„Rosalega margt jákvætt fyrir KA sem kemur úr þessum leik“ Kári Mímisson skrifar 24. september 2023 20:39 Hallgrímur Jónasson fylgist með af hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum sáttur með góðan 4-2 sigur á Fylki í Árbænum nú í dag. KA-menn spiluðu flottan bolta og skoruðu fjögur glæsileg mörk. Hallgrímur segir að það hafi verið margt jákvætt sem kom út úr þessu leik fyrir sitt lið. „Ég er ótrúlega ánægður með þennan sigur. Þetta var vel spilaður leikur hjá okkur, vorum flottir á boltanum og skorum fjögur glæsileg mörk. Þetta voru mjög falleg mörk í fyrri hálfleik. Við virkuðum rosalega rétt stilltir. Fundum okkur ástæðu til að mótivera okkur og uppspilið gekk flott. Við náðum að blanda aðeins í liðinu, skorum fjögur mörk og náum að gefa þremur strákum úr öðrum flokki tækifæri að spila, tveir af þeim eru að spila sinn fyrsta leik. Það er því rosalega margt jákvætt fyrir KA sem kemur úr þessum leik.“ Kristijan Jajalo, markvörður KA þurfti að fara meiddur af velli snemma leiks eftir að hafa fengið boltann beint í andlitið af stuttu færi. Veistu hver staðan er á honum? „Hann hefur fengið smá heilahristing en ekkert meira en það. Hann verður góður eftir nokkra daga.“ Harley Willard var stórkostlegur fyrir KA í dag og skoraði tvö glæsileg mörk. Willard sem stoppaði stutt við hjá Fylki fyrir nokkrum árum kann greinilega vel við sig í Árbænum því hann skoraði hér fyrr í mánuðinum þegar liðin mættust 22. umferðinni. Hallgrímur segist vera mjög ánægður með stígandann í Willard sem byrjaði tímabilið ekki í stóru hlutverki fyrir norðanmenn. „Hann er búinn að vera mjög vaxandi í sumar, fékk ekkert rosalega mörg tækifæri í byrjun móts en hefur unnið sig upp. Hann er frábær strákur sem var ekkert að tuða þó svo að tækifærin hafi verið fá heldur hélt áfram að vinna og hefur komið rosalega sterkur inn. Ég er gríðarlega ánægður með hans frammistöðu og hans karakter. Topp strákur sem sýndi frábæra frammistöðu í dag eins og fleiri. Gaman fyrir hann að skora.“ „Mjög mikilvægt að enda þetta tímabil vel“ Þeir Gabriel Lukas Freitas Meira og Sigurður Brynjar Þórisson léku sinn fyrsta leik í Bestu deildinni þegar þeir komu inn á fyrir KA í dag. Rétt áður hafði Valdimar Logi Sævarsson komið inn á en allt eru þetta strákar sem eru gjaldgengir í 2. flokk. Má reikna með því að þessir ungu strákar fái fleiri tækifæri í næstu leikjum? „Það á reikna með því. Við viljum gefa okkar ungu strákum tækifæri. Það er náttúrulega núna ekki eins mikil pressa. Við þurfum ekki endilega alltaf að spila á besta liðinu og það að geta gefið ungum strákum sénsinn er frábært. Það lyftir þeim upp og þeir fá meira hungur til að komast á þann stað að verða úrvalsdeildarleikmenn. Við erum nú þegar með fullt fullt af strákum frá Akureyri og norðanstrákum í hópnum og við viljum gjarnan fjölga þeim. Þessir strákar eru vanir að vinna mikið í yngri flokkunum þannig að þeir verða fljótt tilbúnir. “ KA er orðið ansi öruggt með sjöunda sætið og þar með forsetabikarinn sjálfan. Hallgrímur segir það mikilvægt að enda þetta merkilega tímabil vel sem hafi verið lærdómsríkt en á sama tíma skapað mikið af skemmtilegum minningum fyrir alla þá sem koma að félaginu. „Það er mjög mikilvægt að enda þetta tímabil vel. Þetta var mjög lærdómsríkt tímabil fyrir mig og alla í KA. Á sama tíma ótrúlega skemmtilegt tímabil. Við upplifðum hluti sem að við höfum ekki upplifað áður. Evrópukeppnin var ótrúlegt ævintýri og þetta eru góðar minningar fyrir framtíðina hjá stjórn, áhorfendum og leikmönnum. Bikarinn var náttúrulega frábær en á sama tíma mikið svekkelsi.“ „Við höltruðum í deildinni á meðan við vorum í svona miklu álagi og það kostaði okkur að komast ekki í topp sex. Það er ekkert launungarmál að við hefðum viljað gera aðeins betur þar. Núna finnum við okkur ástæðu til að vilja gera vel, notum ungu gauranna og munum það að fótbolti er það skemmtilegasta sem við gerum. Eftir þessa þrjá leiki sem eftir eru kemur smá pása og svo hefst undirbúningstímabilið aftur og við viljum bara njóta þess að vinna vel og gera vel því eins og ég segi þá á þetta að vera það skemmtilegasta sem við gerum.“ Besta deild karla KA Fylkir Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður með þennan sigur. Þetta var vel spilaður leikur hjá okkur, vorum flottir á boltanum og skorum fjögur glæsileg mörk. Þetta voru mjög falleg mörk í fyrri hálfleik. Við virkuðum rosalega rétt stilltir. Fundum okkur ástæðu til að mótivera okkur og uppspilið gekk flott. Við náðum að blanda aðeins í liðinu, skorum fjögur mörk og náum að gefa þremur strákum úr öðrum flokki tækifæri að spila, tveir af þeim eru að spila sinn fyrsta leik. Það er því rosalega margt jákvætt fyrir KA sem kemur úr þessum leik.“ Kristijan Jajalo, markvörður KA þurfti að fara meiddur af velli snemma leiks eftir að hafa fengið boltann beint í andlitið af stuttu færi. Veistu hver staðan er á honum? „Hann hefur fengið smá heilahristing en ekkert meira en það. Hann verður góður eftir nokkra daga.“ Harley Willard var stórkostlegur fyrir KA í dag og skoraði tvö glæsileg mörk. Willard sem stoppaði stutt við hjá Fylki fyrir nokkrum árum kann greinilega vel við sig í Árbænum því hann skoraði hér fyrr í mánuðinum þegar liðin mættust 22. umferðinni. Hallgrímur segist vera mjög ánægður með stígandann í Willard sem byrjaði tímabilið ekki í stóru hlutverki fyrir norðanmenn. „Hann er búinn að vera mjög vaxandi í sumar, fékk ekkert rosalega mörg tækifæri í byrjun móts en hefur unnið sig upp. Hann er frábær strákur sem var ekkert að tuða þó svo að tækifærin hafi verið fá heldur hélt áfram að vinna og hefur komið rosalega sterkur inn. Ég er gríðarlega ánægður með hans frammistöðu og hans karakter. Topp strákur sem sýndi frábæra frammistöðu í dag eins og fleiri. Gaman fyrir hann að skora.“ „Mjög mikilvægt að enda þetta tímabil vel“ Þeir Gabriel Lukas Freitas Meira og Sigurður Brynjar Þórisson léku sinn fyrsta leik í Bestu deildinni þegar þeir komu inn á fyrir KA í dag. Rétt áður hafði Valdimar Logi Sævarsson komið inn á en allt eru þetta strákar sem eru gjaldgengir í 2. flokk. Má reikna með því að þessir ungu strákar fái fleiri tækifæri í næstu leikjum? „Það á reikna með því. Við viljum gefa okkar ungu strákum tækifæri. Það er náttúrulega núna ekki eins mikil pressa. Við þurfum ekki endilega alltaf að spila á besta liðinu og það að geta gefið ungum strákum sénsinn er frábært. Það lyftir þeim upp og þeir fá meira hungur til að komast á þann stað að verða úrvalsdeildarleikmenn. Við erum nú þegar með fullt fullt af strákum frá Akureyri og norðanstrákum í hópnum og við viljum gjarnan fjölga þeim. Þessir strákar eru vanir að vinna mikið í yngri flokkunum þannig að þeir verða fljótt tilbúnir. “ KA er orðið ansi öruggt með sjöunda sætið og þar með forsetabikarinn sjálfan. Hallgrímur segir það mikilvægt að enda þetta merkilega tímabil vel sem hafi verið lærdómsríkt en á sama tíma skapað mikið af skemmtilegum minningum fyrir alla þá sem koma að félaginu. „Það er mjög mikilvægt að enda þetta tímabil vel. Þetta var mjög lærdómsríkt tímabil fyrir mig og alla í KA. Á sama tíma ótrúlega skemmtilegt tímabil. Við upplifðum hluti sem að við höfum ekki upplifað áður. Evrópukeppnin var ótrúlegt ævintýri og þetta eru góðar minningar fyrir framtíðina hjá stjórn, áhorfendum og leikmönnum. Bikarinn var náttúrulega frábær en á sama tíma mikið svekkelsi.“ „Við höltruðum í deildinni á meðan við vorum í svona miklu álagi og það kostaði okkur að komast ekki í topp sex. Það er ekkert launungarmál að við hefðum viljað gera aðeins betur þar. Núna finnum við okkur ástæðu til að vilja gera vel, notum ungu gauranna og munum það að fótbolti er það skemmtilegasta sem við gerum. Eftir þessa þrjá leiki sem eftir eru kemur smá pása og svo hefst undirbúningstímabilið aftur og við viljum bara njóta þess að vinna vel og gera vel því eins og ég segi þá á þetta að vera það skemmtilegasta sem við gerum.“
Besta deild karla KA Fylkir Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“