Fótbolti

Vålerenga mistókst að jafna Rosenborg að stigum í toppbaráttunni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir í leik með Vålerenga.
Ingibjörg Sigurðardóttir í leik með Vålerenga. Vålerenga

Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn í 2-2 jafntefli Vålerenga gegn LSK Kvinner í norsku úrvalsdeildinni. Með sigri hefði liðið getað jafnað Rosenborg að stigum í efsta sæti deildarinnar. 

Vålerenga komst tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik með mörkum Olaug Tvedten og Mimmi Lofwenius. Liðið þurfti þriggja marka sigur til að koma sér í efsta sætið og útlitið var því bjart þegar flautað var til hálfleiks. 

En leikmenn LSK voru ekki að baki brotnar og jöfnuðu leikinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Vålerenga situr því áfram í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Rosenborg í því fyrsta. 

Ingibjörg Sigurðardóttir var á dögunum gerð að fyrirliða Vålerenga. 

Enn á eftir að leika sjö umferðir í deildinni og Vålerenga á því góðan möguleika að tryggja sér titilinn. Liðið mætir Rosenborg í lokaumferð deildarinnar þann 18. nóvember. Það gæti einnig gerst að liðin mæti hvoru öðru í úrslitaleik bikarkeppninnar, en undanúrslitaleikir fara fram eftir rúmar tvær vikur. 


Tengdar fréttir

Selma Sól fór á kostum í sigri Rosenborg

Rosenborg vann 0-2 útisigur gegn Lyn í norsku úrvalsdeild kvenna. Selma Sól Magnúsdóttir fór á kostum þar sem hún kom að báðum mörkum Rosenborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×