Nýja hetjan í Madrid: „Svolítið af Di Stefano, svolítið af Zidane“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2023 13:31 Jude Bellingham fagnar einu marka sinna fyrir Real Madrid. EPA-EFE/David Borrat Jude Bellingham hefur byrjað frábærlega með liði Real Madrid en enski miðjumaðurinn var enn á ný á skotskónum með Real liðinu í Meistaradeildinni í gær. Bellingham var bæði með mark og stoðsendingu í 3-2 sigri á ítölsku meisturunum í Napoli en hvað eftir annað hefur hann tryggt sínu liði sigur í upphafi leiktíðar. Carlo Ancelotti: "Bellingham is incredible. And what surprises me about Jude Bellingham is that he is only 20 years old!"."His quality, maturity and character are incredible for his age". pic.twitter.com/5wkF3xACyY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 4, 2023 Bellingham er nú kominn með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 9 leikjum á tímabilinu og hann er miðjumaður. Markið sem hann skoraði á móti Napoli í gær var af betri gerðinni og eru sumir á því að það verði tilnefnt til Puskas verðlaunanna sem flottasta mark ársins. Bellingham fékk boltann fjörutíu metra frá marki, fór fram hjá mörgum varnarmönnum Napoli og skoraði síðan með laglegu skoti. Real keypti hann á 103 milljónir evra frá Borussia Dortmund í sumar en þessi tuttugu ára leikmaður hefur heldur betur staðið undir þeim verðmiða. Spænsku miðlarnir voru líka að missa sig í aðdáun sinni í morgun. „Svolítið af Di Stefano, svolítið af Zidane“ hljómaði ein og „Þetta var eins og Maradona“ hljómaði önnur. „Ég hafði trú á sjálfum mér en ég vissi ekki að þetta yrði svona gott. Ég á teyminu og liðsfélögunum mikið að þakka,“ sagði Jude Bellingham eftir leikinn. Þegar hann var spurður út í samanburð við Diego Maradona þá var Bellingham fljótur að tala hlutina niður. „Það er aðeins of mikið. Þetta var flott mark. Af því sem ég hef séð á YouTube og í heimildarmyndum þá hafði hann aðeins meiri gæði en ég, eða miklu meiri réttara sagt. Ég er bara að reyna að skila til liðsins með hætti Jude,“ sagði Bellingham. „Þetta er kannski eitt af mínum bestu mörkum. Við vorum að mæta frábæru liði og á frábærum leikvangi. Mikilvægast er að vinna leikinn og að ég náði að skila mínu þar,“ sagði Bellingham. Read more on Real Madrid's new star man https://t.co/HkK2aQA4Zj— BBC Sport (@BBCSport) October 4, 2023 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Sjá meira
Bellingham var bæði með mark og stoðsendingu í 3-2 sigri á ítölsku meisturunum í Napoli en hvað eftir annað hefur hann tryggt sínu liði sigur í upphafi leiktíðar. Carlo Ancelotti: "Bellingham is incredible. And what surprises me about Jude Bellingham is that he is only 20 years old!"."His quality, maturity and character are incredible for his age". pic.twitter.com/5wkF3xACyY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 4, 2023 Bellingham er nú kominn með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 9 leikjum á tímabilinu og hann er miðjumaður. Markið sem hann skoraði á móti Napoli í gær var af betri gerðinni og eru sumir á því að það verði tilnefnt til Puskas verðlaunanna sem flottasta mark ársins. Bellingham fékk boltann fjörutíu metra frá marki, fór fram hjá mörgum varnarmönnum Napoli og skoraði síðan með laglegu skoti. Real keypti hann á 103 milljónir evra frá Borussia Dortmund í sumar en þessi tuttugu ára leikmaður hefur heldur betur staðið undir þeim verðmiða. Spænsku miðlarnir voru líka að missa sig í aðdáun sinni í morgun. „Svolítið af Di Stefano, svolítið af Zidane“ hljómaði ein og „Þetta var eins og Maradona“ hljómaði önnur. „Ég hafði trú á sjálfum mér en ég vissi ekki að þetta yrði svona gott. Ég á teyminu og liðsfélögunum mikið að þakka,“ sagði Jude Bellingham eftir leikinn. Þegar hann var spurður út í samanburð við Diego Maradona þá var Bellingham fljótur að tala hlutina niður. „Það er aðeins of mikið. Þetta var flott mark. Af því sem ég hef séð á YouTube og í heimildarmyndum þá hafði hann aðeins meiri gæði en ég, eða miklu meiri réttara sagt. Ég er bara að reyna að skila til liðsins með hætti Jude,“ sagði Bellingham. „Þetta er kannski eitt af mínum bestu mörkum. Við vorum að mæta frábæru liði og á frábærum leikvangi. Mikilvægast er að vinna leikinn og að ég náði að skila mínu þar,“ sagði Bellingham. Read more on Real Madrid's new star man https://t.co/HkK2aQA4Zj— BBC Sport (@BBCSport) October 4, 2023
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti