Sameining sveitarfélaga á endanum ákvörðun íbúa Helena Rós Sturludóttir skrifar 24. september 2023 12:32 Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga. Vísir/Steingrímur Dúi Sveitarfélagið Vogar útilokar ekki mögulega sameiningu við neinn að sögn bæjarstjóra. Nágrannasveitarfélögunum á Suðurnesjum verði sent formlegt erindi á næstu dögum um samtal en of snemmt sé að spá fyrir um það hvort samtalið muni leiða til breytinga. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög um mögulega sameiningarkosti. Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri Voga segir þetta rökrétt framhald af valkostagreiningu sem þegar hafi verið farið í, þar sem kostir og gallar við mismunandi sameiningar hafi verið skoðaðar. „Það var í rauninni ekki búið að ljúka verkefninu þannig að við ákváðum að taka það aftur upp núna og við leituðum í sjálfu sér ekkert sérstaklega til Reykjanesbæjar heldur einfaldlega samþykkti bæjarráð að hefja aftur samtöl við nágranna sveitarfélögin og kanna hug þeirra til sameininga,“ segir Gunnar Axel. Útilokar ekki önnur sveitarfélög Vogar liggi mitt á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar og að sveitarfélagið útilokaði ekki að skoða sameiningu við Hafnarfjörð. „En sveitarfélögin á Suðurnesjum eiga í mjög miklu samstarfi í mörgum stórum verkefnum; sorpmálum, brunavörnum, heilbrigðiseftirlit og svo framvegis og það gengur allt mjög vel þannig það er kannski eðlilegra að leita til nágrannasveitarfélaganna í svona samtali,“ segir Gunnar Axel jafnframt. Aðspurður segir Gunnar fjárhagserfiðleika ekki ástæðu fyrir samtalinu. Sveitarfélagið eigi ekki í neinum frekari fjárhagserfiðleikum en önnur sveitarfélög. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga sé erfitt og þannig verði það sennilega áfram. Vilja tryggja betri lífsskilyrði „Bæjarstjórnin hér lítur bara á það sem sína skyldu að horfa til framtíðar og velta upp spurningum á borð við hvað er skynsamlegast fyrir íbúana. Er skynsamlegast að hafa óbreytt fyrirkomulag eða tryggjum við íbúum betri lífsskilyrði með því að vinna nánar saman sem eitt,“ segir Gunnar Axel. Vogar útiloki ekki samstarf við neinn og næsta skref sé að senda formlegt erindi á Suðurnesjabæ, Grindavík og Reykjanesbæ og fara í könnunarviðræður. „Sem gætu svo á endanum leitt til að við ákveðum tvö eða fleiri sveitarfélög að fara í formlegar sameiningarviðræður þá verður farið í svona ítarlegri vinnu og allar hliðar málsins skoðaðar. Svo er þetta auðvitað bara á endanum íbúanna að taka svona ákvarðanir, valdið liggur hjá þeim í ákvörðunum um sameiningar,“ segir Gunnar Axel að lokum. Vogar Sveitarstjórnarmál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög um mögulega sameiningarkosti. Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri Voga segir þetta rökrétt framhald af valkostagreiningu sem þegar hafi verið farið í, þar sem kostir og gallar við mismunandi sameiningar hafi verið skoðaðar. „Það var í rauninni ekki búið að ljúka verkefninu þannig að við ákváðum að taka það aftur upp núna og við leituðum í sjálfu sér ekkert sérstaklega til Reykjanesbæjar heldur einfaldlega samþykkti bæjarráð að hefja aftur samtöl við nágranna sveitarfélögin og kanna hug þeirra til sameininga,“ segir Gunnar Axel. Útilokar ekki önnur sveitarfélög Vogar liggi mitt á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar og að sveitarfélagið útilokaði ekki að skoða sameiningu við Hafnarfjörð. „En sveitarfélögin á Suðurnesjum eiga í mjög miklu samstarfi í mörgum stórum verkefnum; sorpmálum, brunavörnum, heilbrigðiseftirlit og svo framvegis og það gengur allt mjög vel þannig það er kannski eðlilegra að leita til nágrannasveitarfélaganna í svona samtali,“ segir Gunnar Axel jafnframt. Aðspurður segir Gunnar fjárhagserfiðleika ekki ástæðu fyrir samtalinu. Sveitarfélagið eigi ekki í neinum frekari fjárhagserfiðleikum en önnur sveitarfélög. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga sé erfitt og þannig verði það sennilega áfram. Vilja tryggja betri lífsskilyrði „Bæjarstjórnin hér lítur bara á það sem sína skyldu að horfa til framtíðar og velta upp spurningum á borð við hvað er skynsamlegast fyrir íbúana. Er skynsamlegast að hafa óbreytt fyrirkomulag eða tryggjum við íbúum betri lífsskilyrði með því að vinna nánar saman sem eitt,“ segir Gunnar Axel. Vogar útiloki ekki samstarf við neinn og næsta skref sé að senda formlegt erindi á Suðurnesjabæ, Grindavík og Reykjanesbæ og fara í könnunarviðræður. „Sem gætu svo á endanum leitt til að við ákveðum tvö eða fleiri sveitarfélög að fara í formlegar sameiningarviðræður þá verður farið í svona ítarlegri vinnu og allar hliðar málsins skoðaðar. Svo er þetta auðvitað bara á endanum íbúanna að taka svona ákvarðanir, valdið liggur hjá þeim í ákvörðunum um sameiningar,“ segir Gunnar Axel að lokum.
Vogar Sveitarstjórnarmál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira