Fótbolti

Börnin heima þegar brotist var inn á heimili Sergio Ramos

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Sergio Ramos þegar hann var tilkynntur sem nýr leikmaður Sevilla átján árum eftir að hann yfirgaf félagið.
 Sergio Ramos þegar hann var tilkynntur sem nýr leikmaður Sevilla átján árum eftir að hann yfirgaf félagið. EPA-EFE/RAUL CARO

Spænski knattspyrnumaðurinn Sergio Ramos er kominn heim til Sevilla en það byrjar ekki vel hjá fjölskyldunni. Fjölskylda Ramos lenti í þeirri ömurlegu reynslu að brotist var inn á heimili hennar.

Ramos býr í Bollullos de la Mitación sem er tuttugu kílómetrum fyrir utan miðbæ Sevilla. Atvikið varð 20. september síðastliðinn en spænskir fjölmiðlar komust á snoðir um málið í dag.

Ramos var á sama tíma að spila með Sevilla á Sanchez Pizjuan leikvanginum í Meistaradeildarleik á móti Lens.

Konan hans, Pilar Rubio, var einnig fjarverandi en fjögur börn þeirra voru heima á samt barnapíum þeirra.

Sem betur fer meiddist enginn en þetta var ekki skemmtileg reynsla fyrir börnin eða fyrir foreldranna að frétta af þessu. 

Ramos kom aftur heim til Sevilla í sumar þrátt fyrir að fá betri peningatilboð annars staðar frá. Hann yfirgaf félagið fyrir átján árum og fór þá til Real Madrid þar sem hann vann 22 titla á sextán árum.

Ramos spilaði allan leikinn á móti Lens en missti af leik Sevilla í spænsku deildinni um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×