Fótbolti

Svekktur með að vera ekki valinn í lands­liðið: „Verð alltaf klár þegar kallið kemur“

Aron Guðmundsson skrifar
Stefán Teitur í leik með íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli
Stefán Teitur í leik með íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli Vísir/Getty

Ís­lenski at­vinnu­maðurinn í fót­bolta, Stefán Teitur Þórðar­son , segir það auð­vitað svekkjandi að hafa ekki verið valinn í lands­liðs­hóp Ís­lands fyrir komandi verk­efni liðsins í undan­keppni EM 2024. Hann geti lítið annað gert í þessari stöðu en að halda á­fram að standa sig og vona að kallið komi síðar.

Stefán Teitur, stal fyrir­sögnunum á öllum helstu í­þrótta­vef­miðlum Dan­merkur með magnaðri þrennu sinni í 5-0 sigri Sil­ke­borg gegn Ís­lendinga­liði Lyng­by í dönsku úr­vals­deildinni á dögunum. 

Skagamaðurinn fagnar einu marka sinna gegn Lyngby á dögunumMynd: Silkeborg IF

Lands­liðs­hópur Ís­lands, fyrir komandi leiki liðsins í undan­­keppni EM 2024, var opin­beraður á dögunum en Stefán Teitur er ekki á meðal þeirra leik­manna sem munu taka þátt í verk­efninu.

Stefán Teitur á að baki 17 A-lands­leiki fyrir Ís­lands hönd og var hann reglu­lega valinn af fyrrum lands­liðs­þjálfara Ís­lands Arnari Þór Viðars­syni en kallið hefur ekki komið frá því að Norð­maðurinn Åge Hareide tók við liðinu.

„Auð­vitað er það alltaf svekkjandi að vera ekki valinn en í fyrsta lands­liðs­­glugganum í sumar var ég náttúru­­lega meiddur. Það var fyrsti glugginn hjá Åge Hareide með liðið. Þar velur hann á­­kveðna leik­­menn í hópinn og býr til ein­hver tengsl við þá. Eina sem ég get gert núna er að gera það sem ég gerði í gær. Reyna að skora ein­hver mörk og standa mig.

Það gengur rosa­­lega vel hjá okkur í Sil­ke­­borg. Við erum á toppi dönsku deildarinnar. Þannig jú svekktur með að vera ekki valinn í lands­liðið en svona er þetta bara. Ég verð alltaf klár þegar að kallið kemur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×