Fótbolti

Víðis­menn tryggðu sér Fót­bolta.net bikarinn fyrstir allra

Siggeir Ævarsson skrifar
Fyrirliðar Víðis og KFG með bikarinn
Fyrirliðar Víðis og KFG með bikarinn Skjáskot KSÍ.is

Knattspyrnufélagið Víðir frá Garði tryggði sér Fótbolta.net bikarinn í kvöld með sigri á KFG í úrslitaleik sem fram fór á Laugardalsvelli. Elís Már Gunnarsson tryggði Víði sigurinn með marki á 88. mínútu.

KFG komust yfir á 21. mínútu og var þar að verki Ólafur Bjarni Hákonarson. Víðismenn náðu að klóra sig aftur inn í leikinn fyrir hálfleik, en Tómas Leó Ásgeirsson jafnaði úr víti á 41. mínútu og allt ætlaði um koll að keyra í stúkunni, kveikt á blysum og „confetti“ sprengja sprengd.

Allt virtist stefna í framlengingu en á 88. mínútu skoraði Elís Már Gunnarsson mark og tryggði Víði sigur.

Þetta var í fyrsta sinn sem neðrideildabikarkeppni fer fram og Víðismenn skrifuðu því nafn sitt í sögubækurnar með þessum sigri. Víðismenn enduðu í 4. sæti 3. deildarinnar í sumar en KFG léku í 2. deild þar sem liðið endaði í 8. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×