Í gær fór hitinn í Lúxemborg í 35 gráður. Búist er við miklum hita þegar leikurinn fer fram í kvöld og ákveðið hefur verið að hafa vatnspásu í báðum hálfleikjum.
Uppselt er á leikinn á hinum glæsilega Stade de Luxembourg. Völlurinn var vígður fyrir tveimur árum og tekur rúmlega níu þúsund manns í sæti.
Ísland er í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar með þrjú stig en Lúxemborg í því þriðja með sjö stig.
Leikur Lúxemborg og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00.