Veiðin með Gunnari Bender - Fjórði þáttur Karl Lúðvíksson skrifar 23. september 2023 09:00 Þá er komið að fjórða þættinum af Veiðinni með Gunnari Bender hér á Vísi en þættirnir hafa verið að fá mjög góðar viðtökur hjá veiðimönnum landsins. Þáttinn í heild sinni má horfa á hér fyrir neðan. Klippa: Veiðin með Gunnari Bender - 4. þáttur Í þessum þætti hittir Gunnar fyrir félagana Sævar Sverrisson tónlistarmann og Friðrik Sigþórsson fasteignasala þar sem þeir eru að hefja dag tvö í árlegu veiðiferð þeirra í Hrútafjarðará. Veiðin í Hrútafjarðará hefur verið sveiflukennd í sumar eins og í flestum ám landsins en hún er þekkt fyrir að eiga oft góða endaspretti á haustinn þegar stóru hængarnir fara á stjá. Veðrið lék við hvern sinn fingur í þessari ferð en það er yfirleitt andstæðan við það veður sem veiðimenn vilja fá í haustveiði. Í þættinum er líka áhugert að sjá hvað er að gerast í ám landsins og þá sérstaklega á norður og vesturlandi en það hefur ekki farið framhjá neinum veiðimanni að bæði hafa eldislaxar verið að ganga í árnar og ofan á það hnúðlaxar en síðarnefndu kvikindin eru farin að sýna sig í Hrútafjarðará. Stangveiði Mest lesið Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði Fínasti veiðiklúbburinn fékk fáa í Aðaldal Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Korpa rannsökuð niður í grunninn Veiði
Þáttinn í heild sinni má horfa á hér fyrir neðan. Klippa: Veiðin með Gunnari Bender - 4. þáttur Í þessum þætti hittir Gunnar fyrir félagana Sævar Sverrisson tónlistarmann og Friðrik Sigþórsson fasteignasala þar sem þeir eru að hefja dag tvö í árlegu veiðiferð þeirra í Hrútafjarðará. Veiðin í Hrútafjarðará hefur verið sveiflukennd í sumar eins og í flestum ám landsins en hún er þekkt fyrir að eiga oft góða endaspretti á haustinn þegar stóru hængarnir fara á stjá. Veðrið lék við hvern sinn fingur í þessari ferð en það er yfirleitt andstæðan við það veður sem veiðimenn vilja fá í haustveiði. Í þættinum er líka áhugert að sjá hvað er að gerast í ám landsins og þá sérstaklega á norður og vesturlandi en það hefur ekki farið framhjá neinum veiðimanni að bæði hafa eldislaxar verið að ganga í árnar og ofan á það hnúðlaxar en síðarnefndu kvikindin eru farin að sýna sig í Hrútafjarðará.
Stangveiði Mest lesið Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði Fínasti veiðiklúbburinn fékk fáa í Aðaldal Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Korpa rannsökuð niður í grunninn Veiði