West Ham nældi sér í stig og Wolves tókst að halda út manni færri Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2023 15:10 Mohamed Kudus skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir West Ham í dag Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni klukkan 13:00 í dag og enduðu þeir allir með jafntefli. West Ham tryggði sér stig á lokamínútum gegn Newcastle og Wolves tókst að halda út manni færri gegn Aston Villa. Hamrarnir komust snemma yfir þegar Tomas Soucek skoraði úr fyrstu sókn heimamanna í leiknum. Gott samspil Lucas Paqueta og Emerson skilaði sér í færi sem Soucek átti auðvelt með að klára. Newcastle liðið var lengi í gang, hélt boltanum vel sín á milli og ógnaði marki West Ham lítið í fyrri hálfleiknum, en fann svo taktinn í þeim seinni. Alexander Isak jafnaði metin á 57. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Kieran Trippier sem varnarmönnum West Ham tókst ekki að skalla frá, boltinn datt svo fyrir Isak á fjærstönginni sem kom honum í netið. Aðeins fimm mínútum síðar var Alexander Isak aftur á ferðinni og kom Newcastle 2-1 yfir eftir frábæra fyrirgjöf Miguel Almiron. Isak var svo hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna á 73. mínútu leiksins þegar hann slapp einn inn fyrir vörnina, komst framhjá markverði West Ham en skaut boltanum í stöngina. Mohamed Kudus kom inn á 76. mínútu og skoraði jöfnunarmark West Ham á lokamínútu venjulegs leiktíma. Hans fyrsta deildarmark fyrir West Ham tryggði þeim stigið í dag. Leikur Wolves gegn Aston Villa var heldur tíðindalítill í fyrri hálfleiknum, liðin spiluðu þéttan varnarleik, voru föst fyrir og tókst illa að skapa sér færi. Staðan var því markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Það var ekki langt liðið af seinni hálfleiknum þegar Hwang Hee-Chan kom Wolves yfir eftir góða skyndisókn og fyrirgjöf frá Pedro Neto. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan svo orðin jöfn á ný, en það var Spánverjinn Pau Torres sem skoraði mark West Ham. Markið kom eftir fyrirgjöf Ollie Watkins úr aukaspyrnu, góður bolti frá honum á fjærstöngina og Torres stangaði hann í netið. Leikurinn var æsispennandi fram að lokamínútu og endaði ekki fyrr en 13 mínútum eftir venjulegan leiktíma. Wolves spiluðu manni færri síðustu tíu mínúturnar eftir að Yerry Lemina fékk sitt annað gula spjald, en fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaða leiksins. Enski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
Hamrarnir komust snemma yfir þegar Tomas Soucek skoraði úr fyrstu sókn heimamanna í leiknum. Gott samspil Lucas Paqueta og Emerson skilaði sér í færi sem Soucek átti auðvelt með að klára. Newcastle liðið var lengi í gang, hélt boltanum vel sín á milli og ógnaði marki West Ham lítið í fyrri hálfleiknum, en fann svo taktinn í þeim seinni. Alexander Isak jafnaði metin á 57. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Kieran Trippier sem varnarmönnum West Ham tókst ekki að skalla frá, boltinn datt svo fyrir Isak á fjærstönginni sem kom honum í netið. Aðeins fimm mínútum síðar var Alexander Isak aftur á ferðinni og kom Newcastle 2-1 yfir eftir frábæra fyrirgjöf Miguel Almiron. Isak var svo hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna á 73. mínútu leiksins þegar hann slapp einn inn fyrir vörnina, komst framhjá markverði West Ham en skaut boltanum í stöngina. Mohamed Kudus kom inn á 76. mínútu og skoraði jöfnunarmark West Ham á lokamínútu venjulegs leiktíma. Hans fyrsta deildarmark fyrir West Ham tryggði þeim stigið í dag. Leikur Wolves gegn Aston Villa var heldur tíðindalítill í fyrri hálfleiknum, liðin spiluðu þéttan varnarleik, voru föst fyrir og tókst illa að skapa sér færi. Staðan var því markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Það var ekki langt liðið af seinni hálfleiknum þegar Hwang Hee-Chan kom Wolves yfir eftir góða skyndisókn og fyrirgjöf frá Pedro Neto. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan svo orðin jöfn á ný, en það var Spánverjinn Pau Torres sem skoraði mark West Ham. Markið kom eftir fyrirgjöf Ollie Watkins úr aukaspyrnu, góður bolti frá honum á fjærstöngina og Torres stangaði hann í netið. Leikurinn var æsispennandi fram að lokamínútu og endaði ekki fyrr en 13 mínútum eftir venjulegan leiktíma. Wolves spiluðu manni færri síðustu tíu mínúturnar eftir að Yerry Lemina fékk sitt annað gula spjald, en fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaða leiksins.
Enski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira