Innherji

Verð­bólgu­á­lagið á markaði féll þótt bólgan hafi verið yfir spám grein­enda

Hörður Ægisson skrifar
Vaxtaþátturinn í reiknaðri húsaleigu innan vísitölu neysluverðs hafði talsverð áhrif til hækkunar verðbólgunnar í september.
Vaxtaþátturinn í reiknaðri húsaleigu innan vísitölu neysluverðs hafði talsverð áhrif til hækkunar verðbólgunnar í september. Vísir/Vilhelm

Viðsnúningur varð á skuldabréfamarkaði þegar leið á daginn og fjárfestar sóttust eftir því að kaupa óverðtryggð ríkisskuldabréf í mikilli veltu sem varð til þess að verðbólguálagið, sem hefur hækkað mikið frá síðustu vaxtahækkun Seðlabankans, lækkaði töluvert.  Skuldabréfafjárfestar virðast því sumir hverjir hafa átt von á enn verri verðbólgumælingu í morgun enda þótt hún hafi reynst hærri en greinendur gerðu ráð fyrir.


Tengdar fréttir

Verð­bólgu­á­lagið á markaði rýkur upp eftir ó­vænta hækkun verð­bólgunnar

Verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafa rokið upp í morgun eftir birtingu hagtalna sem sýndu að vísitala neysluverðs hefði hækkað nokkuð meira í ágústmánuði en spár greinenda gerðu ráð fyrir. Síðasta vaxtahækkun Seðlabankans um 50 punkta var einkum rökstudd með vísun til viðvarandi hárra verðbólguvæntinga og nefndi seðlabankastjóri að það skipti öllu máli fyrir framahaldið að ná þeim niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×