Fótbolti

Hlið Hermoso heyrist í fyrsta sinn: Kossinn hafi skemmt ímynd sína

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Vitnisburður Jenni Hermoso, sem tekinn var upp í síðasta mánuði, var spilaður á spænskri útvarpsstöð í dag.
Vitnisburður Jenni Hermoso, sem tekinn var upp í síðasta mánuði, var spilaður á spænskri útvarpsstöð í dag. Noemi Llamas/Eurasia Sport Images/Getty Images

Spænska landsliðskonan Jenni Hermoso segir að kossinn óumbeðni sem hún fékk frá Luis Rubiales, fyrrverandi forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir sigur spænska liðsins á HM  hafi skemmt ímynd sína.

Vitnisburður Hermoso til spænskra saksóknara var sýnd á spænskum sjónvarpsstöðvum í dag, en þetta er í fyrsta sinn sem hlið hennar á málinu heyrist frá henni sjálfri. Hermoso fékk óumbeðinn koss frá Rubiales eftir sigur spænska liðsins á HM og segir hún að henni hafi greinilega fundist hún vera vanvirt, bæði sem leikmaður og manneskja.

Í vitnisburði sínum, sem tekinn var upp í síðasta mánuði og spiluð á spænsku sjónvarpsstöðinni Telecinco, segir Hermoso að ímynd sín hafi hlotið mikinn skaða af atvikinu og að sem starfsmaður spænska knattspyrnusambandsins hafi hún ekki hlotið neina vernd.

Í vitnisburðinum fer Hermoso einnig yfir atburðina eftir kossinn og segir að atvikið hafi sett svartan blett á fagnaðarlæti Spánverja, sem voru að tryggja sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í kvennaflokki í sögunni.

Hún segir að hún hafi knúsað Rubiales í fagnaðarlátunum. Hann hafi þá sagt henni að sigurinn væri henni að þakka áður en hann setti hendurnar á hnakka hennar og smellti rembingskossi á varir hennar.

„Ég bjóst ekki við þessu,“ segi Hermoso í vitnisburðinum. „Það var ekkert sem ég gerði sem kom mér í þessa stöðu. Hvernig átti ég að búast við að eitthvað þessu líkt myndi koma fyrir í miðri verðlaunaafhendingu á HM?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×