Lífið

Gleði og marg­menni á frum­­sýningu So­viet Barbara í Bíó Para­­dís

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Dóri DNA var alsæll að hitta Ragnar Kjartansson í Bíó Paradís.
Dóri DNA var alsæll að hitta Ragnar Kjartansson í Bíó Paradís. Anton Brink

Kvikmyndin Soviet Barbara eftir Gauk Úlfarsson var frumsýnd í Bíó Paradís síðastliðinn miðvikudag. Húsfyllir var á frumsýningunni og góð stemning eins og sjá má á myndum hér fyrir neðan.

Um er að ræða heimildarmynd um för íslenska myndlistarmannsins Ragnars Kjartanssonar til Rússlands, þegar hann opnaði nýtt listasafn í hjarta Mosvku í lok árs 2021 með rússneskri endurgerð af sápuóperunni Santa Barbara.

Sýninguna opnaði Ragnar í glæsilegri menningarmiðstöð í miðborginni, Miðstöðinni, GES-2, var áður orkuver sem knúði Kreml, sjálft valdasetur þessa víðfeðmasta ríkis heims. Stærsta listaverk Ragnars á sýningunni var lifandi skúlptúr þar sem hópur 70 listamanna, leikara og tæknifólks, lék, tók upp og framleiddi einn þátt á dag af bandarísku sápuóperunni Santa Barbara á rússnesku. 

Stikla úr myndinni: 

Í Soviet Barbara er fylgst með aðdraganda, opnun og eftirmála þessa sérstæða ævintýris sem hlaut skjótan endi þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Gaukur Úlfarsson leikstýrir myndinni og er framleiðandi ásamt þeim Guðrúnu Olsen, Guðna Tómassyni, Frey Árnasyni og Kristínu Ólafsdóttur.

Á frumsýningunni var góð stemning og að lokinni sýningu voru umræður eftir sýningu með Gauki leikstjóra, Ragnari Kjartans og eiginkonu hans Ingibjörgu Sigurjónsdóttur, sem stjórnað var af Kristínu Ólafsdóttur einum framleiðanda myndarinnar.

Davíð Berndsen, Guðni Tómasson. Gaukur Úlfarsson, Kristín Ólafsdóttir, Ragnar Kjartansson og Guðrún Olsen.Anton Brink

Gaukur Úlfarsson og Freyr Árnason.Anton Brink

Anton Brink

Ragnar Auðunn Árnason og Karítas Ríkharðsdóttir.Anton Brink

Anton Brink

Anton Brink

Anna Kristín Arngrímsdóttir, Úlfur Þormóðsson og Gaukur Úlfarsson.Anton Brink

Ragnar Kjartansson og Guðni Tómasson.Anton Brink

Anton Brink

Anton Brink

Dóri DNA og Ragnar Kjartansson.Anton Brink

Curver og Ragnar Kjartansson.Anton Brink

Valdís og Ingibjörg.Anton Brink

Ingunn Eyþórsdóttir og Nói Steinn Einarsson.Anton Brink

Anton Brink





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.