„Flestir leikmennirnir eru búnir að vera spila með sínum félagsliðum í byrjun tímabilsins og það er gott. Það er mjög mikilvægt að hafa leikmenn í landsliðinu sem eru fastamenn hjá félagsliðum.“
Hann segir að ekkert annað komi til greina heldur að taka smá áhættu á morgun og sækja á heimamenn.
„Því miður erum við bara í þessari stöðu. Við munum setja í fimmta gír og sækja á þá alveg frá byrjun. Við verðum að ná í sex stig í þessum glugga til að eiga séns á því að komast áfram. Það er alveg á hreinu að við munum taka sénsa í leiknum, við verðum að gera það,“ segir þjálfarinn.
Hann staðfestir að enginn leikmaður er að glíma við meiðsli í hópnum.
Ísland mætir Lúxemborg í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsending hefst klukkan 18 en leikurinn hefst klukkan 18:45. Leikurinn verður í opinni dagskrá.