Úlfarnir fyrstir til að vinna Englandsmeistarana Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. september 2023 16:00 Wolves unnu sterkan sigur gegn Englandsmeisturunum Wolves vann 2 -1 á heimavelli gegn ríkjandi meisturunum frá Manchester í 7. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar. Sigurhrina City í upphafi tímabils er lokið og Liverpool getur hrifsað toppsætið af þeim með sigri í dag. Úlfarnir tóku forystuna þegar Ruben Días setti boltann í eigið net á 13. mínútu leiksins. Afar klaufaleg byrjun fyrir þá bláklæddu. Julian Alvarez jafnaði svo metin fyrir gestina með stórbrotnu marki beint úr aukaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks en skömmu síðar kom Hwang Hee-Chan á ferðinni fyrir heimamenn í hraðri skyndisókn. Phil Foden átti skot í varnarmann og Craig Dawson vann svo boltann, kom honum í spil og Úlfarnir brunuðu upp á hinum endanum og Hee-Chan kláraði færið með þrumufleyg í þaknetið. Enski boltinn
Wolves vann 2 -1 á heimavelli gegn ríkjandi meisturunum frá Manchester í 7. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar. Sigurhrina City í upphafi tímabils er lokið og Liverpool getur hrifsað toppsætið af þeim með sigri í dag. Úlfarnir tóku forystuna þegar Ruben Días setti boltann í eigið net á 13. mínútu leiksins. Afar klaufaleg byrjun fyrir þá bláklæddu. Julian Alvarez jafnaði svo metin fyrir gestina með stórbrotnu marki beint úr aukaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks en skömmu síðar kom Hwang Hee-Chan á ferðinni fyrir heimamenn í hraðri skyndisókn. Phil Foden átti skot í varnarmann og Craig Dawson vann svo boltann, kom honum í spil og Úlfarnir brunuðu upp á hinum endanum og Hee-Chan kláraði færið með þrumufleyg í þaknetið.