Mikilvægi leiksins kýrskýrt í huga Åge: „Verðum að mæta til leiks á fullu gasi“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 11:30 Åge Hareide varð að sætta sig við tap, 2-1 gegn Slóvakíu, í fyrsta leik sínum sem landsliðsþjálfari Íslands á laugardaginn. VÍSIR/VILHELM Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á morgun. Íslenska landsliðið verður að sækja þrjú stig til þess að halda möguleikum sínum í riðlinum á floti. „Við vitum að við eigum von á erfiðum leik vegna þess að þetta lið Lúxemborgar er að gera mjög vel í undankeppninni,“ sagði Åge á blaðamannafundinum í dag. „Ég hef verið hér áður sem þjálfari og þetta er lið sem hefur bætt sig mjög mikið milli ára.“ Ef íslenska landsliðið ætlar að eiga einhverja möguleika á að komast beint á EM 2024 í Þýskalandi þarf það að vinna Lúxemborg. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar með þrjú stig, sjö stigum frá 2. sætinu þar sem Slóvakar sitja. „Við fengum ekki stigin sem okkur vantaði gegn Slóvakiu og Portúgal í síðasta verkefni. Lúxemborg hefur gert mjög vel og leikurinn á morgun verður erfiður, en við erum undirbúnir fyrir það. Það er ekkert annað í boði en sigur fyrir okkur í þessum leik.“ En hvernig metur hann lið Lúxemborgar nú frá því sem hafði kynnst áður úr fyrri viðureign sinni? „Liðið hefur bætt sig mjög mikið frammistöðulega séð sem lið. Það er stóra breytingin hjá liðinu og það er það sem er svo mikilvægt á þessu landsliðssviði. Þú þarft að byggja upp lið með ákveðna menningu og koma upp hefð, það hefur Lúxemborg gert mjög vel.“ Hafa hrist af sér flensu En að liði Íslands. Eru allir leikmenn heilir og klárir í leikinn? „Það eru allir klárir í leikinn, einhverjir leikmenn áttu við kvef að stríða fyrr í vikunni en þeir eru í lagi núna.“ Þá var Åge spurður út í það, af ummælum hans í fyrri viðtölum að dæma, af hverju hann einblíni alltaf á það að ná 3.sæti riðilsins. „Vegna þess að þriðja sætið er næst okkur og gefur okkur möguleika á umspili í gegnum Þjóðadeild UEFA á næsta ári. Ef við náum ekki 2. sætinu þá stefnum við á það þriðja.“ Íslenska liðið megi ekki gefa liði Lúxemborgar svæði til þess að spila sinn leik á morgun. „Ef við gefum þeim svæði til þess að spila sinn bolta þá munu þeir gera það. Við verðum að passa upp á boltann og loka á styrkleika þessa liðs. Við verðum að berjast af krafti á morgun.“ Klárt í hans huga hvað þarf að bæta Åge hefur áður sagt að hann sé afar ánægður með frammistöðuna sem íslenska landsliðið sýndi í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í síðasta landsliðsverkefni. Stigasöfnunin var þó engin úr þeim leikjum, hvað vill Norðmaðurinn sjá íslenska landsliðið bæta í komandi leikjum? „Skora mörk, sér í lagi ef ég horfi á leikinn gegn Slóvakíu í síðasta verkefni. Við áttum að ganga frá þeim leik. Þá þurfum við einnig að verjast vel og það höfum við sýnt að við getum vel gert. Það sama verður að vera upp á teningnum á morgun. Við verðum að mæta til leiks á fullu gasi.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport á morgun. Við hefjum upphitun klukkan 18:00. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Sjá meira
„Við vitum að við eigum von á erfiðum leik vegna þess að þetta lið Lúxemborgar er að gera mjög vel í undankeppninni,“ sagði Åge á blaðamannafundinum í dag. „Ég hef verið hér áður sem þjálfari og þetta er lið sem hefur bætt sig mjög mikið milli ára.“ Ef íslenska landsliðið ætlar að eiga einhverja möguleika á að komast beint á EM 2024 í Þýskalandi þarf það að vinna Lúxemborg. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar með þrjú stig, sjö stigum frá 2. sætinu þar sem Slóvakar sitja. „Við fengum ekki stigin sem okkur vantaði gegn Slóvakiu og Portúgal í síðasta verkefni. Lúxemborg hefur gert mjög vel og leikurinn á morgun verður erfiður, en við erum undirbúnir fyrir það. Það er ekkert annað í boði en sigur fyrir okkur í þessum leik.“ En hvernig metur hann lið Lúxemborgar nú frá því sem hafði kynnst áður úr fyrri viðureign sinni? „Liðið hefur bætt sig mjög mikið frammistöðulega séð sem lið. Það er stóra breytingin hjá liðinu og það er það sem er svo mikilvægt á þessu landsliðssviði. Þú þarft að byggja upp lið með ákveðna menningu og koma upp hefð, það hefur Lúxemborg gert mjög vel.“ Hafa hrist af sér flensu En að liði Íslands. Eru allir leikmenn heilir og klárir í leikinn? „Það eru allir klárir í leikinn, einhverjir leikmenn áttu við kvef að stríða fyrr í vikunni en þeir eru í lagi núna.“ Þá var Åge spurður út í það, af ummælum hans í fyrri viðtölum að dæma, af hverju hann einblíni alltaf á það að ná 3.sæti riðilsins. „Vegna þess að þriðja sætið er næst okkur og gefur okkur möguleika á umspili í gegnum Þjóðadeild UEFA á næsta ári. Ef við náum ekki 2. sætinu þá stefnum við á það þriðja.“ Íslenska liðið megi ekki gefa liði Lúxemborgar svæði til þess að spila sinn leik á morgun. „Ef við gefum þeim svæði til þess að spila sinn bolta þá munu þeir gera það. Við verðum að passa upp á boltann og loka á styrkleika þessa liðs. Við verðum að berjast af krafti á morgun.“ Klárt í hans huga hvað þarf að bæta Åge hefur áður sagt að hann sé afar ánægður með frammistöðuna sem íslenska landsliðið sýndi í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í síðasta landsliðsverkefni. Stigasöfnunin var þó engin úr þeim leikjum, hvað vill Norðmaðurinn sjá íslenska landsliðið bæta í komandi leikjum? „Skora mörk, sér í lagi ef ég horfi á leikinn gegn Slóvakíu í síðasta verkefni. Við áttum að ganga frá þeim leik. Þá þurfum við einnig að verjast vel og það höfum við sýnt að við getum vel gert. Það sama verður að vera upp á teningnum á morgun. Við verðum að mæta til leiks á fullu gasi.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport á morgun. Við hefjum upphitun klukkan 18:00.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu