Neymar orðinn sá markahæsti en knattspyrnusambandið viðurkennir ekki metið Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 12:30 Neymar fagnar marki sínu í gær. Vísir/Getty Neymar varð í nótt markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins í knattspyrnu þegar hann skoraði tvö mörk í 5-1 sigri liðsins gegn Bólivíu. Með fyrra marki sínu í leiknum tók Neymar fram úr þrefalda heimsmeistaranum Pelé og varð markahæstur í sögu brasilíska landsliðsins sem fimm sinnum hefur hampað heimsmeistaratitlinum. Markið kom á 61. mínútu leiksins og var mark númer sjötíu og átta á landsliðsferli Neymar en hann skoraði annað mark í uppbótartíma. Hann fagnaði metmarkinu með því að steyta hnefann upp í loftið, fagn sem Pelé var þekktur fyrir. „Ég er mjög ánægður, það eru enginn orð til að lýsa þessu,“ sagði Neymar í viðtali eftir leikinn í nótt. Neymar has surpassed Pele as Brazil's male all-time top scorer pic.twitter.com/aVaeeiQfym— Match of the Day (@BBCMOTD) September 9, 2023 „Ég hélt aldrei að ég myndi ná þessu meti.“ Neymar hafði misnotað vítaspyrnu fyrr í leiknum en náði svo metinu í síðari hálfleiknum. Brasilíska knattspyrnusambandið er reyndar enn með Pelé efstan á lista yfir markahæstu leikmenn landsliðsins. Þar er hann skráður með 95 mörk í 114 leikjum en FIFA telur ekki með mörk sem Pelé skoraði í æfingaleikjum gegn félagsliðum. Neymar has surpassed Pele s Brazil goalscoring record.He s the only person to score in both Champions League & Copa Libertadores finals and be on the winning side.There s a refusal to give him due credit, but he should be considered one of the greats. @Zonal_Marking— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 9, 2023 Forseti brasilíska knattspyrnusambandsins sagði í viðtali eftir leik að Neymar væri nú orðinn markahæsti leikmaður Brasilíu í leikjum gegn landsliðum. Góðgerðasamtök í nafni Pelé viðurkenndu hins vegar metið. „Til hamingju Neymar Jr. með að hafa farið uppfyrir Kónginn á lista yfir markahæstu leikmenn Brasilíu í opinberum leikjum. Pelé klappar án efa fyrir þér í dag,“ mátti lesa á samfélagsmiðlum samtakanna. Pelé lést úr krabbameini undir lok síðasta árs 82 ára að aldri. Brasilía mætir Perú á miðvikudagskvöldið. Brasilía Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Með fyrra marki sínu í leiknum tók Neymar fram úr þrefalda heimsmeistaranum Pelé og varð markahæstur í sögu brasilíska landsliðsins sem fimm sinnum hefur hampað heimsmeistaratitlinum. Markið kom á 61. mínútu leiksins og var mark númer sjötíu og átta á landsliðsferli Neymar en hann skoraði annað mark í uppbótartíma. Hann fagnaði metmarkinu með því að steyta hnefann upp í loftið, fagn sem Pelé var þekktur fyrir. „Ég er mjög ánægður, það eru enginn orð til að lýsa þessu,“ sagði Neymar í viðtali eftir leikinn í nótt. Neymar has surpassed Pele as Brazil's male all-time top scorer pic.twitter.com/aVaeeiQfym— Match of the Day (@BBCMOTD) September 9, 2023 „Ég hélt aldrei að ég myndi ná þessu meti.“ Neymar hafði misnotað vítaspyrnu fyrr í leiknum en náði svo metinu í síðari hálfleiknum. Brasilíska knattspyrnusambandið er reyndar enn með Pelé efstan á lista yfir markahæstu leikmenn landsliðsins. Þar er hann skráður með 95 mörk í 114 leikjum en FIFA telur ekki með mörk sem Pelé skoraði í æfingaleikjum gegn félagsliðum. Neymar has surpassed Pele s Brazil goalscoring record.He s the only person to score in both Champions League & Copa Libertadores finals and be on the winning side.There s a refusal to give him due credit, but he should be considered one of the greats. @Zonal_Marking— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 9, 2023 Forseti brasilíska knattspyrnusambandsins sagði í viðtali eftir leik að Neymar væri nú orðinn markahæsti leikmaður Brasilíu í leikjum gegn landsliðum. Góðgerðasamtök í nafni Pelé viðurkenndu hins vegar metið. „Til hamingju Neymar Jr. með að hafa farið uppfyrir Kónginn á lista yfir markahæstu leikmenn Brasilíu í opinberum leikjum. Pelé klappar án efa fyrir þér í dag,“ mátti lesa á samfélagsmiðlum samtakanna. Pelé lést úr krabbameini undir lok síðasta árs 82 ára að aldri. Brasilía mætir Perú á miðvikudagskvöldið.
Brasilía Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira