Innherji

Fé­lag Árna Odds tapaði yfir 1.100 milljónum eftir verð­fall á bréfum Marels

Hörður Ægisson skrifar
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, en hann fer með yfir 18 prósenta - bæði í eigin nafni og eins í gegnum samnefnt eignarhaldsfélag sitt - í fjárfestingafélaginu Eyri Invest. Virði hlutar félagsins í Marel hefur lækkað um meira en hundrað milljarða frá því um haustið 2021.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, en hann fer með yfir 18 prósenta - bæði í eigin nafni og eins í gegnum samnefnt eignarhaldsfélag sitt - í fjárfestingafélaginu Eyri Invest. Virði hlutar félagsins í Marel hefur lækkað um meira en hundrað milljarða frá því um haustið 2021.

Eignarhaldsfélag í eigu Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels, tapaði yfir 1.122 milljónum króna á síðasta ári eftir mikið verðfall á gengi bréfa Marels sem er eina undirliggjandi eign félagsins. Eigið fé þess var neikvætt um liðlega 600 milljónir um áramótin en endurgreiðsla láns við fjármálastofnun sem hvílir á félaginu, tryggt með veðum í bréfum Eyris Invest, var framlengt til þriggja ára.


Tengdar fréttir

Rekstrarhagnaður Marels verður sá lægsti í átta ár

Rekstur Marels verður ekki „sérlega glæsilegur“ í ár. Það stefnir í að rekstrarhagnaður fyrirtækisins verði sá lægsti síðan árið 2015. Verðmat Jakobsson Capital á Marel lækkaði aftur í kjölfar uppgjörs annars fjórðungs, nú um átta prósentum í evrum talið. 

Marel réttir úr kútnum við brotthvarf sjóðastýringarrisans Capital Group

Bandaríski sjóðastýringarrisinn Capital Group, sem var lengi stærsti erlendi fjárfestirinn í Marel, hefur á liðlega 20 mánuðum losað um alla hluti sína en sjóðir félagsins voru um tíma með samanlagt um 40 milljarða króna hlutabréfastöðu í íslenska fyrirtækinu. Hlutabréfaverð Marels hækkaði skarpt undir lok vikunnar vegna væntinga um að brotthvarf Capital Group úr hluthafahópnum myndi létta á stöðugu framboði bréfa til sölu í félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×