Skiptar skoðanir um gervigrasið: „Er verið að skoða það?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2023 11:32 Skiptar skoðanir á meðal strákanna sem þó hallast fæstir að gervigrasinu. Hybrid-grasið þykir þá fínasta hugmynd. Samsett/Vísir Skiptar skoðanir eru á meðal landsliðsmanna karlalandsliðsins í fótbolta um hvernig undirlag eigi að vera á Laugardalsvelli. KSÍ stefnir að því að skipta um undirlag í vor en ekki er ljóst hvernig gras verður lagt á völlinn. Breyttar aðstæður eru á Laugardalsvelli vegna aukinna verkefna yfir vetrartímann, bæði hjá landsliðum og íslenskum félagsliðum. Breiðablik leikur sinn síðasta heimaleik í Sambandsdeildinni ekki fyrr en 30. nóvember en að jafnaði eru landsleikir ekki spilaðir hér á landi í gluggum í nóvember og mars þar sem Ísland er skilgreint sem heimsskautasvæði. Enginn undirhiti undir grasfletinum í Laugardal flækir það enn frekar að halda grasi við á köldum vetrarmánuðum hér á landi. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði sambandið stefna að því að koma loks undirhita í Laugardalinn í vetur eða vor og þá væri til skoðunar þrír kostir er yfirborðið varðar; gras, hybrid-gras og gervigras. Landsliðsmenn Íslands voru teknir tali og spurðir hvaða kost þeir sæju sem vænlegastan í stöðunni. Klippa: Skiptar skoðanir um völlinn: Er verið að skoða það? Gras, mjög einfalt „Úff... nei, ég vil helst ekki sjá gervigrasið ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég vil bara sjá gras á þessum velli. Allir aðrir vellir mega vera með gervigras. En mig langar að þessi völlur sé með gras. Það er bara svo einfalt,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson. Ísak Bergmann Jóhannesson og Sverrir Ingi Ingason viðra þá möguleikann á hybrid-grasi. Slíkt hefur ekki verið nýtt á keppnisvelli hér á landi en er víða erlendis. FH lagði fyrsta hybrid-grasið á landinu í sumar á æfingavöll við hlið Skessunar í Hafnarfirði með það fyrir augum að leggja slíkt á keppnisvöll sinn ef tilraunin gengur upp. „Grasið á bara að vera gott, finnst mér. Það eru auðvitað erfiðar aðstæður núna. En við eigum aldrei glugga í mars og nóvember, það er svolítið strembið alltaf í mars-glugganum að eiga tvo útileiki og síðan tvo útileiki til að klára líka [í nóvember],“ segir Ísak Bergmann og bætir við: „Okkur finnst bara að það eigi að koma nýr völlur, yfirhöfuð. Það er í annarra manna höndum. Við ungu strákarnir erum vanir að spila á gervigrasi og úti á hybrid. Ég held að það sé best að það komi gott gras eins og hybrid. Landsliðsbolti á að vera spilaður á grasi.“ „Er verið að tala um það?“ Sverrir Ingi trúði því vart að gervigras væri yfirhöfuð til skoðunar en segir hybrid líklega bestu lausnina. „Er verið að tala um það, að það sé mögulega að koma gervigras?“ spyr sjokkeraður Sverrir Ingi Ingason. „Ég er ekki sammála því, mér finnst við eiga halda grasvelli hérna eins lengi og mögulegt er meðan það er fundin lausn á því að vera með þessa hybrid-velli. Þá er það engin spurning fyrir mitt leyti. Auðvitað þarf að huga að fleiru, kostnaður og ýmislegt. En meðan það er hægt að spila á grasi kýs ég það alla daga,“ segir Sverrir. Arnór Ingvi Traustason var þá á sama máli og Guðlaugur Victor. Grasið sé ávallt tekið fram yfir gervigras hvað hann varðar. „Ég spila sjálfur [með félagsliði sínu Norrköping] á gervigrasi en myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras. Þetta gras sem er núna á Laugardalsvelli finnst mér frábært og Kiddi (Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri] er að vinna frábæra vinnu þarna sem og það fólk sem vinnur við völlinn. Ég myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras,“ segir Arnór Ingvi. Ummæli landsliðsmannana má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Breyttar aðstæður eru á Laugardalsvelli vegna aukinna verkefna yfir vetrartímann, bæði hjá landsliðum og íslenskum félagsliðum. Breiðablik leikur sinn síðasta heimaleik í Sambandsdeildinni ekki fyrr en 30. nóvember en að jafnaði eru landsleikir ekki spilaðir hér á landi í gluggum í nóvember og mars þar sem Ísland er skilgreint sem heimsskautasvæði. Enginn undirhiti undir grasfletinum í Laugardal flækir það enn frekar að halda grasi við á köldum vetrarmánuðum hér á landi. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði sambandið stefna að því að koma loks undirhita í Laugardalinn í vetur eða vor og þá væri til skoðunar þrír kostir er yfirborðið varðar; gras, hybrid-gras og gervigras. Landsliðsmenn Íslands voru teknir tali og spurðir hvaða kost þeir sæju sem vænlegastan í stöðunni. Klippa: Skiptar skoðanir um völlinn: Er verið að skoða það? Gras, mjög einfalt „Úff... nei, ég vil helst ekki sjá gervigrasið ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég vil bara sjá gras á þessum velli. Allir aðrir vellir mega vera með gervigras. En mig langar að þessi völlur sé með gras. Það er bara svo einfalt,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson. Ísak Bergmann Jóhannesson og Sverrir Ingi Ingason viðra þá möguleikann á hybrid-grasi. Slíkt hefur ekki verið nýtt á keppnisvelli hér á landi en er víða erlendis. FH lagði fyrsta hybrid-grasið á landinu í sumar á æfingavöll við hlið Skessunar í Hafnarfirði með það fyrir augum að leggja slíkt á keppnisvöll sinn ef tilraunin gengur upp. „Grasið á bara að vera gott, finnst mér. Það eru auðvitað erfiðar aðstæður núna. En við eigum aldrei glugga í mars og nóvember, það er svolítið strembið alltaf í mars-glugganum að eiga tvo útileiki og síðan tvo útileiki til að klára líka [í nóvember],“ segir Ísak Bergmann og bætir við: „Okkur finnst bara að það eigi að koma nýr völlur, yfirhöfuð. Það er í annarra manna höndum. Við ungu strákarnir erum vanir að spila á gervigrasi og úti á hybrid. Ég held að það sé best að það komi gott gras eins og hybrid. Landsliðsbolti á að vera spilaður á grasi.“ „Er verið að tala um það?“ Sverrir Ingi trúði því vart að gervigras væri yfirhöfuð til skoðunar en segir hybrid líklega bestu lausnina. „Er verið að tala um það, að það sé mögulega að koma gervigras?“ spyr sjokkeraður Sverrir Ingi Ingason. „Ég er ekki sammála því, mér finnst við eiga halda grasvelli hérna eins lengi og mögulegt er meðan það er fundin lausn á því að vera með þessa hybrid-velli. Þá er það engin spurning fyrir mitt leyti. Auðvitað þarf að huga að fleiru, kostnaður og ýmislegt. En meðan það er hægt að spila á grasi kýs ég það alla daga,“ segir Sverrir. Arnór Ingvi Traustason var þá á sama máli og Guðlaugur Victor. Grasið sé ávallt tekið fram yfir gervigras hvað hann varðar. „Ég spila sjálfur [með félagsliði sínu Norrköping] á gervigrasi en myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras. Þetta gras sem er núna á Laugardalsvelli finnst mér frábært og Kiddi (Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri] er að vinna frábæra vinnu þarna sem og það fólk sem vinnur við völlinn. Ég myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras,“ segir Arnór Ingvi. Ummæli landsliðsmannana má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti