Ryder bikarinn: Hovland og Åberg með sögulegan sigur Siggeir Ævarsson skrifar 30. september 2023 10:14 Viktor Hovland og Ludvig Aberg fóru á kostum í morgun Vísir/Getty Yfirburðir Evrópuliðsins halda áfram í Ryder bikarnum en þeir Viktor Hovland og Ludvig Åberg unnu sögulegan sigur í morgun þegar þeir kláruðu sinn leik á ellefu holum. Hovald og Åberg öttu kappi við Scottie Scheffler og Brooks Koepka þar sem Evrópumennirnir unnu fjórar fyrstu holurnar. Næstu þrjár voru jafnar og spennandi og Bandaríkjamennirnir virtust vera að ná sér á strik en þá tók við glæsilegur kafli hjá Evrópumönnunum sem fóru næstu fjórar holur allar á fugli meðan Scheffler og Koepka voru ýmist á pari eða einu yfir. Leiknum var því lokið eftir aðeins ellefu holur en aldrei í sögu Ryder bikarins hefur viðureign unnist á jafn miklum mun. Scheffler, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, virtist taka tapið mjög nærri sér en hann felldi tár og virtist vera í miklu tilfinningalegu uppnámi. This is what it means.#RyderCup | #GoUSA pic.twitter.com/LyVC6vaUj0— Ryder Cup USA (@RyderCupUSA) September 30, 2023 Þetta var önnur viðureign dagsins en Evrópuliðið vann fyrstu viðureign dagsins naumlega þar sem úrslitin réðust á 17. holu. Max Homa og Brian Harman færðu Bandaríkjunum fyrsta sigur dagsins í þriðju viðureigninni en Evrópuliðið komst aftur á beinu brautina í lokaviðureign fyrri umferðar dagsins. Jon Rahm var aftur hársbreidd frá því að fara holu í höggi en hann og Tyrrell Hatton lögðu Patrick Cantlay og Xander Schauffele í spennandi einvígi þar sem Evrópumennirnir kláruðu dæmið á 16. og 17 holu eftir sterka frammistöðu frá Bandaríkjunum á seinni hluta vallarins. JON RAHM!!! #TeamEurope pic.twitter.com/Fa0ZUH4hwZ— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 30, 2023 Evrópuliðið leiðir því með 9,5 stig gegn 2,5 stigi Bandaríkjanna eftir fyrri umferð dagsins. Keppni hefst á ný innan stundar þar sem Viktor Hovland og Ludvig Åberg etja kappi við Sam Burns og Collin Morikawa. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Hovald og Åberg öttu kappi við Scottie Scheffler og Brooks Koepka þar sem Evrópumennirnir unnu fjórar fyrstu holurnar. Næstu þrjár voru jafnar og spennandi og Bandaríkjamennirnir virtust vera að ná sér á strik en þá tók við glæsilegur kafli hjá Evrópumönnunum sem fóru næstu fjórar holur allar á fugli meðan Scheffler og Koepka voru ýmist á pari eða einu yfir. Leiknum var því lokið eftir aðeins ellefu holur en aldrei í sögu Ryder bikarins hefur viðureign unnist á jafn miklum mun. Scheffler, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, virtist taka tapið mjög nærri sér en hann felldi tár og virtist vera í miklu tilfinningalegu uppnámi. This is what it means.#RyderCup | #GoUSA pic.twitter.com/LyVC6vaUj0— Ryder Cup USA (@RyderCupUSA) September 30, 2023 Þetta var önnur viðureign dagsins en Evrópuliðið vann fyrstu viðureign dagsins naumlega þar sem úrslitin réðust á 17. holu. Max Homa og Brian Harman færðu Bandaríkjunum fyrsta sigur dagsins í þriðju viðureigninni en Evrópuliðið komst aftur á beinu brautina í lokaviðureign fyrri umferðar dagsins. Jon Rahm var aftur hársbreidd frá því að fara holu í höggi en hann og Tyrrell Hatton lögðu Patrick Cantlay og Xander Schauffele í spennandi einvígi þar sem Evrópumennirnir kláruðu dæmið á 16. og 17 holu eftir sterka frammistöðu frá Bandaríkjunum á seinni hluta vallarins. JON RAHM!!! #TeamEurope pic.twitter.com/Fa0ZUH4hwZ— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 30, 2023 Evrópuliðið leiðir því með 9,5 stig gegn 2,5 stigi Bandaríkjanna eftir fyrri umferð dagsins. Keppni hefst á ný innan stundar þar sem Viktor Hovland og Ludvig Åberg etja kappi við Sam Burns og Collin Morikawa.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira