Lewandowski meiddist í sigri Barca | Lazio sótti sigur til Skotlands Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2023 21:27 Gamla brýnið Pedro var hetja Lazio í kvöld. Vísir/Getty Barcelona gerði góða ferð til Portúgal í kvöld þegar liðið vann sigur á Porto í Meistaradeildinni. VAR var í stóru hlutverki í leikjum kvöldsins. Barcelona og Porto eru á meðal þeirra liða sem hafa hvað oftast tekið þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðin mættust í Portúgal í kvöld þar sem Barcelona fór með sigur af hólmi. Robert Lewandowski fór meiddur af velli í fyrri hálfleik en varamaður hans Ferran Torres var hetja Barca í kvöld. Torres skoraði eina mark leiksins þegar hann slapp einn í gegnum vörn Porto eftir frábæra sendingu Ilkay Gundogan. Lokatölur 1-0 og Barcelona með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Xavi: Lewandowski was substituted because he took a strong blow to his ankle, and Araújo was a bit tired. We need a quick recovery as we face Granada on Sunday. pic.twitter.com/arHjtpaGoP— infosfcb (@infosfcb) October 4, 2023 VAR hafði í nógu að snúast í Zagreb þar sem Rauða Stjarnan tók á móti Young Boys. Tvö mörk voru dæmd af Rauðu Stjörnunni í fyrri hálfleik en mark Cherif Ndiaye á 35. mínútu slapp þó í gegnum skoðun eftir að upphaflega var dæmd rangstaða. Filip Ugrinic jafnaði metin fyrir Young Boys snemma í síðari hálfleik og Cedric Itten skoraði úr vítaspyrnu fyrir svissneska liðið en vítaspyrnan var dæmd eftir skoðun myndbandsdómara. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði Osman Bukari hins vegar metin fyrir heimaliðið. Lokatölur 2-2 og bæði lið nú komin á blað í G-riðli. Lazio gerði góða ferð til Skotlands og vann þar 2-1 sigur á Celtic. Japaninn Kyogo Furuhashi kom Celtic yfir á 12. mínútu en Matias Vecino jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var eftir af fyrri hálfleik. 82' Palma 90+5' PedroHeartbreak for Celtic.A late goal ruled out for offside, and then Lazio score a winner in added time. pic.twitter.com/1skbj7CZa7— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 Allt stefndi í 1-1 jafntefli en á fimmtu mínútu uppbótartíma skoraði Pedro sigurmarkið fyrir Lazio og tryggði liðinu sætan 2-1 sigur. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem mark í uppbótartíma tryggir Lazio stig í riðlinum en markvörður liðsins jafnaði metin í fyrstu umferðinni gegn Atletico Madrid. Í Þýskalandi gerðu Dortmund og Milan 0-0 jafntefli í nokkuð fjörugum leik. Liðin eru í þriðja og fjórða sæti F-riðils en það stefnir í mikla spennu í þeim riðli þar sem Newcastle og PSG skipa sætin fyrir ofan. Úrslit kvöldsins: Porto - Barcelona 0-1Rauða Stjarnan - Young Boys 2-2Celtic - Lazio 1-2Dortmund - Milan 0-0RB Leipzig - Manchester City 1-3Newcastle - PSG 4-1 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Barcelona og Porto eru á meðal þeirra liða sem hafa hvað oftast tekið þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðin mættust í Portúgal í kvöld þar sem Barcelona fór með sigur af hólmi. Robert Lewandowski fór meiddur af velli í fyrri hálfleik en varamaður hans Ferran Torres var hetja Barca í kvöld. Torres skoraði eina mark leiksins þegar hann slapp einn í gegnum vörn Porto eftir frábæra sendingu Ilkay Gundogan. Lokatölur 1-0 og Barcelona með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Xavi: Lewandowski was substituted because he took a strong blow to his ankle, and Araújo was a bit tired. We need a quick recovery as we face Granada on Sunday. pic.twitter.com/arHjtpaGoP— infosfcb (@infosfcb) October 4, 2023 VAR hafði í nógu að snúast í Zagreb þar sem Rauða Stjarnan tók á móti Young Boys. Tvö mörk voru dæmd af Rauðu Stjörnunni í fyrri hálfleik en mark Cherif Ndiaye á 35. mínútu slapp þó í gegnum skoðun eftir að upphaflega var dæmd rangstaða. Filip Ugrinic jafnaði metin fyrir Young Boys snemma í síðari hálfleik og Cedric Itten skoraði úr vítaspyrnu fyrir svissneska liðið en vítaspyrnan var dæmd eftir skoðun myndbandsdómara. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði Osman Bukari hins vegar metin fyrir heimaliðið. Lokatölur 2-2 og bæði lið nú komin á blað í G-riðli. Lazio gerði góða ferð til Skotlands og vann þar 2-1 sigur á Celtic. Japaninn Kyogo Furuhashi kom Celtic yfir á 12. mínútu en Matias Vecino jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var eftir af fyrri hálfleik. 82' Palma 90+5' PedroHeartbreak for Celtic.A late goal ruled out for offside, and then Lazio score a winner in added time. pic.twitter.com/1skbj7CZa7— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 Allt stefndi í 1-1 jafntefli en á fimmtu mínútu uppbótartíma skoraði Pedro sigurmarkið fyrir Lazio og tryggði liðinu sætan 2-1 sigur. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem mark í uppbótartíma tryggir Lazio stig í riðlinum en markvörður liðsins jafnaði metin í fyrstu umferðinni gegn Atletico Madrid. Í Þýskalandi gerðu Dortmund og Milan 0-0 jafntefli í nokkuð fjörugum leik. Liðin eru í þriðja og fjórða sæti F-riðils en það stefnir í mikla spennu í þeim riðli þar sem Newcastle og PSG skipa sætin fyrir ofan. Úrslit kvöldsins: Porto - Barcelona 0-1Rauða Stjarnan - Young Boys 2-2Celtic - Lazio 1-2Dortmund - Milan 0-0RB Leipzig - Manchester City 1-3Newcastle - PSG 4-1
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira