Fullyrða að þjálfari heimsmeistaranna verði látinn fara í vikunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2023 07:30 Jorge Vilda (t.h.) gerði Spánverja að heimmsmeisturum kvenna í fyrsta sinn í sögunni. Hann er þó langt frá því að vera laus við að vera umdeildur. Maja Hitij - FIFA/FIFA via Getty Images Spænski miðillinn Sport.es greindi frá því í gærkvöldi að búið sé að taka ákvörðun um að láta Jorge Vilda, þjálfara spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, taka poka sinn í vikunni. Vilda gerði Spánverja að heimsmeisturum í fyrsta sinn í sögunni í kvennaflokki í síðasta mánuði, en þrátt fyrir það hefur hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, verið efst á baugi í fréttaflutningi eftir mótið. Rubialessmellti rembingskossi á Jenni Hermoso gegn hennar vilja í verðlaunaafhendingunni og í kjölfarið var hann dæmdur í 90 daga bann frá afskiptum af knattspyrnu af FIFA. Á neyðarfundi spænska sambandsins sást Vilda svo klappa fyrir ræðu Rubiales þar sem hann sagðist ekki ætla að hætta sem forseti. Í ræðunni bauð Rubiales Vilda einnig nýjan ofursamning og því nokkuð ljóst að þeir félagar styðja við bakið á hvorum öðrum. Þá hjálpar það líklega ekki stöðu Vilda sem þjálfari spænska kvennalandsliðsins að fyrir heimsmeistaramótið ríkti einnig mikil ólga í kringum liðið. Fjöldi leikmanna neituðu að æfa og spila fyrir landsliðið á meðan Vilda var við völd og 15 leikmenn sendu sameiginlegt bréf á spænska sambandið þar sem því var haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Nú deilir Colin Millar, íþróttafréttamaður hjá The Daily Mail, grein frá spænska miðlinum Sport.es þar sem fullyrt er að Vilda verði látinn hætta sem þjálfari spænska liðsins strax í þessari viku. Búið sé að taka ákvörðunina, en fyrst þurfi Pedro Rocha, bráðabirgðaforseti spænska knattspyrnusambandsins, að funda með Vilda áður en tilkynnt verði um botthvarf þjálfarans. Spain women national team coach Jorge Vilda is leaving his position . Only an official announcement is missing and is expected early this week. Comes just 10 days after Rubiales - unauthorised - publicly promised him a long-term, lucrative contract. https://t.co/2vixggeDxP— Colin Millar (@Millar_Colin) September 4, 2023 Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Spænska knattspyrnusambandið leitar leiða til að reka Vilda Spænska knattspyrnusambandið skoðar nú hvort það sé möguleiki á því að reka Jorge Vilda, þjálfara spænska kvennalandsliðsins. 29. ágúst 2023 18:00 Allt þjálfarateymi spænska landsliðsins segir upp störfum en Vilda fer ekki fet Allt þjálfarateymi Jorge Vilda hefur sagt upp störfum í mótmælaskyni vegna framferðis Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Alls eru ellefu þjálfarar og starfsfólk sem yfirgefið liðið og lýsa þau yfir eindregnum stuðningi við Jenni Hermoso. 26. ágúst 2023 16:41 Rubiales bauð Vilda nýjan ofursamning í varnarræðu sinni Luis Rubiales fór mikinn í ræðu sinni á fundi spænska knattspyrnusambandsins, sagðist ekki ætla að segja af sér sem forseti þess og lýsti yfir stuðningi sínum við umdeildan þjálfara kvennalandsliðsins. 25. ágúst 2023 15:00 Þjálfari spænska kvennalandsliðsins gerir 14 breytingar eftir uppreisn leikmanna Jorge Vilda, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert 14 breytingar á liði sínu fyrir leiki liðsins í október eftir að stór hluti landsliðshópsins sendi bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. 1. október 2022 09:30 Uppreisn á Spáni: Vilja þjálfarann burt og sambandið hótar bönnum 15 leikmenn spænska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hafnað því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Þær vilja ekki spila fyrir þjálfarann Jorge Vilda. 23. september 2022 09:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Sjá meira
Vilda gerði Spánverja að heimsmeisturum í fyrsta sinn í sögunni í kvennaflokki í síðasta mánuði, en þrátt fyrir það hefur hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, verið efst á baugi í fréttaflutningi eftir mótið. Rubialessmellti rembingskossi á Jenni Hermoso gegn hennar vilja í verðlaunaafhendingunni og í kjölfarið var hann dæmdur í 90 daga bann frá afskiptum af knattspyrnu af FIFA. Á neyðarfundi spænska sambandsins sást Vilda svo klappa fyrir ræðu Rubiales þar sem hann sagðist ekki ætla að hætta sem forseti. Í ræðunni bauð Rubiales Vilda einnig nýjan ofursamning og því nokkuð ljóst að þeir félagar styðja við bakið á hvorum öðrum. Þá hjálpar það líklega ekki stöðu Vilda sem þjálfari spænska kvennalandsliðsins að fyrir heimsmeistaramótið ríkti einnig mikil ólga í kringum liðið. Fjöldi leikmanna neituðu að æfa og spila fyrir landsliðið á meðan Vilda var við völd og 15 leikmenn sendu sameiginlegt bréf á spænska sambandið þar sem því var haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Nú deilir Colin Millar, íþróttafréttamaður hjá The Daily Mail, grein frá spænska miðlinum Sport.es þar sem fullyrt er að Vilda verði látinn hætta sem þjálfari spænska liðsins strax í þessari viku. Búið sé að taka ákvörðunina, en fyrst þurfi Pedro Rocha, bráðabirgðaforseti spænska knattspyrnusambandsins, að funda með Vilda áður en tilkynnt verði um botthvarf þjálfarans. Spain women national team coach Jorge Vilda is leaving his position . Only an official announcement is missing and is expected early this week. Comes just 10 days after Rubiales - unauthorised - publicly promised him a long-term, lucrative contract. https://t.co/2vixggeDxP— Colin Millar (@Millar_Colin) September 4, 2023
Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Spænska knattspyrnusambandið leitar leiða til að reka Vilda Spænska knattspyrnusambandið skoðar nú hvort það sé möguleiki á því að reka Jorge Vilda, þjálfara spænska kvennalandsliðsins. 29. ágúst 2023 18:00 Allt þjálfarateymi spænska landsliðsins segir upp störfum en Vilda fer ekki fet Allt þjálfarateymi Jorge Vilda hefur sagt upp störfum í mótmælaskyni vegna framferðis Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Alls eru ellefu þjálfarar og starfsfólk sem yfirgefið liðið og lýsa þau yfir eindregnum stuðningi við Jenni Hermoso. 26. ágúst 2023 16:41 Rubiales bauð Vilda nýjan ofursamning í varnarræðu sinni Luis Rubiales fór mikinn í ræðu sinni á fundi spænska knattspyrnusambandsins, sagðist ekki ætla að segja af sér sem forseti þess og lýsti yfir stuðningi sínum við umdeildan þjálfara kvennalandsliðsins. 25. ágúst 2023 15:00 Þjálfari spænska kvennalandsliðsins gerir 14 breytingar eftir uppreisn leikmanna Jorge Vilda, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert 14 breytingar á liði sínu fyrir leiki liðsins í október eftir að stór hluti landsliðshópsins sendi bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. 1. október 2022 09:30 Uppreisn á Spáni: Vilja þjálfarann burt og sambandið hótar bönnum 15 leikmenn spænska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hafnað því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Þær vilja ekki spila fyrir þjálfarann Jorge Vilda. 23. september 2022 09:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Sjá meira
Spænska knattspyrnusambandið leitar leiða til að reka Vilda Spænska knattspyrnusambandið skoðar nú hvort það sé möguleiki á því að reka Jorge Vilda, þjálfara spænska kvennalandsliðsins. 29. ágúst 2023 18:00
Allt þjálfarateymi spænska landsliðsins segir upp störfum en Vilda fer ekki fet Allt þjálfarateymi Jorge Vilda hefur sagt upp störfum í mótmælaskyni vegna framferðis Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Alls eru ellefu þjálfarar og starfsfólk sem yfirgefið liðið og lýsa þau yfir eindregnum stuðningi við Jenni Hermoso. 26. ágúst 2023 16:41
Rubiales bauð Vilda nýjan ofursamning í varnarræðu sinni Luis Rubiales fór mikinn í ræðu sinni á fundi spænska knattspyrnusambandsins, sagðist ekki ætla að segja af sér sem forseti þess og lýsti yfir stuðningi sínum við umdeildan þjálfara kvennalandsliðsins. 25. ágúst 2023 15:00
Þjálfari spænska kvennalandsliðsins gerir 14 breytingar eftir uppreisn leikmanna Jorge Vilda, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert 14 breytingar á liði sínu fyrir leiki liðsins í október eftir að stór hluti landsliðshópsins sendi bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. 1. október 2022 09:30
Uppreisn á Spáni: Vilja þjálfarann burt og sambandið hótar bönnum 15 leikmenn spænska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hafnað því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Þær vilja ekki spila fyrir þjálfarann Jorge Vilda. 23. september 2022 09:00