Íslenska landsliðið hóf vegferð sína í A-deild Þjóðadeildarinnar með sigri hér heima gegn Wales en stóru tapi gegn þjóðverjum ytra.
Landsliðshóp Íslands má sjá hér:
Hópur A kvenna fyrir leikina gegn Danmörku og Þýskalandi í Þjóðadeild UEFA.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 11, 2023
Ísland mætir Danmörku föstudaginn 27. október og Þýskalandi þriðjudaginn 31. október á Laugardalsvelli.
Our squad for the games against Denmark and Germany in the UEFA Nations League.#dottir pic.twitter.com/OTJtG88nYD
Íslenska landsliðið mun þurfa að spjara sig án sóknarmannsins öfluga Sveindísar Jane Jónsdóttur, leikmanns Wolfsburg, sem hefur verið að glíma við meiðsli upp á síðkastið. Meðal annars í síðasta landsliðsverkefni Íslands.
Það verður við ramman reip að draga í komandi verkefni liðsins. Danska liðið situr taplaust á toppi riðilsins með fullt hús stiga.
Þjóðverjarnir sýndu mátt sinn og meginn í fyrri leik sínum við Ísland og vann sannfærandi 4-0 sigur.