Fótbolti

Vålerenga á­fram með í Meistara­deildinni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir er leikmaður Vålerenga.
Ingibjörg Sigurðardóttir er leikmaður Vålerenga. Vålerenga

Ingibjörg Sigurðardóttir var með fyrirliðabandið hjá Vålerenga þegar liðið vann góðan sigur á Minsk í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í dag.

Riðillinn sem Vålerenga leikur í fer fram á heimavelli liðsins í Noregi og var leikurinn gegn Minsk annar af tveimur undanúrslitaleikjum riðilsins. Liðin sem vinna sigra í undanúrslitum mætast síðan í úrslitum þar sem sigurvegarinn fær sæti í næstu umferð.

Ingibjörg var á sínum stað í vörn Vålerenga í dag en hún var nýverið gerð að fyrirliða liðsins. Mimmi Löfwenius kom norska liðinu yfir strax á 9. mínútu en Marina Kiskonen jafnaði metin fyrir Minsk fjórum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks.

Karina Sævik var hins vegar ekki lengi að svara fyrir Vålerenga sem leiddi 2-1 í hálfleik.

Í síðari hálfleiknum tryggði Vålerenga sér síðan sigurinn sjö mínútum fyrir leikslok þegar Ylinn Tennebö skoraði þriðja mark liðsins. Lokatölur 3-1 og Vålerenga því áfram með í Meistaradeildinni en liðið mætir Celtic í úrslitum á laugardag. Skoska liðið vann 1-0 sigur á Bröndby fyrr í dag.

Valskonur eru sömuleiðis komnar í úrslitaleik síns riðils eftir 2-1 sigur á Ankara Fomget fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×