Marco Veratti hefur verið leikmaður franska félagsins PSG síðan árið 2012. Hann hefur alls leikið 416 leiki fyrir franska liðið og unnið meistaratitilinn í Frakklandi níu sinnum á tíma sínum í París.
Síðustu vikur hefur Veratti verið orðaður við brottför frá PSG og nú virðist sem sögurnar séu að verða að veruleika.
Marco Verratti to Al Arabi, here we go! Verbal agreement finally sealed with the Italian midfielder who s set to sign on a permanent deal with Qatari club #AlArabi
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 10, 2023
Understand Verratti will travel to Doha in the next 24 hours.
PSG agreed on 45m fee 10 days ago, it s done. pic.twitter.com/sUyKjqdhG0
Samkvæmt félagaskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano hafa PSG og katarska félagið Al-Arabi náð samkomulagi um 45 milljón evra kaupverð. Veratti mun í í kjölfarið ferðast til Katar og skrifa undir samning við félagið.
Veratti er afar hæfileikaríkur miðjumaður sem á að baki 55 landsleiki fyrir Ítalíu og var hluti af liðinu sem varð Evrópumeistari árið 2021.