Einsdæmi í íslensku leikhúsi Íris Hauksdóttir skrifar 20. september 2023 15:01 Í fyrsta sinn í íslenskri leiklistarsögu eru þrjú verk sýnd samdægurs eftir sama höfund. Laugardagurinn 28. október verður merkilegur dagur í íslenskri leiklistarsögu. Þegar þrjú verk eftir sama höfund verða sýnd sama dag á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Um er að ræða verkin þrjú í hinum svokallaða Mayenburg þríleik, en það þriðja og síðasta, Ekki málið, verður frumsýnt nú á laugardag. Það er algjört einsdæmi í íslenskri leiklistarsögu að þrjú verk, í fullri lengd, eftir sama höfund séu sýnd samdægurs. Verkið er partur af þríleik eftir Marius von Mayenburg en fyrri sýningarnar tvær þær Ellen B og Ex nutu gríðarlegra vinsælda á síðasta leikári. Ilmur og Björn í hlutverkum sínum. Jorri/Þjóðleikhúsið Að þessu sinni leikstýrir höfundurinn sjálfur sýningunni en þau Ilmur Kristjánsdóttir og Björn Thors fara með hlutverkin tvö. Eitursnjallt og áhrifaríkt Sagan segir frá Simone sem er rafeindavélfræðingur, hún er nýkomin heim úr viðskiptaferð til Ítalíu með yfirmanni sínum. Við heimkomu færir hún eiginmanni sínum, Erik, gjöf en hann hefur að vanda sinnt búi og börnum á meðan hún hefur verið í burtu og reynt þess á milli að einbeita sér að þýðingum sínum fyrir bókaforlagið sem hann vinnur hjá. Erik hikar við að opna pakkann. Er kannski eitthvað annað sem fylgir þessari gjöf? En hvað ef það væri Erik sem væri að koma heim úr viðskiptaferð og Simone hefði verið heima að sinna fjölskyldulífinu? Væri þá eitthvað á annan veg? Þau Simone og Erik takast á í verkinu Ekki málið. Jorri/Þjóðleikhúsið Fyrir þau sem vilja upplifa allar sýningarnar á sama degi er boðið upp á Mayenburgveislu laugardaginn 28. október. Fram að þeim degi verður boðið upp á þétta sýningadagskrá á Ekki málið auk stakra sýninga á fyrri verkunum tveimur. Leikhús Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Sjá meira
Um er að ræða verkin þrjú í hinum svokallaða Mayenburg þríleik, en það þriðja og síðasta, Ekki málið, verður frumsýnt nú á laugardag. Það er algjört einsdæmi í íslenskri leiklistarsögu að þrjú verk, í fullri lengd, eftir sama höfund séu sýnd samdægurs. Verkið er partur af þríleik eftir Marius von Mayenburg en fyrri sýningarnar tvær þær Ellen B og Ex nutu gríðarlegra vinsælda á síðasta leikári. Ilmur og Björn í hlutverkum sínum. Jorri/Þjóðleikhúsið Að þessu sinni leikstýrir höfundurinn sjálfur sýningunni en þau Ilmur Kristjánsdóttir og Björn Thors fara með hlutverkin tvö. Eitursnjallt og áhrifaríkt Sagan segir frá Simone sem er rafeindavélfræðingur, hún er nýkomin heim úr viðskiptaferð til Ítalíu með yfirmanni sínum. Við heimkomu færir hún eiginmanni sínum, Erik, gjöf en hann hefur að vanda sinnt búi og börnum á meðan hún hefur verið í burtu og reynt þess á milli að einbeita sér að þýðingum sínum fyrir bókaforlagið sem hann vinnur hjá. Erik hikar við að opna pakkann. Er kannski eitthvað annað sem fylgir þessari gjöf? En hvað ef það væri Erik sem væri að koma heim úr viðskiptaferð og Simone hefði verið heima að sinna fjölskyldulífinu? Væri þá eitthvað á annan veg? Þau Simone og Erik takast á í verkinu Ekki málið. Jorri/Þjóðleikhúsið Fyrir þau sem vilja upplifa allar sýningarnar á sama degi er boðið upp á Mayenburgveislu laugardaginn 28. október. Fram að þeim degi verður boðið upp á þétta sýningadagskrá á Ekki málið auk stakra sýninga á fyrri verkunum tveimur.
Leikhús Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Sjá meira