Pep hrósaði ungstirninu: „Hann skilur alltaf hvað er að gerast“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2023 22:30 Rico Lewis átti mjög góðan leik fyrir Manchester City í kvöld og fékk hrós frá Pep Guardiola eftir leik. Vísir/Getty Pep Guardiola var afar ánægður með frammistöðu hans manna í Manchester City í kvöld. Liðið gerði góða ferð til Leipzig og vann 3-1 sigur. Sigur Manchester City í kvöld var síður en svo auðveldur. Lengi vel stefndi í 1-1 jafntefli en mörk frá Julian Alvarez og Jeremy Doku undir lok leiksins tryggðu Manchester City 3-1 sigur. Í viðtali eftir leik var Pep Guardiola knattspyrnustjóri afar sáttur með frammistöðu síns liðs. „Nærri því fullkomin frammistaða fyrir utan fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Það er ekki hægt að koma hingað og fá ekki á sig skyndisóknir eins og þeir skoruðu úr. Ef maður spilar of opið gegn Leipzig þá rústa þeir þér,“ sagði Guardiola en mark Ikoma Openda kom eftir skyndisókn Leipzig. "He s one of the best I have ever trained, by far."Pep Guardiola is full of praise for Rico Lewis.#MCFC | #UCL pic.twitter.com/vX2OCzgxaS— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 „Þegar þú nærð 15, 20 eða 25 sendingum í öllum aðgerðum þá gerast góðir hlutir. Þeir ná þá ekki skyndisóknunum, við sýnum þolinmæði og kantmennirnir okkar náðu snertinum og þá gerast hlutir. Við spiluðum mjög vel og ég er ánægður með frammistöðuna. Við erum með sex stig og erum búnir að taka stórt skref í átt að því að komast áfram.“ Rico Lewis lék á miðjunni hjá City í kvöld og átti frábæran leik. „Ég er með svo marga leikmenn en það er erfitt að finna betri leikmann en hann í að spila í vasanum. Hann er frábær sem sitjandi miðjumaður, sem sókndjarfur miðjumaður og jafnvel sem bakvörður sem kemur inn á miðjuna eða fer upp kantinn. Hann er góður því hann er með svo mikil gæði. Hann skilur alltaf hvað er að gerast. Sama hvað andstæðingar gera, hvað samherjar gera þá tekur hann alltaf rétta ákvörðun,“ sagði Pep um Lewis. „Ég get treyst á hann og síðasta tímabilið hjálpaði mjög mikið.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Sigur Manchester City í kvöld var síður en svo auðveldur. Lengi vel stefndi í 1-1 jafntefli en mörk frá Julian Alvarez og Jeremy Doku undir lok leiksins tryggðu Manchester City 3-1 sigur. Í viðtali eftir leik var Pep Guardiola knattspyrnustjóri afar sáttur með frammistöðu síns liðs. „Nærri því fullkomin frammistaða fyrir utan fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Það er ekki hægt að koma hingað og fá ekki á sig skyndisóknir eins og þeir skoruðu úr. Ef maður spilar of opið gegn Leipzig þá rústa þeir þér,“ sagði Guardiola en mark Ikoma Openda kom eftir skyndisókn Leipzig. "He s one of the best I have ever trained, by far."Pep Guardiola is full of praise for Rico Lewis.#MCFC | #UCL pic.twitter.com/vX2OCzgxaS— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 „Þegar þú nærð 15, 20 eða 25 sendingum í öllum aðgerðum þá gerast góðir hlutir. Þeir ná þá ekki skyndisóknunum, við sýnum þolinmæði og kantmennirnir okkar náðu snertinum og þá gerast hlutir. Við spiluðum mjög vel og ég er ánægður með frammistöðuna. Við erum með sex stig og erum búnir að taka stórt skref í átt að því að komast áfram.“ Rico Lewis lék á miðjunni hjá City í kvöld og átti frábæran leik. „Ég er með svo marga leikmenn en það er erfitt að finna betri leikmann en hann í að spila í vasanum. Hann er frábær sem sitjandi miðjumaður, sem sókndjarfur miðjumaður og jafnvel sem bakvörður sem kemur inn á miðjuna eða fer upp kantinn. Hann er góður því hann er með svo mikil gæði. Hann skilur alltaf hvað er að gerast. Sama hvað andstæðingar gera, hvað samherjar gera þá tekur hann alltaf rétta ákvörðun,“ sagði Pep um Lewis. „Ég get treyst á hann og síðasta tímabilið hjálpaði mjög mikið.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira