olnboga. Hann var lagður inn á sjúkrahús og undirgekkst þar skurðaðgerð. Paulo Costa verður fjarri góðu gamni á UFC 294Vísir/Getty Nígeríska martröðin reynir að slökkva í Khamzat Hann mun því ekki geta tekið þátt á UFC 294 og leit UFC að nýjum andstæðingi fyrir Khamzat skilaði niðurstöðu sem æsir upp í aðdáendum. Nígeríska martröðin Kamaru Usman, fyrrum meistari veltivigtardeildarinnar ætlar að taka skrefið inn í átthyrninginn og mæta Khamzat. Kamaru Usman var eitt sinn veltivigtar meistariVísir/Getty Usman var á sínum tíma á fimmtán bardaga sigurgöngu, hafði varið meistarabelti veltivigtar deildarinnar oft og mörgum sinnum en hefur nú í tvígang tapað titilbardaga við Bretann Leon Edwards. Þessi fyrrum meistari er að fara mæta stórri áskorun í búrinu í Khamzat Chimaev en aðdáendur UFC geta ekki beðið eftir bardagakvöldinu. Khamzat Chimaev er maðurinn sem stelur öllum fyrirsögnum í tengslum við UFC Vísir/Getty
MMA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Sjá meira