„Auðvitað gerum við kröfu á sigur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2023 12:01 Ísak Andri Sigurgeirsson fagnaði tvítugsafmæli sínu í gær. vísir/sigurjón Ísak Andri Sigurgeirsson, leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands í fótbolta, segir að krafan sé sett á sigur gegn Tékklandi í fyrsta leik undankeppni EM í dag. Hann segir fyrstu mánuðina í atvinnumennsku hafa gengið vel. „Þetta leggst mjög vel í mig. Undirbúningurinn hjá okkur er búinn að vera mjög góður, líka þessi leikur gegn Finnlandi. Hann var mjög góður,“ sagði Ísak og vísaði til 3-2 sigur Íslendinga á Finnum í vináttulandsleik í Finnlandi á föstudaginn. Í hópi U-21 árs liðsins eru nokkrir leikmenn sem tóku þátt á EM U-19 ára í sumar auk eldri leikmanna. Ísak segir að þeir nái vel saman. „Ég myndi segja að þetta væri góð blanda af nýliðum og reynslumeiri leikmönnum sem hafa verið hérna. Það eru nokkrir sem voru í síðustu undankeppni þannig það er mikil reynsla í liðinu. Þetta er mjög góð blanda,“ sagði Ísak. Ætla sér á EM Ísland er í I-riðli undankeppni EM ásamt Tékklandi, Danmörku, Wales og Litáen. Sigurvegarar riðlanna níu í undankeppninni auk þeirra þriggja liða sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna komast beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti riðlanna fara í umspil. Frá æfingu U-21 árs landsliðsins í Víkinni í gær.vísir/sigurjón „Þetta er heilt yfir mjög jafn riðill en auðvitað er markmiðið hjá okkur að komast beint upp úr honum,“ sagði Ísak. „Ég hef heyrt að Danir og Tékkar séu mjög góðir. En við einbeitum okkur bara að okkur og ætlum upp úr þessum riðli.“ Garðbæingurinn segir íslenska liðið stefna á sigur í Víkinni í dag. „Auðvitað setjum við kröfu á það, að ná góðri byrjun í riðlinum og vinna leikinn á morgun (í dag),“ sagði Ísak. Um mitt sumar gekk Ísak í raðir Norrköping í Svíþjóð frá Stjörnunni. Hann nýtur sín vel í atvinnumennskunni. Viðbrigði í atvinnumennskunni „Lífið hefur verið geggjað. Þetta er mjög skemmtilegt en allt annað en heima,“ sagði Ísak og bætti við að lífið í atvinnumennsku hafi staðist allar væntingar þótt það sé ansi frábrugðið því sem hann er vanur. „Já, stundum getur manni leiðst mikið á daginn en maður finnur sér eitthvað að gera. Það eru smá viðbrigði að búa einn en þetta er mjög fínt.“ Öfugt við það sem margir spáðu hefur Stjörnunni gengið vel eftir að Ísak fór utan og er í 4. sæti Bestu deildarinnar. Ísak skoraði sex mörk í ellefu deildarleikjum með Stjörnunni áður en hann fór til Norrköping.vísir/hulda margrét „Jökull (Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar) er búinn að gera geggjaða hluti þarna. Það er ekkert eðlilega margir ungir leikmenn sem eru að koma upp og standa sig ekkert eðlilega vel. Það er gaman að fylgjast með þessu.“ Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 16:30 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Undirbúningurinn hjá okkur er búinn að vera mjög góður, líka þessi leikur gegn Finnlandi. Hann var mjög góður,“ sagði Ísak og vísaði til 3-2 sigur Íslendinga á Finnum í vináttulandsleik í Finnlandi á föstudaginn. Í hópi U-21 árs liðsins eru nokkrir leikmenn sem tóku þátt á EM U-19 ára í sumar auk eldri leikmanna. Ísak segir að þeir nái vel saman. „Ég myndi segja að þetta væri góð blanda af nýliðum og reynslumeiri leikmönnum sem hafa verið hérna. Það eru nokkrir sem voru í síðustu undankeppni þannig það er mikil reynsla í liðinu. Þetta er mjög góð blanda,“ sagði Ísak. Ætla sér á EM Ísland er í I-riðli undankeppni EM ásamt Tékklandi, Danmörku, Wales og Litáen. Sigurvegarar riðlanna níu í undankeppninni auk þeirra þriggja liða sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna komast beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti riðlanna fara í umspil. Frá æfingu U-21 árs landsliðsins í Víkinni í gær.vísir/sigurjón „Þetta er heilt yfir mjög jafn riðill en auðvitað er markmiðið hjá okkur að komast beint upp úr honum,“ sagði Ísak. „Ég hef heyrt að Danir og Tékkar séu mjög góðir. En við einbeitum okkur bara að okkur og ætlum upp úr þessum riðli.“ Garðbæingurinn segir íslenska liðið stefna á sigur í Víkinni í dag. „Auðvitað setjum við kröfu á það, að ná góðri byrjun í riðlinum og vinna leikinn á morgun (í dag),“ sagði Ísak. Um mitt sumar gekk Ísak í raðir Norrköping í Svíþjóð frá Stjörnunni. Hann nýtur sín vel í atvinnumennskunni. Viðbrigði í atvinnumennskunni „Lífið hefur verið geggjað. Þetta er mjög skemmtilegt en allt annað en heima,“ sagði Ísak og bætti við að lífið í atvinnumennsku hafi staðist allar væntingar þótt það sé ansi frábrugðið því sem hann er vanur. „Já, stundum getur manni leiðst mikið á daginn en maður finnur sér eitthvað að gera. Það eru smá viðbrigði að búa einn en þetta er mjög fínt.“ Öfugt við það sem margir spáðu hefur Stjörnunni gengið vel eftir að Ísak fór utan og er í 4. sæti Bestu deildarinnar. Ísak skoraði sex mörk í ellefu deildarleikjum með Stjörnunni áður en hann fór til Norrköping.vísir/hulda margrét „Jökull (Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar) er búinn að gera geggjaða hluti þarna. Það er ekkert eðlilega margir ungir leikmenn sem eru að koma upp og standa sig ekkert eðlilega vel. Það er gaman að fylgjast með þessu.“ Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 16:30 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn