Bosnía setur lykilleikmann í bann fyrir leikinn gegn Íslandi Smári Jökull Jónsson skrifar 6. september 2023 19:31 Anel Ahmedhodzic í baráttunn við Erling Haaland í leik Sheffield United og Manchester City á dögunum. Vísir/Getty Landslið Bosníu og Hersegóvínu verður án lykilleikmanns í landsleiknum gegn Íslandi í næstu viku. Knattspyrnusamband landsins hefur sett leikmanninn í bann og trúir ekki útskýringum hans um meiðsli. Ísland og Bosnía og Hersegóvína mætast á Laugardalsvelli á mánudaginn kemur. Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári en Ísland þarf nauðsynlega á sigri að halda í leiknum eftir misjafnt gengi í riðlinum til þessa. Liðin mættust í Bosníu í mars þar sem heimamenn fóru með 3-0 sigur af hólmi. Síðan þá er búið að skipta um landsliðsþjálfara hjá íslenska liðinu og Åge Hareide tekinn við af Arnari Þór Viðarssyni. Bosnía og Hersegóvína verður hins vegar án lykilmanns síns í leiknum á Laugardalsvelli. Anel Ahmedhodzic, sem leikur sem miðvörður með Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið settur í bann af eigin knattspyrnusambandi. Ahmedhodzic boðaði forföll þegar hann var valinn í landsliðshópinn fyrir leiki Bosníu og Hersegóvinu fyrir leiki liðsins gegn Íslandi og Lichtenstein. Hann lék níutíu mínútur með Sheffield United gegn Everton á laugardag og en boðaði forföll í kjölfarið vegna meiðsla. Trúa ekki meiðslasögunni Knattspyrnusambandið fékk skýrslu vegna meiðslanna frá Sheffield United þar sem fram kom að meiðslin væru ekki alvarleg. Sambandið tók í kjölfarið ákvörðun um að setja Ahmedhodzic í bann. „Enginn leikmaður getur skorast undan þeirri ábyrgð að mæta þegar landsliðið hittist, nema við sérstakar aðstæður eða vegna meiðsla. Þar sem þessi meiðsli eru ekki það alvarleg að þau hindra hann í að taka þátt með landsliðinu höfum við ákveðið að setja hann í bann og hefur rannsókn á málinu verið sett í gang,“ skrifar knattspyrnusamband Bosníu og Hersegóvínu. Í yfirlýsingu sambandsins kemur einnig fram að reynt hafi verið að ná sambandi við Ahmedhodzic án árangurs. Ahmedhodzic gekk til liðs við Sheffield United frá sænska liðinu Malmö FF árið 2022 en hann er uppalinn hjá sænska liðinu. Hann lék allan fyrri leik Íslands og Bosníu og Hersegóvinu í mars og hefur verið lykilmaður í vörn liðsins síðustu mánuðina. Landslið karla í fótbolta Bosnía og Hersegóvína EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjá meira
Ísland og Bosnía og Hersegóvína mætast á Laugardalsvelli á mánudaginn kemur. Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári en Ísland þarf nauðsynlega á sigri að halda í leiknum eftir misjafnt gengi í riðlinum til þessa. Liðin mættust í Bosníu í mars þar sem heimamenn fóru með 3-0 sigur af hólmi. Síðan þá er búið að skipta um landsliðsþjálfara hjá íslenska liðinu og Åge Hareide tekinn við af Arnari Þór Viðarssyni. Bosnía og Hersegóvína verður hins vegar án lykilmanns síns í leiknum á Laugardalsvelli. Anel Ahmedhodzic, sem leikur sem miðvörður með Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið settur í bann af eigin knattspyrnusambandi. Ahmedhodzic boðaði forföll þegar hann var valinn í landsliðshópinn fyrir leiki Bosníu og Hersegóvinu fyrir leiki liðsins gegn Íslandi og Lichtenstein. Hann lék níutíu mínútur með Sheffield United gegn Everton á laugardag og en boðaði forföll í kjölfarið vegna meiðsla. Trúa ekki meiðslasögunni Knattspyrnusambandið fékk skýrslu vegna meiðslanna frá Sheffield United þar sem fram kom að meiðslin væru ekki alvarleg. Sambandið tók í kjölfarið ákvörðun um að setja Ahmedhodzic í bann. „Enginn leikmaður getur skorast undan þeirri ábyrgð að mæta þegar landsliðið hittist, nema við sérstakar aðstæður eða vegna meiðsla. Þar sem þessi meiðsli eru ekki það alvarleg að þau hindra hann í að taka þátt með landsliðinu höfum við ákveðið að setja hann í bann og hefur rannsókn á málinu verið sett í gang,“ skrifar knattspyrnusamband Bosníu og Hersegóvínu. Í yfirlýsingu sambandsins kemur einnig fram að reynt hafi verið að ná sambandi við Ahmedhodzic án árangurs. Ahmedhodzic gekk til liðs við Sheffield United frá sænska liðinu Malmö FF árið 2022 en hann er uppalinn hjá sænska liðinu. Hann lék allan fyrri leik Íslands og Bosníu og Hersegóvinu í mars og hefur verið lykilmaður í vörn liðsins síðustu mánuðina.
Landslið karla í fótbolta Bosnía og Hersegóvína EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjá meira