Ætla að svara fyrir tapið gegn Lúxemborg: „Viljum sýna að þetta var slys“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. október 2023 22:45 Arnór Ingvi Traustason segir að allir í íslenska liðinu vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg fyrir rúmum mánuði síðan. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Lúxemborg í forkeppni EM 2024 á Laugardalsvelli á föstudaginn. Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason segir að liðið vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg fyrir rúmum mánuði síðan. Arnór er leikmaður Íslendingaliðs Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og segir hann að síðustu vikur hafi mátt hafa verið betri með félagsliði sínu. „Þær hafa verið ekki jafn góðar miðað við hverju við bjuggumst við. Við vorum á góðu skriði í ágúst og markmiðið var sett á að ná þessu fjórða sæti sem hefði gefið okkur Evrópusæti, en það er að fjarlægjast með hverjum leiknum. Við þurfum bara einhvernveginn að sætta okkur við það og klára þessa fjóra leiki sem eftir eru með höfuðið hátt,“ sagði Arnór í dag. Þrátt fyrir að gengið hjá félagsliðinu hafi ekki verið nógu gott undanfarið segist Arnór þó vera að mæta í toppstandi til leiks í komandi landsliðsverkefni. „Ég er góður. Ég er bara „fit“ og í góðu formi og allt það. Ég var í banni í síðasta leik en eins og ég segi er ég í góðu standi.“ Hann segir það einnig gott að koma heim til móts við landsliðið, skipta aðeins um gír og einbeita sér að landsliðinu í staðin fyrir að félagsliðinu. „Það er mjög gott að hitta strákana og koma í aðeins annað umhverfi og einhvernveginn annan fókus. Maður líður alltaf vel þegar maður hittir á landsliðið og það hlakkar í manni. Sérstaklega eftir svona törn eins og við erum búnir að vera að ganga í gegnum með félagsliðinu.“ „Þurfum að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima“ Eins og áður segir mætir íslenska liðið Lúxemborg á föstudaginn, en íslensku strákarnir máttu þola 3-1 tap er liðið heimsótti Lúxemborg fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Íslenska liðið svaraði tapinu þó með sigri gegn Bosníu nokkrum dögum síðar, en staða Íslands í riðlinum er ekki góð þar sem liðið er með sex stig í næst neðsta sæti eftir sex leiki. „Staðan er náttúrulega, eins og allir sjá, mjög erfið. Ég held að við þurfum að vinna alla leikina og þá er einhver stærfræðilegur möguleiki eftir. En við þurfum líka bara að hugsa til þess að það eru einhverjir leikir í mars líka þannig að við þurfum bara að taka einn leik í einu. Við eigum Lúxemborg næst og við þurfum bara að vinna þann leik og svo sjáum við til.“ Hann segir að íslenska liðið vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg í síðasta mánuði. „Já alveg klárlega. Og það er það sem við ætlum að gera. Það er hefndarhugur í okkur og við viljum sýna að við erum betri en þetta og þetta var slys.“ Hann bætir einnig við að stemningin í hópnum sé góð og að allir innan hans vilji leiðrétta tapið gegn Lúxemborg. „Við þurfum bara að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima.“ Innkoma Gylfa og Arons jákvæð Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í landsliðið eftir rúmlega tveggja ára fjarveru eftir að hann var handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Mál hans hefur síðan verið látið niður falla, en Aron Einar Gunnarsson er einnig að snúa aftur eftir meiðsli og Arnór segir það jákvætt að fá þessa reynslubolta aftur í liðið. „Það er mjög gott og gefur hópnum rosalega mikið. Við erum með ung lið og það gefur hópnum rosalega mikið að sjá menn eins og Gylfa og Aron vera að koma inn aftur. Ég held að það gefi okkur „boost“ og að menn leggji enn harðar að sér,“ sagði Arnór að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Arnór er leikmaður Íslendingaliðs Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og segir hann að síðustu vikur hafi mátt hafa verið betri með félagsliði sínu. „Þær hafa verið ekki jafn góðar miðað við hverju við bjuggumst við. Við vorum á góðu skriði í ágúst og markmiðið var sett á að ná þessu fjórða sæti sem hefði gefið okkur Evrópusæti, en það er að fjarlægjast með hverjum leiknum. Við þurfum bara einhvernveginn að sætta okkur við það og klára þessa fjóra leiki sem eftir eru með höfuðið hátt,“ sagði Arnór í dag. Þrátt fyrir að gengið hjá félagsliðinu hafi ekki verið nógu gott undanfarið segist Arnór þó vera að mæta í toppstandi til leiks í komandi landsliðsverkefni. „Ég er góður. Ég er bara „fit“ og í góðu formi og allt það. Ég var í banni í síðasta leik en eins og ég segi er ég í góðu standi.“ Hann segir það einnig gott að koma heim til móts við landsliðið, skipta aðeins um gír og einbeita sér að landsliðinu í staðin fyrir að félagsliðinu. „Það er mjög gott að hitta strákana og koma í aðeins annað umhverfi og einhvernveginn annan fókus. Maður líður alltaf vel þegar maður hittir á landsliðið og það hlakkar í manni. Sérstaklega eftir svona törn eins og við erum búnir að vera að ganga í gegnum með félagsliðinu.“ „Þurfum að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima“ Eins og áður segir mætir íslenska liðið Lúxemborg á föstudaginn, en íslensku strákarnir máttu þola 3-1 tap er liðið heimsótti Lúxemborg fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Íslenska liðið svaraði tapinu þó með sigri gegn Bosníu nokkrum dögum síðar, en staða Íslands í riðlinum er ekki góð þar sem liðið er með sex stig í næst neðsta sæti eftir sex leiki. „Staðan er náttúrulega, eins og allir sjá, mjög erfið. Ég held að við þurfum að vinna alla leikina og þá er einhver stærfræðilegur möguleiki eftir. En við þurfum líka bara að hugsa til þess að það eru einhverjir leikir í mars líka þannig að við þurfum bara að taka einn leik í einu. Við eigum Lúxemborg næst og við þurfum bara að vinna þann leik og svo sjáum við til.“ Hann segir að íslenska liðið vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg í síðasta mánuði. „Já alveg klárlega. Og það er það sem við ætlum að gera. Það er hefndarhugur í okkur og við viljum sýna að við erum betri en þetta og þetta var slys.“ Hann bætir einnig við að stemningin í hópnum sé góð og að allir innan hans vilji leiðrétta tapið gegn Lúxemborg. „Við þurfum bara að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima.“ Innkoma Gylfa og Arons jákvæð Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í landsliðið eftir rúmlega tveggja ára fjarveru eftir að hann var handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Mál hans hefur síðan verið látið niður falla, en Aron Einar Gunnarsson er einnig að snúa aftur eftir meiðsli og Arnór segir það jákvætt að fá þessa reynslubolta aftur í liðið. „Það er mjög gott og gefur hópnum rosalega mikið. Við erum með ung lið og það gefur hópnum rosalega mikið að sjá menn eins og Gylfa og Aron vera að koma inn aftur. Ég held að það gefi okkur „boost“ og að menn leggji enn harðar að sér,“ sagði Arnór að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti