Lítill drengur, stór listamaður Jónas Sen skrifar 11. september 2023 09:48 Jónas Sen fór að sjá á Magga Kjartans og fleiri í Eldborg í Hörpu laugardaginn 9. september. Hulda Margrét Hæfileikinn til að semja grípandi laglínu er ekki allra. Sennilega myndu mörg nútímatónskáld gefa annan handlegginn, eða kannski bara ömmu sína, til að geta skapað viðlíka lög og Magnús Kjartansson, eða Maggi Kjartans, hefur gert á löngum ferli. Maggi, eins og hann verður hérleiðis kallaður, hefur hrist fram úr erminni fjöldan allan af frábærum lögum. Hann hefur verið í hljómsveitum á borð við Brunaliðið, Trúbrot og Júdas. Á stórtónleikum í Eldborg í Hörpu á laugardagskvöldið mátti heyra töluvert af þessum lögum. Þetta voru t.d. Sólarsamba, Lítill drengur og To Be Grateful; hreint út sagt yndislegar tónsmíðar. Á tónleikunum kom fram stór hópur listafólks. Maggi söng sjálfur á köflum, og þótt röddin hafi ekki verið eins stöðug og tær og hún var í gamla daga, var innlifunin og tilfinningin alveg sú sama. Hann spilaði líka á flygilinn og gerði það með sannfærandi tilþrifum í nokkrum kraftmiklum sólóum. Maggi Kjartans tók alla sína helstu slagara á tónleikunum.Hulda Margrét Ófáir brandarar Kynningin á dagskránni var í höndum Magga. Þeir voru ófáir brandararnir sem hann sagði. Áheyrendur, þar á meðal undirritaður, veltust oft um af hlátri. Einhver hefur sagt að Maggi hefði getað orðið atvinnugrínisti á borð við Victor Borge. Líklega er það ekki fjarri lagi. Maggi var ekki sá eini sem var í aðalhlutverki. Aðrir söngvarar sungu einnig, skiptu lögunum á milli sín. Stefán Hilmarsson söng t.d. téðan Lítinn dreng, með dekkri röddu en Vilhjálmur Vilhjálmsson á ódauðlegri upptöku. Flutningurinn var þó ekkert síður lifandi og tilfinningaþrunginn, þótt trommuleikurinn hafi verið heldur hávær í hljóðkerfinu akkúrat á þeim tímapunkti. Hljóðmixið var reyndar ekki alveg nákvæmt hér og þar á dagskránni, stundum hefði til að mynda mátt heyrast aðeins betur í söngnum samanborið við hljóðfæraleikinn. En á heildina litið var hljóðmyndin þétt og í ágætu jafnvægi. Aðrir söngvarar voru jafnframt frábærir. Sigurður Guðmundsson var með sitt á hreinu með sína ómþýðu og dillandi raust. Sömu sögu er að segja um safaríkar raddir Selmu Björnsdóttur og Stefaníu Svavarsdóttur. Öll lögin sem þau sungu voru í senn kraftmikil og viðkvæm, einmitt eins og þau áttu að hljóma. Fullt var út úr dyrum í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöldið.Hulda Margrét Á nostalgíufylleríi Maggi hélt upp á sjötugsafmælið fyrir ekki löngu síðan. Áheyrendur voru sjálfir í eldri kantinum, einn og einn þurfti jafnvel að styðjast við göngugrind. Margir þeirra hafa sjálfsagt verið á nostalgíufylleríi. Á tónleikunum var litið um öxl og borin fram gömlu, góðu lögin sem flest hafa enst ákaflega vel. Ókei, brjálað rokkið í Trúbrotslögunum var kannski dálítið hallærislegt í nútíma samhengi, ég get ekki neitað því. En yfirleitt var tónlistin innihaldsrík, full af andagift og sígild. Hljóðfæraleikurinn á tónleikunum var prýðilegur. Eins og áður sagði var píanóleikur Magga flottur, og tveir málmblásarar og einn tréblásari sköpuðu mikla stemningu. Gítar, bassi og trommur voru líka pottþéttar, og ljúfur fiðluleikur á stöku stað var skemmtileg viðbót. Hljómsveitin The Vintage Caravan rokkaði svo af gríðarlegri áfergju. Við tókum lagið líka Ekki má gleyma okkur áheyrendunum, sem tóku lagið líka. To Be Grateful, eitt besta lag Magga, heyrðist t.d. tvisvar, fyrst sungið af honum sjálfum, og svo aftur í uppklappinu. Þá voru það áheyrendurnir sem sungu af fölskvalausri innlifun og veifuðu uppljómuðum símunum sínum. Á meðan spilaði sviðslistafólkið undir af fallegri hógværð. Þetta voru glæsilegir tónleikar. Líkt og fyrr var greint frá voru lögin mögnuð, og þau festust í hugskoti manns. Ég dansaði út í náttmyrkrið á eftir, flautandi Sólarsömbu, og það hafa örugglega