Það var markalaust í hálfleik í Osló. Þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik braut Selma Sól ísinn og kom Rosenborg yfir. Selma var síðan aftur á ferðinni þegar hún lagði upp annað mark á 78. mínútu á Maria Olsvik skoraði markið.
Selma Sól fékk verðskuldaða skiptingu á 78. mínútu og það er óhætt að fullyrða að hún hafi verið besti leikmaður vallarins.
Rosenborg er í efsta sæti deildarinnar eftir tuttugu leiki. Liðið hefur safnað 47 stigum og er með þriggja stiga forystu á Vålerenga sem er í öðru sæti og hefur spilað leik minna en Rosenborg.