Framleiðni stendur í stað og það „mun hafa áhrif í komandi kjaraviðræður“
![Framleiðni í vinnuaflsfrekum greinum eins og ferðaþjónustu er almennt lítil. Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir að framleiðni megi auka með því að skapa störf í nýjum greinum þar sem verðmætasköpun vinnuaflsins sé meiri en í þeim greinum sem fyrir séu í hagkerfinu. „Vöxtur hugverkaiðnaðar hér á landi er gott dæmi um þetta.“](https://www.visir.is/i/275D99F26C7B4E39410BC0D2CC803EE10BAD5E4130788BA49CA9FE986F7F999E_713x0.jpg)
Hagfræðingar segja að það sé áhyggjuefni að framleiðni á mann hafi ekki vaxið undanfarin ár og benda á að sú fjölgun starfa á vinnumarkaði sem hafi orðið sé að stórum hluta lágframleiðnistörf. Þessi staða mun hafa áhrif í komandi kjaraviðræðum, að sögn aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins, sem varar við því að með sama framhaldi verði ekki innstæða fyrir auknum lífsgæðum.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/247021B128F0C4BCFDB2306ED52515576CAC146E351ADF5C5C96273CC65D771E_308x200.jpg)
Raungengi krónu miðað við laun hækkaði um tíu prósent á hálfu ári
Árstíðarleiðrétt er raungengi krónunnar á mælikvarða launakostnaðar um 30 prósent yfir langtímameðaltali. „Það segir okkur að í samhengi við verðmætasköpun og okkar viðskiptalönd séu laun 30 prósent hærri en sögulega séð,“ segir hagfræðingur hjá Arion banka.