margir fleiri gert. Stemningin um kvöldið var svo sannarlega ekki leiðinleg. Niðurstaða: Skemmtileg dagskrá, vandaður flutningur og ódauðleg lög. Tónlist Harpa Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Maggi, eins og hann verður hérleiðis kallaður, hefur hrist fram úr erminni fjöldan allan af frábærum lögum. Hann hefur verið í hljómsveitum á borð við Brunaliðið, Trúbrot og Júdas. Á stórtónleikum í Eldborg í Hörpu á laugardagskvöldið mátti heyra töluvert af þessum lögum. Þetta voru t.d. Sólarsamba, Lítill drengur og To Be Grateful; hreint út sagt yndislegar tónsmíðar. Á tónleikunum kom fram stór hópur listafólks. Maggi söng sjálfur á köflum, og þótt röddin hafi ekki verið eins stöðug og tær og hún var í gamla daga, var innlifunin og tilfinningin alveg sú sama. Hann spilaði líka á flygilinn og gerði það með sannfærandi tilþrifum í nokkrum kraftmiklum sólóum. Maggi Kjartans tók alla sína helstu slagara á tónleikunum.Hulda Margrét Ófáir brandarar Kynningin á dagskránni var í höndum Magga. Þeir voru ófáir brandararnir sem hann sagði. Áheyrendur, þar á meðal undirritaður, veltust oft um af hlátri. Einhver hefur sagt að Maggi hefði getað orðið atvinnugrínisti á borð við Victor Borge. Líklega er það ekki fjarri lagi. Maggi var ekki sá eini sem var í aðalhlutverki. Aðrir söngvarar sungu einnig, skiptu lögunum á milli sín. Stefán Hilmarsson söng t.d. téðan Lítinn dreng, með dekkri röddu en Vilhjálmur Vilhjálmsson á ódauðlegri upptöku. Flutningurinn var þó ekkert síður lifandi og tilfinningaþrunginn, þótt trommuleikurinn hafi verið heldur hávær í hljóðkerfinu akkúrat á þeim tímapunkti. Hljóðmixið var reyndar ekki alveg nákvæmt hér og þar á dagskránni, stundum hefði til að mynda mátt heyrast aðeins betur í söngnum samanborið við hljóðfæraleikinn. En á heildina litið var hljóðmyndin þétt og í ágætu jafnvægi. Aðrir söngvarar voru jafnframt frábærir. Sigurður Guðmundsson var með sitt á hreinu með sína ómþýðu og dillandi raust. Sömu sögu er að segja um safaríkar raddir Selmu Björnsdóttur og Stefaníu Svavarsdóttur. Öll lögin sem þau sungu voru í senn kraftmikil og viðkvæm, einmitt eins og þau áttu að hljóma. Fullt var út úr dyrum í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöldið.Hulda Margrét Á nostalgíufylleríi Maggi hélt upp á sjötugsafmælið fyrir ekki löngu síðan. Áheyrendur voru sjálfir í eldri kantinum, einn og einn þurfti jafnvel að styðjast við göngugrind. Margir þeirra hafa sjálfsagt verið á nostalgíufylleríi. Á tónleikunum var litið um öxl og borin fram gömlu, góðu lögin sem flest hafa enst ákaflega vel. Ókei, brjálað rokkið í Trúbrotslögunum var kannski dálítið hallærislegt í nútíma samhengi, ég get ekki neitað því. En yfirleitt var tónlistin innihaldsrík, full af andagift og sígild. Hljóðfæraleikurinn á tónleikunum var prýðilegur. Eins og áður sagði var píanóleikur Magga flottur, og tveir málmblásarar og einn tréblásari sköpuðu mikla stemningu. Gítar, bassi og trommur voru líka pottþéttar, og ljúfur fiðluleikur á stöku stað var skemmtileg viðbót. Hljómsveitin The Vintage Caravan rokkaði svo af gríðarlegri áfergju. Við tókum lagið líka Ekki má gleyma okkur áheyrendunum, sem tóku lagið líka. To Be Grateful, eitt besta lag Magga, heyrðist t.d. tvisvar, fyrst sungið af honum sjálfum, og svo aftur í uppklappinu. Þá voru það áheyrendurnir sem sungu af fölskvalausri innlifun og veifuðu uppljómuðum símunum sínum. Á meðan spilaði sviðslistafólkið undir af fallegri hógværð. Þetta voru glæsilegir tónleikar. Líkt og fyrr var greint frá voru lögin mögnuð, og þau festust í hugskoti manns. Ég dansaði út í náttmyrkrið á eftir, flautandi Sólarsömbu, og það hafa örugglega margir fleiri gert. Stemningin um kvöldið var svo sannarlega ekki leiðinleg. Niðurstaða: Skemmtileg dagskrá, vandaður flutningur og ódauðleg lög.
Tónlist Harpa Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira