Antony neitar ásökunum um líkamlegt og andlegt ofbeldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2023 22:10 Antony gekk í raðir Manchester United sumarið 2022. Naomi Baker/Getty Images Antony, vængmaður Manchester United, segir ekkert til í ásökunum Gabriela Cavallin - fyrrverandi kærustu hans. Gabriela segir leikmanninn hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðan þau voru saman. Í sumar sagði Gabriela Cavallin að Antony hefði beitt hana heimilisofbeldi þegar þau voru saman. Þá voru talin upp fjögur atvik, þar á meðal eitt þegar Gabriela var ólétt af barni þeirra. Hún missti fóstrið og parið fyrrverandi á því ekki barn saman. Acusado de violência doméstica, Antony é investigado pela políciahttps://t.co/5WtCnYLVfN— Folha de S.Paulo (@folha) September 4, 2023 Í dag, mánudag, birti brasilíska fréttaveitan UOL frekari sönnunargögn sem styðja við frásögn Gabrielu. Þar á meðal eru skjáskot af samtölum þeirra á milli á samfélagsmiðlinum WhatsApp sem og myndir af meiðslum sem Antony olli. Á hann að hafa ráðist að henni í júní á síðasta ári þegar hún var ólétt. Antony ku hafa gert það í bifreið sem og hann hótaði að henda Gabrielu út úr bifreiðinni þegar hún var á ógnarhraða. Síðan í janúar á þessu ári á hann að hafa ráðist á hana sem leiddi til þess að hún fékk skurð á höfuðið og sílíkonpúði í öðru brjósti hennar færðist úr stað. Að lokum átti sér stað atvik í maí á þessu ári sem endaði með því að Gabriela slasaðist á fingri. Í kjölfarið ákvað hún að fara frá Antony og skömmu síðar ákvað hún að opinbera í fjölmiðlum hvað gekk á meðan þau voru saman. „Ég var mjög hrifin í upphafi sambands okkar. Á þessum lokadegi, þann 8. maí, var ég það hrædd að ég vissi ekki hvort ég kæmist út úr húsinu,“ sagði Gabriela um lok sambandsins. #MUFC winger Antony is being investigated by Greater Manchester Police over claims he attacked his former girlfriend. Antony denies any wrongdoing. GMP statement in here https://t.co/vSs51HUcBL— James Ducker (@TelegraphDucker) September 4, 2023 Antony neitar sök. Talsmenn hans vildu ekki tjá sig þegar UOL hafði samband. Manchester United tók í sama streng þegar Daily Mail hafði samband við félagið. Fótbolti Enski boltinn Heimilisofbeldi Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Í sumar sagði Gabriela Cavallin að Antony hefði beitt hana heimilisofbeldi þegar þau voru saman. Þá voru talin upp fjögur atvik, þar á meðal eitt þegar Gabriela var ólétt af barni þeirra. Hún missti fóstrið og parið fyrrverandi á því ekki barn saman. Acusado de violência doméstica, Antony é investigado pela políciahttps://t.co/5WtCnYLVfN— Folha de S.Paulo (@folha) September 4, 2023 Í dag, mánudag, birti brasilíska fréttaveitan UOL frekari sönnunargögn sem styðja við frásögn Gabrielu. Þar á meðal eru skjáskot af samtölum þeirra á milli á samfélagsmiðlinum WhatsApp sem og myndir af meiðslum sem Antony olli. Á hann að hafa ráðist að henni í júní á síðasta ári þegar hún var ólétt. Antony ku hafa gert það í bifreið sem og hann hótaði að henda Gabrielu út úr bifreiðinni þegar hún var á ógnarhraða. Síðan í janúar á þessu ári á hann að hafa ráðist á hana sem leiddi til þess að hún fékk skurð á höfuðið og sílíkonpúði í öðru brjósti hennar færðist úr stað. Að lokum átti sér stað atvik í maí á þessu ári sem endaði með því að Gabriela slasaðist á fingri. Í kjölfarið ákvað hún að fara frá Antony og skömmu síðar ákvað hún að opinbera í fjölmiðlum hvað gekk á meðan þau voru saman. „Ég var mjög hrifin í upphafi sambands okkar. Á þessum lokadegi, þann 8. maí, var ég það hrædd að ég vissi ekki hvort ég kæmist út úr húsinu,“ sagði Gabriela um lok sambandsins. #MUFC winger Antony is being investigated by Greater Manchester Police over claims he attacked his former girlfriend. Antony denies any wrongdoing. GMP statement in here https://t.co/vSs51HUcBL— James Ducker (@TelegraphDucker) September 4, 2023 Antony neitar sök. Talsmenn hans vildu ekki tjá sig þegar UOL hafði samband. Manchester United tók í sama streng þegar Daily Mail hafði samband við félagið.
Fótbolti Enski boltinn Heimilisofbeldi Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira