Mari íhugar að hætta hlaupi og eignast börn Oddur Ævar Gunnarsson og Garpur I. Elísabetarson skrifa 17. september 2023 11:10 Mari er ein fremsta hlaupakona landsins og veltir nú framtíðinni fyrir sér. Vísir Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, lauk keppni í morgun í bakgarðshlaupi í Heiðmörk eftir 25 hringi. Hún segist nú íhuga að taka sér frí frá hlaupi og huga að barneignum. „Ég var úti að keppa fyrir fimm vikum og mig langaði að sjá hvar ég myndi enda og hvernig líkaminn yrði,“ segir þessi ótrúlegasta hlaupakona landsins sem hljóp 260 kílómetra í ágúst og nú 167,5 kílómetra í Heiðmörk. Horfa má á viðtal við Mari neðst í fréttinni. „Ég vissi alltaf að þetta væri heimskulegt. Hefðu kannski liðið tveir mánuðir þá hefði þetta gengið, en einn mánuður er bara ekki nóg. Ég byrjaði að finna fyrir verk í hnjánum í gærkvöldi og þar spilar veðrið pottþétt inn í.“ Mari segist aldrei raunverulega hafa tekið ákvörðun um að hætta í hlaupinu nú. Hún hafi hins vegar níðst á hnjánum síðan í gærkvöldi og ekki séð tilganginn í því að halda því áfram. Ekki búin að vera ánægð með árangurinn Þannig að þú ákvaðst að vera skynsöm hérna í dag? „Já! Vá. Þetta er rétta orðið,“ segir Mari hlæjandi sem kveðst samt alltaf vilja meira. Hún sé þess vegna leið. Hvað tekur við núna hjá þér? „Þarf ég ekki að fara að eignast börn með þessum silfurref eða?“ segir Mari enn hlæjandi og bætir við: „Ég er ekki búin að vera ánægð með árangurinn minn undanfarið. Þannig að þetta er smá svona, kannski punkturinn yfir I-ið og hvað svo? Er ég að fara að leita að næstu keppni í vor eða er ég raunverulega að fara að hugsa um barneignir?“ Það er það sem þú ert að íhuga núna? „Það er allt í lagi að taka sér ársfrí. Ég get alveg hlaupið um leið og ég er búin að punga þessu út. Það eru engin vandamál.“ Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari lenti í öðru sæti eftir 260 kílómetra hlaup Ofurhlauparinn Mari Jaersk hafnaði í öðru sæti í Heavy metal ultra bakgarðshlaupinu í Eistlandi í kvöld eftir 39 hringja hlaup. Hver hringur er 6,7 kílómetrar og hljóp Mari því samtals 261 kílómetra á mótinu. 13. ágúst 2023 23:48 „Ég sakna ekki fjölskyldunnar jafn mikið“ „Ég ólst upp aðallega hjá ömmu minni því foreldrar mínir voru ekki hæf til að sjá um mig,“ segir utanvegahlauparinn Mari Järsk. 12. ágúst 2021 12:00 Illt alls staðar og vaknaði á gólfinu heima hjá sér Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa lauk í nótt þar sem hlaupakonan Mari Jaersk bar sigur úr býtum. Hún segist hafa verið mjög þreytt á tímabili en að það hafi einfaldlega ekki staðið til boða að gefast upp. 2. maí 2022 12:32 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
„Ég var úti að keppa fyrir fimm vikum og mig langaði að sjá hvar ég myndi enda og hvernig líkaminn yrði,“ segir þessi ótrúlegasta hlaupakona landsins sem hljóp 260 kílómetra í ágúst og nú 167,5 kílómetra í Heiðmörk. Horfa má á viðtal við Mari neðst í fréttinni. „Ég vissi alltaf að þetta væri heimskulegt. Hefðu kannski liðið tveir mánuðir þá hefði þetta gengið, en einn mánuður er bara ekki nóg. Ég byrjaði að finna fyrir verk í hnjánum í gærkvöldi og þar spilar veðrið pottþétt inn í.“ Mari segist aldrei raunverulega hafa tekið ákvörðun um að hætta í hlaupinu nú. Hún hafi hins vegar níðst á hnjánum síðan í gærkvöldi og ekki séð tilganginn í því að halda því áfram. Ekki búin að vera ánægð með árangurinn Þannig að þú ákvaðst að vera skynsöm hérna í dag? „Já! Vá. Þetta er rétta orðið,“ segir Mari hlæjandi sem kveðst samt alltaf vilja meira. Hún sé þess vegna leið. Hvað tekur við núna hjá þér? „Þarf ég ekki að fara að eignast börn með þessum silfurref eða?“ segir Mari enn hlæjandi og bætir við: „Ég er ekki búin að vera ánægð með árangurinn minn undanfarið. Þannig að þetta er smá svona, kannski punkturinn yfir I-ið og hvað svo? Er ég að fara að leita að næstu keppni í vor eða er ég raunverulega að fara að hugsa um barneignir?“ Það er það sem þú ert að íhuga núna? „Það er allt í lagi að taka sér ársfrí. Ég get alveg hlaupið um leið og ég er búin að punga þessu út. Það eru engin vandamál.“
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari lenti í öðru sæti eftir 260 kílómetra hlaup Ofurhlauparinn Mari Jaersk hafnaði í öðru sæti í Heavy metal ultra bakgarðshlaupinu í Eistlandi í kvöld eftir 39 hringja hlaup. Hver hringur er 6,7 kílómetrar og hljóp Mari því samtals 261 kílómetra á mótinu. 13. ágúst 2023 23:48 „Ég sakna ekki fjölskyldunnar jafn mikið“ „Ég ólst upp aðallega hjá ömmu minni því foreldrar mínir voru ekki hæf til að sjá um mig,“ segir utanvegahlauparinn Mari Järsk. 12. ágúst 2021 12:00 Illt alls staðar og vaknaði á gólfinu heima hjá sér Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa lauk í nótt þar sem hlaupakonan Mari Jaersk bar sigur úr býtum. Hún segist hafa verið mjög þreytt á tímabili en að það hafi einfaldlega ekki staðið til boða að gefast upp. 2. maí 2022 12:32 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Mari lenti í öðru sæti eftir 260 kílómetra hlaup Ofurhlauparinn Mari Jaersk hafnaði í öðru sæti í Heavy metal ultra bakgarðshlaupinu í Eistlandi í kvöld eftir 39 hringja hlaup. Hver hringur er 6,7 kílómetrar og hljóp Mari því samtals 261 kílómetra á mótinu. 13. ágúst 2023 23:48
„Ég sakna ekki fjölskyldunnar jafn mikið“ „Ég ólst upp aðallega hjá ömmu minni því foreldrar mínir voru ekki hæf til að sjá um mig,“ segir utanvegahlauparinn Mari Järsk. 12. ágúst 2021 12:00
Illt alls staðar og vaknaði á gólfinu heima hjá sér Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa lauk í nótt þar sem hlaupakonan Mari Jaersk bar sigur úr býtum. Hún segist hafa verið mjög þreytt á tímabili en að það hafi einfaldlega ekki staðið til boða að gefast upp. 2. maí 2022 12:32