Torsótt þrjú stig hjá Ítalíumeisturunum í Portúgal Smári Jökull Jónsson skrifar 20. september 2023 20:58 Leikmenn Napoli fagna sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í knattspyrnu lauk í kvöld. FC Bayern vann þægilegan sigur á Manchester United í Þýskalandi og þá vann Arsenal stórsigur í sínum fyrsta Meistaradeildarleik í sex ár. Það var líf og fjör í Portúgal í kvöld þar sem tveir leikir voru leiknir. SC Braga tók á móti Ítalíumeisturum Napoli á heimavelli sínum og áttu áttu í vök að verjast lengi vel í fyrri hálfleik. Hann var hins vegar markalaus en Giovanni Di Lorenzo kom Napoli yfir strax í byrjun síðari hálfleiks. Bruma jafnaði hins vegar metin fyrir Braga með góðu skallamarki á 84. mínútu og þegar allt stefndi í jafntefli skoraði Sikou Niakate sjálfsmark og tryggði Napoli 2-1 sigur. Leikmenn Braga komust afar nálægt því að jafna metin undir lokin þegar þeir áttu skot í stöngina. Svekkjandi niðurstaða fyrir Braga en þrjú góð stig fyrir Ítalíumeistarana. Benfica lenti í brekku snemma leiks gegn RB Salzburg. Karim Konate misnotaði vítaspyrnu fyrir Salzburg strax á þriðju mínútu og Antonio Silva fékk rautt tíu mínútum síðar þegar hann fékk boltann í höndina í markteignum og hafði dauðafæri af leikmanni Salzburg. Í þetta sinn steig Roko Simic á punktinn og skoraði af öryggi. Nicola Barella var ekki sáttur með spjaldið sem Michael Oliver sýndi honum og hljóp til fjórða dómarans og baðst miskunnar.Vísir/Getty Oscar Gloukh kom austurríska liðinu í 2-0 snemma í síðari hálfleiks og brekkan orðin brött fyrir heimaliðið. Lokatölur 2-0 og RB Salzburg komið með þrjú risastór stig í sarpinn. Lens frá Frakklandi náði í óvænt jafntefli gegn Sevilla á Spáni. Lucas Ocampos kom Sevilla yfir á 9. mínútu en Angelo Fulgini jafnaði fyrir gestina skömmu síðar. Leikmenn Sevilla sóttu meira það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lokatölur 1-1. Að lokum gerðu Inter og Real Sociedad 1-1 jafntefli í leik liðanna á Spáni. Heimamenn komust yfir á 4. mínútu með marki Brais Mendez og spænska liðið var töluvert sterkara liðið í kjölfarið. Um miðjan síðari hálfleiks sýndi Michael Oliver dómari Nicola Barella rauða spjaldið en eftir skoðun í skjánum dró hann spjaldið til baka. Það efldi gestina og Lautaro Martinez jafnaði metin þremur mínútum fyrir leiksloks. Staðan 1-1 og leikmenn Inter sækja þar með gott stig til Spánar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Sjá meira
Það var líf og fjör í Portúgal í kvöld þar sem tveir leikir voru leiknir. SC Braga tók á móti Ítalíumeisturum Napoli á heimavelli sínum og áttu áttu í vök að verjast lengi vel í fyrri hálfleik. Hann var hins vegar markalaus en Giovanni Di Lorenzo kom Napoli yfir strax í byrjun síðari hálfleiks. Bruma jafnaði hins vegar metin fyrir Braga með góðu skallamarki á 84. mínútu og þegar allt stefndi í jafntefli skoraði Sikou Niakate sjálfsmark og tryggði Napoli 2-1 sigur. Leikmenn Braga komust afar nálægt því að jafna metin undir lokin þegar þeir áttu skot í stöngina. Svekkjandi niðurstaða fyrir Braga en þrjú góð stig fyrir Ítalíumeistarana. Benfica lenti í brekku snemma leiks gegn RB Salzburg. Karim Konate misnotaði vítaspyrnu fyrir Salzburg strax á þriðju mínútu og Antonio Silva fékk rautt tíu mínútum síðar þegar hann fékk boltann í höndina í markteignum og hafði dauðafæri af leikmanni Salzburg. Í þetta sinn steig Roko Simic á punktinn og skoraði af öryggi. Nicola Barella var ekki sáttur með spjaldið sem Michael Oliver sýndi honum og hljóp til fjórða dómarans og baðst miskunnar.Vísir/Getty Oscar Gloukh kom austurríska liðinu í 2-0 snemma í síðari hálfleiks og brekkan orðin brött fyrir heimaliðið. Lokatölur 2-0 og RB Salzburg komið með þrjú risastór stig í sarpinn. Lens frá Frakklandi náði í óvænt jafntefli gegn Sevilla á Spáni. Lucas Ocampos kom Sevilla yfir á 9. mínútu en Angelo Fulgini jafnaði fyrir gestina skömmu síðar. Leikmenn Sevilla sóttu meira það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lokatölur 1-1. Að lokum gerðu Inter og Real Sociedad 1-1 jafntefli í leik liðanna á Spáni. Heimamenn komust yfir á 4. mínútu með marki Brais Mendez og spænska liðið var töluvert sterkara liðið í kjölfarið. Um miðjan síðari hálfleiks sýndi Michael Oliver dómari Nicola Barella rauða spjaldið en eftir skoðun í skjánum dró hann spjaldið til baka. Það efldi gestina og Lautaro Martinez jafnaði metin þremur mínútum fyrir leiksloks. Staðan 1-1 og leikmenn Inter sækja þar með gott stig til Spánar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Sjá meira