Fótbolti

Danir opnuðu íslenska riðilinn með sigri gegn Þjóðverjum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Danir unnu góðan sigur í dag.
Danir unnu góðan sigur í dag. Maja Hitij/Getty Images

Danmörk vann góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti Þýskalandi í riðli þrjú í A-deild Þjóðadeildar kvenna í knattspyrnu í dag.

Danir og Þjóðverjar eru með íslensku stelpunum í riðli í Þjóðadeildinni, ásamt Walesverjum sem eru einmitt mættir á Laugardalsvöllinn að etja kappi við íslenska liðið.

Það var Amalie Vangsgaard sem kom danska liðinu yfir á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá Pernille Harder og staðan var því 1-0 í hálfleik.

Vangsgaard var svo aftur á ferðinni á 64. mínútu þegar hún tvöfaldaði forystu danska liðsins og þar við sat. Niðurstaðan því 2-0 sigur Danmerkur sem tekur þar með fyrstu þrjú stig riðilsins og situr á toppnum með þrjú stig eftir einn leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×