West Ham nældi sér í stig og Wolves tókst að halda út manni færri Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2023 15:10 Mohamed Kudus skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir West Ham í dag Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni klukkan 13:00 í dag og enduðu þeir allir með jafntefli. West Ham tryggði sér stig á lokamínútum gegn Newcastle og Wolves tókst að halda út manni færri gegn Aston Villa. Hamrarnir komust snemma yfir þegar Tomas Soucek skoraði úr fyrstu sókn heimamanna í leiknum. Gott samspil Lucas Paqueta og Emerson skilaði sér í færi sem Soucek átti auðvelt með að klára. Newcastle liðið var lengi í gang, hélt boltanum vel sín á milli og ógnaði marki West Ham lítið í fyrri hálfleiknum, en fann svo taktinn í þeim seinni. Alexander Isak jafnaði metin á 57. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Kieran Trippier sem varnarmönnum West Ham tókst ekki að skalla frá, boltinn datt svo fyrir Isak á fjærstönginni sem kom honum í netið. Aðeins fimm mínútum síðar var Alexander Isak aftur á ferðinni og kom Newcastle 2-1 yfir eftir frábæra fyrirgjöf Miguel Almiron. Isak var svo hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna á 73. mínútu leiksins þegar hann slapp einn inn fyrir vörnina, komst framhjá markverði West Ham en skaut boltanum í stöngina. Mohamed Kudus kom inn á 76. mínútu og skoraði jöfnunarmark West Ham á lokamínútu venjulegs leiktíma. Hans fyrsta deildarmark fyrir West Ham tryggði þeim stigið í dag. Leikur Wolves gegn Aston Villa var heldur tíðindalítill í fyrri hálfleiknum, liðin spiluðu þéttan varnarleik, voru föst fyrir og tókst illa að skapa sér færi. Staðan var því markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Það var ekki langt liðið af seinni hálfleiknum þegar Hwang Hee-Chan kom Wolves yfir eftir góða skyndisókn og fyrirgjöf frá Pedro Neto. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan svo orðin jöfn á ný, en það var Spánverjinn Pau Torres sem skoraði mark West Ham. Markið kom eftir fyrirgjöf Ollie Watkins úr aukaspyrnu, góður bolti frá honum á fjærstöngina og Torres stangaði hann í netið. Leikurinn var æsispennandi fram að lokamínútu og endaði ekki fyrr en 13 mínútum eftir venjulegan leiktíma. Wolves spiluðu manni færri síðustu tíu mínúturnar eftir að Yerry Lemina fékk sitt annað gula spjald, en fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaða leiksins. Enski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Hamrarnir komust snemma yfir þegar Tomas Soucek skoraði úr fyrstu sókn heimamanna í leiknum. Gott samspil Lucas Paqueta og Emerson skilaði sér í færi sem Soucek átti auðvelt með að klára. Newcastle liðið var lengi í gang, hélt boltanum vel sín á milli og ógnaði marki West Ham lítið í fyrri hálfleiknum, en fann svo taktinn í þeim seinni. Alexander Isak jafnaði metin á 57. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Kieran Trippier sem varnarmönnum West Ham tókst ekki að skalla frá, boltinn datt svo fyrir Isak á fjærstönginni sem kom honum í netið. Aðeins fimm mínútum síðar var Alexander Isak aftur á ferðinni og kom Newcastle 2-1 yfir eftir frábæra fyrirgjöf Miguel Almiron. Isak var svo hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna á 73. mínútu leiksins þegar hann slapp einn inn fyrir vörnina, komst framhjá markverði West Ham en skaut boltanum í stöngina. Mohamed Kudus kom inn á 76. mínútu og skoraði jöfnunarmark West Ham á lokamínútu venjulegs leiktíma. Hans fyrsta deildarmark fyrir West Ham tryggði þeim stigið í dag. Leikur Wolves gegn Aston Villa var heldur tíðindalítill í fyrri hálfleiknum, liðin spiluðu þéttan varnarleik, voru föst fyrir og tókst illa að skapa sér færi. Staðan var því markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Það var ekki langt liðið af seinni hálfleiknum þegar Hwang Hee-Chan kom Wolves yfir eftir góða skyndisókn og fyrirgjöf frá Pedro Neto. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan svo orðin jöfn á ný, en það var Spánverjinn Pau Torres sem skoraði mark West Ham. Markið kom eftir fyrirgjöf Ollie Watkins úr aukaspyrnu, góður bolti frá honum á fjærstöngina og Torres stangaði hann í netið. Leikurinn var æsispennandi fram að lokamínútu og endaði ekki fyrr en 13 mínútum eftir venjulegan leiktíma. Wolves spiluðu manni færri síðustu tíu mínúturnar eftir að Yerry Lemina fékk sitt annað gula spjald, en fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaða leiksins.
Enski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira