Nætursilfrið Ingólfur Sverrisson skrifar 3. október 2023 10:00 Á tímum þegar flestir virðast sammála um að mikla nauðsyn beri til að efla almenna og vandaða umræðu í þjóðfélaginu tekur RÚV ákvörðun um að rífa Silfrið upp með rótum og setja á tíma þegar stór hluti þjóðarinnar er genginn til náða. Engum á þeim bæ virðist hafa dottið í hug að ræða þessa tilfærslu við almenning og kanna undirtektir við svo róttæka breytingu. Nei, bara gefin út tilkynning í kanselístíl um að „vér höfum ákveðið “ og svo framvegis. Ekki er annað vitað en tíminn skömmu fyrir hádegi á sunnudögum hafi reynst mörgum vel til að íhuga og hlusta á vandaðan umræðuþátt. Hvíldardagur og fólk almennt á heimilum sínum í ró og næði. Stjórnendur útvarps allra landsmanna færðu engin rök fyrir því að færa svona mikilvægan umræðuþátt frá þessum ágæta tíma. Tóku þess í stað einhliða ákvörðum um að færa hann fram á ellefta tímann á mánudögum þegar eldra fólk og flestir sem vinna erfiðisvinnu hafa tekið á sig náðir. Þeir áhorfendur sem svo tóra þetta langt fram eftir fara fyrr en varir að draga ýsur enda er þetta tími sem flestar sjónvarpsstöðvar nýta til sýna glæpaþætti og hasar sem getur frekar haldið fólki vakandi. Sannleikurinn er sá að vandaðir umræðuþættir erlendra sjónvarpsstöðva eru lang oftast á góðum tíma fyrir allt venjulegt fólk. Ekki er þeim sem þetta ritað kunnugt um að nokkrum þeirra detti sú ósvinna í hug að hafa slíka þætti seint á kvöldum. Að öllu þessu virtu er hér með skorað á stjórnendur RÚV að færa þáttinn snarlega aftur á sinn stað fyrir hádegi á sunnudögum sem nú er nýttur til að endurtaka gamalt efni. Ef ekki er hægt að verða við þessari frómu ósk er lagt til að nafni þáttarins verði breytt í: Nætursilfrið. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Ingólfur Sverrisson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Á tímum þegar flestir virðast sammála um að mikla nauðsyn beri til að efla almenna og vandaða umræðu í þjóðfélaginu tekur RÚV ákvörðun um að rífa Silfrið upp með rótum og setja á tíma þegar stór hluti þjóðarinnar er genginn til náða. Engum á þeim bæ virðist hafa dottið í hug að ræða þessa tilfærslu við almenning og kanna undirtektir við svo róttæka breytingu. Nei, bara gefin út tilkynning í kanselístíl um að „vér höfum ákveðið “ og svo framvegis. Ekki er annað vitað en tíminn skömmu fyrir hádegi á sunnudögum hafi reynst mörgum vel til að íhuga og hlusta á vandaðan umræðuþátt. Hvíldardagur og fólk almennt á heimilum sínum í ró og næði. Stjórnendur útvarps allra landsmanna færðu engin rök fyrir því að færa svona mikilvægan umræðuþátt frá þessum ágæta tíma. Tóku þess í stað einhliða ákvörðum um að færa hann fram á ellefta tímann á mánudögum þegar eldra fólk og flestir sem vinna erfiðisvinnu hafa tekið á sig náðir. Þeir áhorfendur sem svo tóra þetta langt fram eftir fara fyrr en varir að draga ýsur enda er þetta tími sem flestar sjónvarpsstöðvar nýta til sýna glæpaþætti og hasar sem getur frekar haldið fólki vakandi. Sannleikurinn er sá að vandaðir umræðuþættir erlendra sjónvarpsstöðva eru lang oftast á góðum tíma fyrir allt venjulegt fólk. Ekki er þeim sem þetta ritað kunnugt um að nokkrum þeirra detti sú ósvinna í hug að hafa slíka þætti seint á kvöldum. Að öllu þessu virtu er hér með skorað á stjórnendur RÚV að færa þáttinn snarlega aftur á sinn stað fyrir hádegi á sunnudögum sem nú er nýttur til að endurtaka gamalt efni. Ef ekki er hægt að verða við þessari frómu ósk er lagt til að nafni þáttarins verði breytt í: Nætursilfrið. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun