Fótbolti

Jafn­tefli í Ís­lendinga­slag í Grikk­landi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Samúel Kári var í byrjunarliði Atromitos í dag.
Samúel Kári var í byrjunarliði Atromitos í dag. Vísir/Getty

Samúel Kári Friðjónsson og Guðmundur Þórarinsson komu við sögu í jafntefli OFI Crete og Atromitos í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrir leikinn í dag voru liðin á sitthvorum endanum í töflunni. OFI Crete í baráttu í efri hlutanum og í þriðja sæti en Atromitos í þrettánda og næst neðsta sæti deildarinnar.

Samúel Kári var í byrjunarliði Atromitos sem lenti 1-0 undir á 33. mínútu. Þannig var staðan í hálfleik en Guðmundur Þórarinsson kom inn í liði OFI Crete þegar um tíu mínútur voru eftir.

Þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði Denzel Jubitana metin fyrir gestina og niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Samúel Kári hefur átt fast sæti í liði Atromitos á tímabilinu en þetta var í fyrsta sinn sem Guðmundur er ekki í byrjunarliði OFI Crete.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×