Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2023 14:58 Tekist var á um álitið sem varð til þess að Bjarni Benediktsson sagði af sér í dag. Bæði Hildur Sverrisdóttir og Björn Leví Gunnarsson voru áberandi í umræðunni. Vísir/Sara Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. Að mati Hildar, sem tók til máls á fundi Alþingis í dag, er ekkert í skýrslu umboðsmanns sem bendir til þess að ekki hafi verið unnið að Íslandsbankamálinu eins vel og hægt var. Hún hélt því einnig fram að margt hafi verið sagt um Íslandsbankamálið, og að margt af því hafi verið dregið í efa. „Ég vil nota þetta tækifæri og ítreka það að þetta álit sem liggur nú fyrir gerir í engu lítið úr því að allir sem komu að því [söluferli Íslandsbanka] unnu það í góðri trú með bestu mögulegu ráðgjöf sem var hægt að finna á sínum tíma,“ sagði Hildur. „Ekkert í þessu áliti dregur það í efa. Ekkert í þessu áliti dregur það fram á neinn nokkurn hátt að hér hafi ekki verið unnið eins vel og hægt var. Ekkert var gert í skjóli nætur.“ Hildur segir að um sé að ræða túlkun umboðsmanns Alþingis á einu atriði sem engan sem kom að ferlinu hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt. Í áliti umboðsmanns segir að Bjarni hafi sýnt af sér vanhæfi með því að samþykkja tillögu Bankasýslunnar um söluna í ljósi þess að faðir hans hafi verið á meðal kaupenda. Enn einn fyrirslátturinn Björn Leví tók einnig til máls á Alþingi í dag og beindi erindi sínu að Hildi. Fyrir það fyrsta sagði hann að ekkert sem Píratar hafi sagt um Íslandsbankasöluna hafa verið hrakið og skoraði á fólk að sýna fram á annað. Þá tók Björn fyrir ummæli Hildar um að álitið varði eitt atriði sem engan hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt sem nú hefur verið gert. Björn er ósammála þeirri fullyrðingu. „Jú það var grundvallarstefið frá upphafi um að þarna væri augljóst að fjármálaráðherra væri vanhæfur til að taka þessa ákvörðun. Það var sagt alveg frá byrjun. Þannig að þetta er enn einn fyrirslátturinn þar sem er verið að segja eitthvað sem er algjörlega og augljóslega rangt,“ sagði Björn. Ómöguleiki í öndvegi Aftur tók Hildur til máls. Hún segir að rekin hafi verið herferð gegn bankasölunni frá fyrsta degi. Málið snúist ekki um að Íslandsbanki hafi verið seldur án kynningar, í skjóli nætur, eða á undirverði eins og haldið hafi verið fram. Hildur segir að það hafi allt saman verið hrakið. Hildur segir að málið varði ákveðinn ómöguleika í lögunum. „Sérstaklega var vandað til verka þar sem núgildandi lög bjóða upp á einhverja ólánsútgáfu af ketti Schröndingers. Þar sem ráðherra er bæði hæfur og vanhæfur í senn, þar til kíkt er í kassann, sem hann má reyndar ekki fyrir nokkurn mun opna.“ Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Að mati Hildar, sem tók til máls á fundi Alþingis í dag, er ekkert í skýrslu umboðsmanns sem bendir til þess að ekki hafi verið unnið að Íslandsbankamálinu eins vel og hægt var. Hún hélt því einnig fram að margt hafi verið sagt um Íslandsbankamálið, og að margt af því hafi verið dregið í efa. „Ég vil nota þetta tækifæri og ítreka það að þetta álit sem liggur nú fyrir gerir í engu lítið úr því að allir sem komu að því [söluferli Íslandsbanka] unnu það í góðri trú með bestu mögulegu ráðgjöf sem var hægt að finna á sínum tíma,“ sagði Hildur. „Ekkert í þessu áliti dregur það í efa. Ekkert í þessu áliti dregur það fram á neinn nokkurn hátt að hér hafi ekki verið unnið eins vel og hægt var. Ekkert var gert í skjóli nætur.“ Hildur segir að um sé að ræða túlkun umboðsmanns Alþingis á einu atriði sem engan sem kom að ferlinu hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt. Í áliti umboðsmanns segir að Bjarni hafi sýnt af sér vanhæfi með því að samþykkja tillögu Bankasýslunnar um söluna í ljósi þess að faðir hans hafi verið á meðal kaupenda. Enn einn fyrirslátturinn Björn Leví tók einnig til máls á Alþingi í dag og beindi erindi sínu að Hildi. Fyrir það fyrsta sagði hann að ekkert sem Píratar hafi sagt um Íslandsbankasöluna hafa verið hrakið og skoraði á fólk að sýna fram á annað. Þá tók Björn fyrir ummæli Hildar um að álitið varði eitt atriði sem engan hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt sem nú hefur verið gert. Björn er ósammála þeirri fullyrðingu. „Jú það var grundvallarstefið frá upphafi um að þarna væri augljóst að fjármálaráðherra væri vanhæfur til að taka þessa ákvörðun. Það var sagt alveg frá byrjun. Þannig að þetta er enn einn fyrirslátturinn þar sem er verið að segja eitthvað sem er algjörlega og augljóslega rangt,“ sagði Björn. Ómöguleiki í öndvegi Aftur tók Hildur til máls. Hún segir að rekin hafi verið herferð gegn bankasölunni frá fyrsta degi. Málið snúist ekki um að Íslandsbanki hafi verið seldur án kynningar, í skjóli nætur, eða á undirverði eins og haldið hafi verið fram. Hildur segir að það hafi allt saman verið hrakið. Hildur segir að málið varði ákveðinn ómöguleika í lögunum. „Sérstaklega var vandað til verka þar sem núgildandi lög bjóða upp á einhverja ólánsútgáfu af ketti Schröndingers. Þar sem ráðherra er bæði hæfur og vanhæfur í senn, þar til kíkt er í kassann, sem hann má reyndar ekki fyrir nokkurn mun opna.“
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira