Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavík vann lífsnauðsynlegan sigur gegn ÍBV Dagur Lárusson skrifar 10. september 2023 17:54 Keflavík er enn á lífi í fallbaráttunni. Vísir/Anton Keflavík hafði betur gegn ÍBV, 1-2, í fallbaráttuslag liðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta á Hásteinsvelli í dag en með sigrinum náði Keflavík að bjarga sér frá falli í bili. Gestirnir frá Keflavík byrjuðu leikinn betur og fengu þó nokkur færi á fyrstu mínútum leiksins en fyrsta markið lét þó ekki sjá sig fyrr en á 34.mínútu. Þá fékk Melanie Rendeiro boltann á vinstri kantinum og átti frábæra fyrirgjöf inn á teig sem endaði á kollinum á Söndru Voitane sem skallaði boltann í fjærhornið. Staðan orðin 0-1. Það tók ÍBV þó ekki langan tíma að jafna metin. Kristín Erna fékk boltann inn fyrir vörn Keflavíkur og gaf síðan út fyrir teig á Caeley Lordemann sem þrumaði boltanum í netið. Staðan 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Leikurinn var heldur jafn til að byrja með í seinni hálfleiknum en þegar líða fór á fóru sóknir gestanna að þyngjast og var Melanie Rendeiro þar í aðalhlutverki og það var hún sem kom gestunum aftur yfir á 83.mínútu. Ameera Hussen fékk boltann inn á teig ÍBV og náði að halda í hann þrátt fyrir mikla pressu frá varnarmanni og gaf síðan boltann á Melanie sem kom á ferðinni og skaut boltanum í netið. Staðan orðin 1-2 og það reyndust lokatölur þrátt fyrir mikinn sóknarþunga frá ÍBV undir lokin. Afhverju vann Keflavík? Það sást strax í byrjun að það var að duga eða drepast fyrir leikmenn Keflavíkur, þær vissu að ef þær myndu tapa leiknum og Tindastóll myndi vinna að þá væri liðið farið niður. Þær börðust fyrir hverjum einasta bolta allan leikinn. Hverjar stóðu uppúr? Það er engin spurning að Melanie Rendeiro var best á vellinum í dag. Hún lagði upp fyrra mark gestanna og skoraði það seinna og átti fullt af skotum að marki og hún náði alltaf að skapa mikinn usla við mark ÍBV með hornspyrnum sínum. Hvað fór illa? ÍBV virtist ætla að treysta á Olgu í skyndisóknum sínum en þetta var ekki besti leikur Olgu í sumar, hún komst aldrei í takt við leikinn. Hvað gerist næst? Keflavík tekur á móti Selfossi í lokaumferðinni á laugardaginn næsta á meðan ÍBV mætir Tindastól á sama tíma. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna ÍBV Keflavík ÍF
Keflavík hafði betur gegn ÍBV, 1-2, í fallbaráttuslag liðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta á Hásteinsvelli í dag en með sigrinum náði Keflavík að bjarga sér frá falli í bili. Gestirnir frá Keflavík byrjuðu leikinn betur og fengu þó nokkur færi á fyrstu mínútum leiksins en fyrsta markið lét þó ekki sjá sig fyrr en á 34.mínútu. Þá fékk Melanie Rendeiro boltann á vinstri kantinum og átti frábæra fyrirgjöf inn á teig sem endaði á kollinum á Söndru Voitane sem skallaði boltann í fjærhornið. Staðan orðin 0-1. Það tók ÍBV þó ekki langan tíma að jafna metin. Kristín Erna fékk boltann inn fyrir vörn Keflavíkur og gaf síðan út fyrir teig á Caeley Lordemann sem þrumaði boltanum í netið. Staðan 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Leikurinn var heldur jafn til að byrja með í seinni hálfleiknum en þegar líða fór á fóru sóknir gestanna að þyngjast og var Melanie Rendeiro þar í aðalhlutverki og það var hún sem kom gestunum aftur yfir á 83.mínútu. Ameera Hussen fékk boltann inn á teig ÍBV og náði að halda í hann þrátt fyrir mikla pressu frá varnarmanni og gaf síðan boltann á Melanie sem kom á ferðinni og skaut boltanum í netið. Staðan orðin 1-2 og það reyndust lokatölur þrátt fyrir mikinn sóknarþunga frá ÍBV undir lokin. Afhverju vann Keflavík? Það sást strax í byrjun að það var að duga eða drepast fyrir leikmenn Keflavíkur, þær vissu að ef þær myndu tapa leiknum og Tindastóll myndi vinna að þá væri liðið farið niður. Þær börðust fyrir hverjum einasta bolta allan leikinn. Hverjar stóðu uppúr? Það er engin spurning að Melanie Rendeiro var best á vellinum í dag. Hún lagði upp fyrra mark gestanna og skoraði það seinna og átti fullt af skotum að marki og hún náði alltaf að skapa mikinn usla við mark ÍBV með hornspyrnum sínum. Hvað fór illa? ÍBV virtist ætla að treysta á Olgu í skyndisóknum sínum en þetta var ekki besti leikur Olgu í sumar, hún komst aldrei í takt við leikinn. Hvað gerist næst? Keflavík tekur á móti Selfossi í lokaumferðinni á laugardaginn næsta á meðan ÍBV mætir Tindastól á sama tíma.