„Þessir strákar verða að stíga upp og gerast leiðtogar í liðinu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 12:01 Lárus Orri og Kári ræddu um leiðtoga í íslenska landsliðinu eftir leikinn gegn Lúxemborg í gær. Vísir Fyrrum landsliðsmennirnir Lárus Orri Sigurðsson og Kári Árnason kalla eftir að menn stígi upp innan íslenska landsliðsins og taki á sig leiðtogahlutverk. Þeir eiga erfitt með að benda á leiðtoga innan leikmannahópsins í dag. Lárus Orri og Kári voru sérfræðingar Stöð 2 Sport í umfjöllun um landsleik Íslands og Lúxemborg í gær. Ísland tapaði leiknum 3-1 en þetta er í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið bíður lægri hlut gegn Lúxemborg í keppnisleik. Í umræðuþætti eftir leikinn sem Kjartan Atli Kjartansson stýrði fór af stað umræða um leiðtoga í íslenska landsliðshópnum. Þeir Lárus Orri og Kári áttu erfitt með að sjá hver væri í leiðtogahlutverki innan landsliðsins. „Ef þú horfir á liðið í dag, liðið sem við stillum upp í dag. Hver er leiðtoginn í liðinu?“ spurði Lárus Orri. „Það er kannski ekki einn einhver bein leiðtogi. Eins og þetta var þá voru margir. Aron var alltaf með bandið og þvílíkur leiðtogi en það var hellingur af leikmönnum sem voru að hjálpa til við að leiða liðið áfram,“ svaraði Kári en hann lék með landsliðinu um árabil og fór með liðinu bæði á Evrópumótið árið 2016 sem og heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018. „Í dag, ég veit ekki alveg hvern ég á að benda á. Það er svolítið erfitt. Þetta snýst líka bara um að taka ábyrgð á sínu.“ Lárus Orri tók undir þessi orð og bætti við að nú væru ekki leikmenn til staðar eins og Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson. „Mér finnst að leikmaður eins og Guðlaugur Victor Pálsson eigi að átta sig á þessari stöðu. Hann verður bara að stíga upp í þetta. Hann verður bara að taka ábyrgð og gerast leiðtogi þó það sé honum ekki blóð borið eða honum náttúrulegt. Sama með Jóhann Berg. Sama með Alfreð.“ „Það þýðir ekkert að segja bara að okkur vanti leiðtoga. Þessir strákar verða að stíga upp og gerast leiðtogar í liðinu.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Kára og Lárusar Orra má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um leiðtoga í landsliðinu Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Í beinni: Man. City - Bournemouth | De Bruyne kveður Etihad „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Sjá meira
Lárus Orri og Kári voru sérfræðingar Stöð 2 Sport í umfjöllun um landsleik Íslands og Lúxemborg í gær. Ísland tapaði leiknum 3-1 en þetta er í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið bíður lægri hlut gegn Lúxemborg í keppnisleik. Í umræðuþætti eftir leikinn sem Kjartan Atli Kjartansson stýrði fór af stað umræða um leiðtoga í íslenska landsliðshópnum. Þeir Lárus Orri og Kári áttu erfitt með að sjá hver væri í leiðtogahlutverki innan landsliðsins. „Ef þú horfir á liðið í dag, liðið sem við stillum upp í dag. Hver er leiðtoginn í liðinu?“ spurði Lárus Orri. „Það er kannski ekki einn einhver bein leiðtogi. Eins og þetta var þá voru margir. Aron var alltaf með bandið og þvílíkur leiðtogi en það var hellingur af leikmönnum sem voru að hjálpa til við að leiða liðið áfram,“ svaraði Kári en hann lék með landsliðinu um árabil og fór með liðinu bæði á Evrópumótið árið 2016 sem og heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018. „Í dag, ég veit ekki alveg hvern ég á að benda á. Það er svolítið erfitt. Þetta snýst líka bara um að taka ábyrgð á sínu.“ Lárus Orri tók undir þessi orð og bætti við að nú væru ekki leikmenn til staðar eins og Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson. „Mér finnst að leikmaður eins og Guðlaugur Victor Pálsson eigi að átta sig á þessari stöðu. Hann verður bara að stíga upp í þetta. Hann verður bara að taka ábyrgð og gerast leiðtogi þó það sé honum ekki blóð borið eða honum náttúrulegt. Sama með Jóhann Berg. Sama með Alfreð.“ „Það þýðir ekkert að segja bara að okkur vanti leiðtoga. Þessir strákar verða að stíga upp og gerast leiðtogar í liðinu.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Kára og Lárusar Orra má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um leiðtoga í landsliðinu
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Í beinni: Man. City - Bournemouth | De Bruyne kveður Etihad „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn