Sport

„Sóknarlega vorum við ekkert frábærir“

Andri Már Eggertsson skrifar
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í leik kvöldsins
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Vilhelm

Valur vann sannfærandi sigur gegn Hamri 100-64. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn. 

„Við náðum að binda vörnina eftir að hafa verið langt frá þeim í byrjun. Þeir eru með góða skotmenn þegar að þeir fá pláss en við náðum að taka það af þeim og gera vel varnarlega. Sóknarlega vorum við ekkert frábærir en vorum góðir í hröðum sóknum,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson eftir leik.

Hamar byrjaði betur og komst yfir 10-14. Finnur var ánægður með hvernig liðið náði að stilla saman strengi eftir það. 

„Við náðum að laga það sem við vorum að gera í byrjun. Mér fannst vörnin gera vel í öðrum og þriðja leikhluta. Það var mikil orka í Daða  [Lár Jónssyni] og Benedikt [Blöndal] sem komu inn á með hugarfar sem við þurftum.“

Þrátt fyrir að hafa verið 35 stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung fannst Finni að ýmislegt hefði mátt ganga betur 

„Þrátt fyrir það voru fullt af litlum orrustum sem hefðu mátt ganga betur en annað gekk fínt og ég tek margt jákvætt út úr þessu. Við tökum bara eitt skref í einu og áfram gakk,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×