ÍBV sá aldrei til sólar gegn Ten5ion Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2023 23:00 Leikmennirnir Pressi og Pat. Rafíþróttasamband Íslands Ten5ion er komið upp í 3. sæti Ljósleiðaradeildarinnar eftir öruggan 16-7 sigur á ÍBV. Leikurinn fór fram á Mirage þar sem Ten5ion komu sér fyrir í vörn í fyrri hálfleik. Ten5ion áttu miklu betri byrjun í leiknum og tóku mikla stjórn á leiknum og sigruðu fyrstu 5 lotur en loks í sjöttu lotu náðu leikmenn ÍBV að koma sprengjunni niður á A-svæði Mirage og tóku sína fyrstu lotu, staðan þá 5-1. ÍBV voru þó hvergi nærri af baki dottnir í fyrri hálfleik, en þeir voru duglegir að taka A-svæði Mirage og koma sprengjunni niður. Þeir hótuðu Ten5ion-mönnum mikið eftir að sprengjan kom niður og tóku þannig lotu eftir lotu og minnkuðu muninn í 7-5. Einna helst stóð upp úr í fyrri hálfleik að Shine, leikmaður ÍBV felldi þrjá leikmenn Ten5ion með einni handsprengju í eldhúsinu hjá B-svæðinu. Ten5ion létu það þó ekki á sig fá og sigruðu fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik: 9-6 Seinni hálfleikur stefndi í einstefnu með Ten5ion í sókninni, Dezt og Blick, leikmenn Ten5ion voru báðir með yfir 20 fellur og stjórnuðu þeir nánast hverri einustu lotu. ÍBV sá hvergi til sólar í seinni hálfleik en þeir sigruðu aðeins eina lotu. Ten5ion spiluðu djarfa sókn og felldu andstæðinga sína trekk í trekk og stóðu að lokum með sigurinn í höndum sér. Lokatölur: 16-7 Ten5ion eru þar með komnir í 3. sæti Ljósleiðaradeildarinanr en þeir eru nú með 6 stig og jafnir Þór og Ármanni á stigum. ÍBV eru enn á botni deildarinnar með 0 stig en þeir þurfa að leita enn frekar að sínum fyrsta sigri. Rafíþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti
Leikurinn fór fram á Mirage þar sem Ten5ion komu sér fyrir í vörn í fyrri hálfleik. Ten5ion áttu miklu betri byrjun í leiknum og tóku mikla stjórn á leiknum og sigruðu fyrstu 5 lotur en loks í sjöttu lotu náðu leikmenn ÍBV að koma sprengjunni niður á A-svæði Mirage og tóku sína fyrstu lotu, staðan þá 5-1. ÍBV voru þó hvergi nærri af baki dottnir í fyrri hálfleik, en þeir voru duglegir að taka A-svæði Mirage og koma sprengjunni niður. Þeir hótuðu Ten5ion-mönnum mikið eftir að sprengjan kom niður og tóku þannig lotu eftir lotu og minnkuðu muninn í 7-5. Einna helst stóð upp úr í fyrri hálfleik að Shine, leikmaður ÍBV felldi þrjá leikmenn Ten5ion með einni handsprengju í eldhúsinu hjá B-svæðinu. Ten5ion létu það þó ekki á sig fá og sigruðu fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik: 9-6 Seinni hálfleikur stefndi í einstefnu með Ten5ion í sókninni, Dezt og Blick, leikmenn Ten5ion voru báðir með yfir 20 fellur og stjórnuðu þeir nánast hverri einustu lotu. ÍBV sá hvergi til sólar í seinni hálfleik en þeir sigruðu aðeins eina lotu. Ten5ion spiluðu djarfa sókn og felldu andstæðinga sína trekk í trekk og stóðu að lokum með sigurinn í höndum sér. Lokatölur: 16-7 Ten5ion eru þar með komnir í 3. sæti Ljósleiðaradeildarinanr en þeir eru nú með 6 stig og jafnir Þór og Ármanni á stigum. ÍBV eru enn á botni deildarinnar með 0 stig en þeir þurfa að leita enn frekar að sínum fyrsta sigri.
Rafíþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti