Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir 2-2 ÍBV | Allt jafnt í Árbænum Sverrir Mar Smárason skrifar 17. september 2023 20:20 Úr leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink Fylkir og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik beggja liða í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur í fallbaráttunni þar sem fyrir leikinn voru Fylkismenn með 2 stiga forskot á ÍBV sem sátu í 11. sæti deildarinnar með 19 stig. Fyrstu mínútur leiksins var allt í fínu jafnvægi og það var því upp úr þurru sem Elís Rafn Björnsson fékk boltann út til vinstri, leysti inn á miðjuna og lét vaða að marki með vinstri fæti. Eftir smá viðkomu í varnarmanni fór boltinn framhjá Guy Smit í marki ÍBV og heimamenn komnir yfir eftir 8. mínútna leik. ÍBV fékk á sig mark snemma leiks.Vísir/Anton Brink Fylkismenn bættu við marki á 21. mínútu eftir góða sókn þar sem Benedikt Daríus og Ólafur Karl Finsen léku sín á milli áður en Ólafur setti boltann í netið. Ólafur var þó flaggaður rangstæður í aðdragandanum og markið stóð því ekki. Liðin skiptust á að hafa yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en gestunum gekk illa að skapa sér almennilega marktækifæri. Það eina fékk Halldór Jón Sigurður á 11. mínútu þegar hann fékk nóg pláss og tíma til þess að athafna sig í miðjum teig Fylkis en Ólafur Kristófer varði mjög vel frá honum. Hálfleikstölur 1-0 heimamönnum í vil og þeir í ansi góðri stöðu. Síðari hálfleikurinn fór mjög rólega af stað og nánast ekkert marktækt gerðist fyrr en á 63. mínútu en það var þá sem ÍBV jafnaði metin. Jón Ingason átti þá flotta hornspyrnu á fjærstöng og þar mætti Tómas Bent einn og óvaldaður og skallaði boltann í netið. Tómas Bent fagnar marki sínu.Vísir/Anton Brink Smá hiti færðist í leikinn við jöfnunarmarkið og hart var tekist á. Nokkur spjöld litu dagsins ljós. ÍBV komst yfir á 75. mínútu eftir gott samspil úti á velli. Kevin Bru með hælsendingu á Tómas Bent sem renndi boltanum inn í teig Fylkir. Þangað mætti varamaðurinn Sverrir Páll Hjaltested, tók boltann, fór framhjá Ólafi í markinu og setti boltann í autt netið. Að mörgu leyti gegn gangi leiksins sem almennt var í miklu jafnvægi en það er í svona leikjum sem nýta þarf sína sénsa til að vinna. Sverrir Páll í leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Það var svo á 87. mínútu sem varamaður Fylkis jafnaði metin með sinni fyrstu snertingu í leiknum. Þóroddur Víkingsson kom inná tveimur mínútum áður í sínum fjórða leik í meistaraflokki. Hann fékk boltann í markteig ÍBV eftir að sending Frosta Brynjólfssonar fór af varnarmanni ÍBV. Ungi maðurinn, fæddur 2004, gerði sér lítið fyrir og skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild. Fylkismenn fagna.Vísir/Anton Brink Það sem eftir lifði leiks reyndu bæði lið að sækja sigur en að lokum varð jafntefli niðurstaðan í þriðja 2-2 jafntefli ÍBV í röð. Af hverju varð jafntefli? Fylkismenn slökktu algjörlega á sér í síðari hálfleik. Mér fannst yfirburðir ÍBV ekki þannig að þeir ættu að komast yfir en það kviknaði svo aftur á þeim eftir 2-1 markið og varamennirnir náðu að breyta tapi í jafntefli. Hverjir stóðu upp úr? Tómas Bent Magnússon bæði skoraði og lagði upp fyrir ÍBV í dag ásamt því að vinna sína óeigingjörnu vinnu sem hálfgerður sópur á miðjunni. Nikulás Val og Sveinn Gísli með flotta frammistöðu fyrir Fylki. Hvað mætti betur fara? Fylkismenn voru á köflum betri í fyrri hálfleik og hefðu þurft að skora meira þar. Þeir verða svo að halda fókus allan leikinn ætli þeir sér ekki að sogast niður í skítamál. Hins vegar verða Eyjamenn að fara að hefja leikina frá byrjun en ekki alltaf lenda í þeirri stöðu að þurfa jöfnunarmark undir lokin. Alex Freyr, fyrirliði ÍBV.Vísir/Anton Brink Hvað gerist næst? ÍBV fer í Grafarholtið og mætir Fram næsta laugardag á meðan Fylkismenn fá KA í heimsókn í Árbæ á sunnudag. Rúnar Páll: Þetta verður bráðskemmtileg lokabarátta Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, var ánægður með leikinn heilt yfir. "Þetta var hörku leikur, auðvitað viltu vinna og allt slíkt en við bara sofnum aðeins á verðinum þarna í korter í seinni hálfleiknum. Þeir jafna og komast svo yfir. Eftir það förum við aftur í gírinn og jöfnum sanngjarnt. Við fáum urmul af færum í fyrri hálfleik sem við nýttum ekki. Mér fannst við spila heilt yfir ágætlega. Þetta verður bráðskemmtileg lokabarátta," sagði Rúnar Páll. Eftir að hafa lent 1-2 undir voru það varamennirnir tveir, Frosti Brynjólfsson og Þóroddur Víkingsson, sem komu að jöfnunarmarkinu. "Jákvætt að Þóroddur kemur inná og jafnar leikinn. Frábært fyrir okkur. Strákur úr Fylkisstarfinu. Þetta er akkúrat það sem við viljum frá bekknum. Þeir áttu þetta mark og bara hrós til þeirra," sagði Rúnar. Besta deild karla Fylkir ÍBV
Fylkir og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik beggja liða í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur í fallbaráttunni þar sem fyrir leikinn voru Fylkismenn með 2 stiga forskot á ÍBV sem sátu í 11. sæti deildarinnar með 19 stig. Fyrstu mínútur leiksins var allt í fínu jafnvægi og það var því upp úr þurru sem Elís Rafn Björnsson fékk boltann út til vinstri, leysti inn á miðjuna og lét vaða að marki með vinstri fæti. Eftir smá viðkomu í varnarmanni fór boltinn framhjá Guy Smit í marki ÍBV og heimamenn komnir yfir eftir 8. mínútna leik. ÍBV fékk á sig mark snemma leiks.Vísir/Anton Brink Fylkismenn bættu við marki á 21. mínútu eftir góða sókn þar sem Benedikt Daríus og Ólafur Karl Finsen léku sín á milli áður en Ólafur setti boltann í netið. Ólafur var þó flaggaður rangstæður í aðdragandanum og markið stóð því ekki. Liðin skiptust á að hafa yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en gestunum gekk illa að skapa sér almennilega marktækifæri. Það eina fékk Halldór Jón Sigurður á 11. mínútu þegar hann fékk nóg pláss og tíma til þess að athafna sig í miðjum teig Fylkis en Ólafur Kristófer varði mjög vel frá honum. Hálfleikstölur 1-0 heimamönnum í vil og þeir í ansi góðri stöðu. Síðari hálfleikurinn fór mjög rólega af stað og nánast ekkert marktækt gerðist fyrr en á 63. mínútu en það var þá sem ÍBV jafnaði metin. Jón Ingason átti þá flotta hornspyrnu á fjærstöng og þar mætti Tómas Bent einn og óvaldaður og skallaði boltann í netið. Tómas Bent fagnar marki sínu.Vísir/Anton Brink Smá hiti færðist í leikinn við jöfnunarmarkið og hart var tekist á. Nokkur spjöld litu dagsins ljós. ÍBV komst yfir á 75. mínútu eftir gott samspil úti á velli. Kevin Bru með hælsendingu á Tómas Bent sem renndi boltanum inn í teig Fylkir. Þangað mætti varamaðurinn Sverrir Páll Hjaltested, tók boltann, fór framhjá Ólafi í markinu og setti boltann í autt netið. Að mörgu leyti gegn gangi leiksins sem almennt var í miklu jafnvægi en það er í svona leikjum sem nýta þarf sína sénsa til að vinna. Sverrir Páll í leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Það var svo á 87. mínútu sem varamaður Fylkis jafnaði metin með sinni fyrstu snertingu í leiknum. Þóroddur Víkingsson kom inná tveimur mínútum áður í sínum fjórða leik í meistaraflokki. Hann fékk boltann í markteig ÍBV eftir að sending Frosta Brynjólfssonar fór af varnarmanni ÍBV. Ungi maðurinn, fæddur 2004, gerði sér lítið fyrir og skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild. Fylkismenn fagna.Vísir/Anton Brink Það sem eftir lifði leiks reyndu bæði lið að sækja sigur en að lokum varð jafntefli niðurstaðan í þriðja 2-2 jafntefli ÍBV í röð. Af hverju varð jafntefli? Fylkismenn slökktu algjörlega á sér í síðari hálfleik. Mér fannst yfirburðir ÍBV ekki þannig að þeir ættu að komast yfir en það kviknaði svo aftur á þeim eftir 2-1 markið og varamennirnir náðu að breyta tapi í jafntefli. Hverjir stóðu upp úr? Tómas Bent Magnússon bæði skoraði og lagði upp fyrir ÍBV í dag ásamt því að vinna sína óeigingjörnu vinnu sem hálfgerður sópur á miðjunni. Nikulás Val og Sveinn Gísli með flotta frammistöðu fyrir Fylki. Hvað mætti betur fara? Fylkismenn voru á köflum betri í fyrri hálfleik og hefðu þurft að skora meira þar. Þeir verða svo að halda fókus allan leikinn ætli þeir sér ekki að sogast niður í skítamál. Hins vegar verða Eyjamenn að fara að hefja leikina frá byrjun en ekki alltaf lenda í þeirri stöðu að þurfa jöfnunarmark undir lokin. Alex Freyr, fyrirliði ÍBV.Vísir/Anton Brink Hvað gerist næst? ÍBV fer í Grafarholtið og mætir Fram næsta laugardag á meðan Fylkismenn fá KA í heimsókn í Árbæ á sunnudag. Rúnar Páll: Þetta verður bráðskemmtileg lokabarátta Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, var ánægður með leikinn heilt yfir. "Þetta var hörku leikur, auðvitað viltu vinna og allt slíkt en við bara sofnum aðeins á verðinum þarna í korter í seinni hálfleiknum. Þeir jafna og komast svo yfir. Eftir það förum við aftur í gírinn og jöfnum sanngjarnt. Við fáum urmul af færum í fyrri hálfleik sem við nýttum ekki. Mér fannst við spila heilt yfir ágætlega. Þetta verður bráðskemmtileg lokabarátta," sagði Rúnar Páll. Eftir að hafa lent 1-2 undir voru það varamennirnir tveir, Frosti Brynjólfsson og Þóroddur Víkingsson, sem komu að jöfnunarmarkinu. "Jákvætt að Þóroddur kemur inná og jafnar leikinn. Frábært fyrir okkur. Strákur úr Fylkisstarfinu. Þetta er akkúrat það sem við viljum frá bekknum. Þeir áttu þetta mark og bara hrós til þeirra," sagði Rúnar.