Eigendur PSG nýta fjölskyldutengslin Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2023 10:30 Sjeik Tamim bin Hamad Al Thani, eigandi PSG og emír Katar. Getty Þjóðverjinn Julian Draxler var um helgina seldur frá Paris Saint-Germain í Frakklandi til katarska liðsins Al-Ahli. Hann er þriðji leikmaður franska liðsins sem katarskir eigendur PSG selja til heimalandsins í sumar. Töluverð endurnýjun hefur orðið á leikmannahópi frönsku meistaranna í sumar eftir að Spánverjinn Luis Enrique tók við stjórnartaumunum í júní. Randal Kolo Muani, Manuel Ugarte, Ousmané Dembélé og Lucas Hernández eru á meðal leikmanna sem hafa verið keyptir dýrum dómum í frönsku höfuðborgina. Alls hefur PSG keypt 13 leikmenn í aðalliðshóp félagsins í sumar. Rýma þarf til fyrir nýjum mönnum, losa um launakostnað og selja leikmenn til að brjóta ekki reglur Knattspyrnusambands Evrópu um fjárhagslega háttvísi. PSG hefur eytt 350 milljónum evra í leikmannakaup í sumar og sölur eru þarfar til að vega á móti. Um 90 milljónir evra fengust fyrir Brasilíumanninn Neymar þegar hann færði sig til Al-Hilal í Sádi-Arabíu og Hollendingurinn Georginio Wijnaldum flutti einnig til olíuríkisins. Illa gekk aftur á móti að selja þrjá leikmenn liðsins sem Luis Enrique hafði engin not fyrir. Þá Marco Verratti, Abdou Diallo og Julian Draxler. Þá voru hæg heimatökin hjá Tamim bin Hamad Al Thani, emírs Katar og eiganda PSG, að einfaldlega fá annan meðlim konungsfjölskyldunnar, Sjeik Tamim Bin Fahad Al Thani, forseta Al-Arabi, til að kaupa tvo þeirra. Al-Arabi keypti Verratti á 45 milljónir evra og Diallo á 15 milljónir. Um helgina varð Draxler svo þriðji leikmaður Parísarliðsins til að færa sig til Katar en Al-Ahli SC keypti hann á 20 milljónir evra. PSG hefur því fengið 80 milljónir evra, tæplega tólf milljarða króna, frá félögum í katörsku úrvalsdeildinni í sumar. Það nemur rúmlega 41 prósenti af öllum tekjum liðsins á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Franski boltinn Katarski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Töluverð endurnýjun hefur orðið á leikmannahópi frönsku meistaranna í sumar eftir að Spánverjinn Luis Enrique tók við stjórnartaumunum í júní. Randal Kolo Muani, Manuel Ugarte, Ousmané Dembélé og Lucas Hernández eru á meðal leikmanna sem hafa verið keyptir dýrum dómum í frönsku höfuðborgina. Alls hefur PSG keypt 13 leikmenn í aðalliðshóp félagsins í sumar. Rýma þarf til fyrir nýjum mönnum, losa um launakostnað og selja leikmenn til að brjóta ekki reglur Knattspyrnusambands Evrópu um fjárhagslega háttvísi. PSG hefur eytt 350 milljónum evra í leikmannakaup í sumar og sölur eru þarfar til að vega á móti. Um 90 milljónir evra fengust fyrir Brasilíumanninn Neymar þegar hann færði sig til Al-Hilal í Sádi-Arabíu og Hollendingurinn Georginio Wijnaldum flutti einnig til olíuríkisins. Illa gekk aftur á móti að selja þrjá leikmenn liðsins sem Luis Enrique hafði engin not fyrir. Þá Marco Verratti, Abdou Diallo og Julian Draxler. Þá voru hæg heimatökin hjá Tamim bin Hamad Al Thani, emírs Katar og eiganda PSG, að einfaldlega fá annan meðlim konungsfjölskyldunnar, Sjeik Tamim Bin Fahad Al Thani, forseta Al-Arabi, til að kaupa tvo þeirra. Al-Arabi keypti Verratti á 45 milljónir evra og Diallo á 15 milljónir. Um helgina varð Draxler svo þriðji leikmaður Parísarliðsins til að færa sig til Katar en Al-Ahli SC keypti hann á 20 milljónir evra. PSG hefur því fengið 80 milljónir evra, tæplega tólf milljarða króna, frá félögum í katörsku úrvalsdeildinni í sumar. Það nemur rúmlega 41 prósenti af öllum tekjum liðsins á félagaskiptamarkaðnum í sumar.
Franski boltinn Katarski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira